Bara Ástþór og Þóra búin að safna nógu 11. apríl 2012 08:00 Bessastaðir Forsetabústaðurinn er umsetinn þessi dægrin. Sex manns vilja búa þar og starfa næstu fjögur árin. Þóra Arnórsdóttir og Ástþór Magnússon eru einu forsetaframbjóðendurnir sem þegar hafa safnað þeim lágmarksfjölda meðmælenda sem þarf til að framboðið teljist gilt. Hinir eru mislangt komnir með söfnunina og sumir ekki einu sinni byrjaðir. Þóra lýsti því yfir á laugardaginn að hún hefði náð tilskildu marki í öllum landsfjórðungum. Þá voru þrír dagar síðan hún tilkynnti um framboð sitt. Áður en listunum er skilað til innanríkisráðuneytisins, sem þarf að gerast í síðasta lagi 25. maí, þarf að láta yfirkjörstjórnir á hverjum stað votta að þeir sem ritað hafa nafn sitt á listann séu kosningabærir. Fréttablaðið hafði samband við aðra sem lýst hafa yfir framboði til að grennslast fyrir um hvar undirskriftasöfnunin stæði. „Ég held að ég sé örugglega kominn með lágmarksfjöldann," segir Ástþór, sem er enginn nýgræðingur þegar kemur að forsetakosningum. Hann ætli þó að safna nokkrum til viðbótar til öryggis og listunum verði skilað fljótlega. „Sjálfboðaliðar allt í kringum landið eru að safna og eftir því sem ég best veit gengur það bara mjög vel," segir Guðný Lilja Oddsdóttir, sem starfar fyrir framboð Herdísar Þorgeirsdóttur prófessors. Söfnuninni sé þó ekki lokið en markmiðið sé að ljúka henni í apríl. Jón Lárusson, lögreglumaður á Selfossi, segir söfnun sína ganga ágætlega. „Þetta er ekki komið en það styttist í það, geri ég mér vonir um." Hann segir að sér hafi eðlilega gengið best á Suðurlandi en hitt sé í vinnslu. „Fólk virðist vera með missterkar maskínur á bak við sig," segir hann. Ólafía B. Rafnsdóttir, sem starfar fyrir framboð Ólafs Ragnars Grímssonar, sitjandi forseta, segir söfnunina þetta árið verða með svipuðu sniði og í hin skiptin þegar Ólafur hefur verið í framboði. Söfnunin gangi þó vel og standi yfir um land allt. „Ég gef mér svona þrjár til fjórar vikur í að klára þetta," segir hún. Sjötti frambjóðandinn, Hannes Bjarnason úr Skagafirði, hefur greint frá því í fjölmiðlum að hann komi til landsins frá Noregi í lok mánaðar og hefji meðmælasöfnun sína þá. [email protected] Forsetakosningar 2012 Fréttir Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Sjá meira
Þóra Arnórsdóttir og Ástþór Magnússon eru einu forsetaframbjóðendurnir sem þegar hafa safnað þeim lágmarksfjölda meðmælenda sem þarf til að framboðið teljist gilt. Hinir eru mislangt komnir með söfnunina og sumir ekki einu sinni byrjaðir. Þóra lýsti því yfir á laugardaginn að hún hefði náð tilskildu marki í öllum landsfjórðungum. Þá voru þrír dagar síðan hún tilkynnti um framboð sitt. Áður en listunum er skilað til innanríkisráðuneytisins, sem þarf að gerast í síðasta lagi 25. maí, þarf að láta yfirkjörstjórnir á hverjum stað votta að þeir sem ritað hafa nafn sitt á listann séu kosningabærir. Fréttablaðið hafði samband við aðra sem lýst hafa yfir framboði til að grennslast fyrir um hvar undirskriftasöfnunin stæði. „Ég held að ég sé örugglega kominn með lágmarksfjöldann," segir Ástþór, sem er enginn nýgræðingur þegar kemur að forsetakosningum. Hann ætli þó að safna nokkrum til viðbótar til öryggis og listunum verði skilað fljótlega. „Sjálfboðaliðar allt í kringum landið eru að safna og eftir því sem ég best veit gengur það bara mjög vel," segir Guðný Lilja Oddsdóttir, sem starfar fyrir framboð Herdísar Þorgeirsdóttur prófessors. Söfnuninni sé þó ekki lokið en markmiðið sé að ljúka henni í apríl. Jón Lárusson, lögreglumaður á Selfossi, segir söfnun sína ganga ágætlega. „Þetta er ekki komið en það styttist í það, geri ég mér vonir um." Hann segir að sér hafi eðlilega gengið best á Suðurlandi en hitt sé í vinnslu. „Fólk virðist vera með missterkar maskínur á bak við sig," segir hann. Ólafía B. Rafnsdóttir, sem starfar fyrir framboð Ólafs Ragnars Grímssonar, sitjandi forseta, segir söfnunina þetta árið verða með svipuðu sniði og í hin skiptin þegar Ólafur hefur verið í framboði. Söfnunin gangi þó vel og standi yfir um land allt. „Ég gef mér svona þrjár til fjórar vikur í að klára þetta," segir hún. Sjötti frambjóðandinn, Hannes Bjarnason úr Skagafirði, hefur greint frá því í fjölmiðlum að hann komi til landsins frá Noregi í lok mánaðar og hefji meðmælasöfnun sína þá. [email protected]
Forsetakosningar 2012 Fréttir Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Sjá meira