Fínt popp úr verksmiðjunni Trausti Júlíusson skrifar 22. mars 2012 14:00 Tónlist. Born to Die. Lana Del Rey. Lana Del Rey vakti heimsathygli í fyrra með laginu Video Games, sem var eitt af lögum ársins hjá mörgum tónlistarmiðlum, og platan hennar Born to Die fór beint í fyrsta sæti sölulista í sjö löndum, þ.ám. Bretlandi. Lana Del Rey er listamannsnafn Elisabeth Woolridge Grant, 25 ára stelpu frá New York sem hóf söngferilinn sem Lizzy Grant fyrir þremur árum. Eftir eina stóra plötu sem vakti litla athygli árið 2010 gerði hún samning við Universal-plöturisann sem setti nokkra af sínum hæfustu mönnum í að búa til stjörnu úr henni. Born to Die er útkoman. Ofurunnar poppplötur úr verksmiðjum plöturisanna eru stundum mjög óspennandi, en hér hefur tekist vel til. Það er flottur hljómur á plötunni, svolítið dimmur og dramatískur og hæfir djúpri röddinni vel. Söngrödd Lönu hefur stundum verið líkt við Nancy Sinatra, sem er ekki vitlaus samlíking. Það eru nokkur frábær lög á Born to Die: Titillagið, Video Games, National Anthem og Blue Jeans eru best. Platan missir aðeins flugið í síðustu lögunum, sem dregur hana niður um eina stjörnu. Á heildina litið er þetta samt ágæt poppplata. Niðurstaða: Nýstirnið Lana Del Rey með ágæta poppplötu. Lífið Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira
Tónlist. Born to Die. Lana Del Rey. Lana Del Rey vakti heimsathygli í fyrra með laginu Video Games, sem var eitt af lögum ársins hjá mörgum tónlistarmiðlum, og platan hennar Born to Die fór beint í fyrsta sæti sölulista í sjö löndum, þ.ám. Bretlandi. Lana Del Rey er listamannsnafn Elisabeth Woolridge Grant, 25 ára stelpu frá New York sem hóf söngferilinn sem Lizzy Grant fyrir þremur árum. Eftir eina stóra plötu sem vakti litla athygli árið 2010 gerði hún samning við Universal-plöturisann sem setti nokkra af sínum hæfustu mönnum í að búa til stjörnu úr henni. Born to Die er útkoman. Ofurunnar poppplötur úr verksmiðjum plöturisanna eru stundum mjög óspennandi, en hér hefur tekist vel til. Það er flottur hljómur á plötunni, svolítið dimmur og dramatískur og hæfir djúpri röddinni vel. Söngrödd Lönu hefur stundum verið líkt við Nancy Sinatra, sem er ekki vitlaus samlíking. Það eru nokkur frábær lög á Born to Die: Titillagið, Video Games, National Anthem og Blue Jeans eru best. Platan missir aðeins flugið í síðustu lögunum, sem dregur hana niður um eina stjörnu. Á heildina litið er þetta samt ágæt poppplata. Niðurstaða: Nýstirnið Lana Del Rey með ágæta poppplötu.
Lífið Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira