Vel útfært og kraftmikið Trausti Júlíusson skrifar 12. apríl 2012 14:00 Tónlist. Muck. Slaves. Rokkhljómsveitin Muck hefur vakið athygli undanfarið fyrir flotta frammistöðu á tónleikum, nú síðast á Aldrei fór ég suður á laugardagskvöldið, en þeir tónleikar voru í beinni útsendingu um víða veröld á vefnum inspiredbyiceland.com. Muck er skipuð bassaleikaranum Lofti Einarssyni, trommuleikaranum Ása Þórðarsyni og gítarleikurunum Indriða Arnari Ingólfssyni og Karli Torsten Ställborn, en þeir syngja jafnframt báðir. Sveitin var stofnuð árið 2007 og gaf út EP-plötu árið 2009, en Slaves er fyrsta platan hennar í fullri lengd. Muck spilar harðkjarnarokk, vel útfært og kraftmikið. Ryþmaparið er mjög þétt, gítarleikararnir eiga góð tilþrif og kallast á bæði í spilamennskunni og söngnum. Í grunninn er þetta frekar hefðbundið harðkjarnarokk, en þeir félagar lita það með skemmtilegum smáatriðum í útsetningum og svo er platan römmuð inn með skrítnari hlutum í upphafslaginu Now (eins konar forspil), í laginu Muck (millispil) og lokalaginu Then (eftirspil). Það hefur greinilega verið mikið lagt í vinnslu plötunnar, umslagið er t.d. mjög flott. Á heildina litið er þetta pottþétt rokkplata, lagasmíðarnar eru fínar, flutningur þéttur, útsetningarnar útpældar og hljómurinn flottur. Niðurstaða: Muck stimplar sig inn með pottþéttri rokkplötu. Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Fleiri fréttir Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira
Tónlist. Muck. Slaves. Rokkhljómsveitin Muck hefur vakið athygli undanfarið fyrir flotta frammistöðu á tónleikum, nú síðast á Aldrei fór ég suður á laugardagskvöldið, en þeir tónleikar voru í beinni útsendingu um víða veröld á vefnum inspiredbyiceland.com. Muck er skipuð bassaleikaranum Lofti Einarssyni, trommuleikaranum Ása Þórðarsyni og gítarleikurunum Indriða Arnari Ingólfssyni og Karli Torsten Ställborn, en þeir syngja jafnframt báðir. Sveitin var stofnuð árið 2007 og gaf út EP-plötu árið 2009, en Slaves er fyrsta platan hennar í fullri lengd. Muck spilar harðkjarnarokk, vel útfært og kraftmikið. Ryþmaparið er mjög þétt, gítarleikararnir eiga góð tilþrif og kallast á bæði í spilamennskunni og söngnum. Í grunninn er þetta frekar hefðbundið harðkjarnarokk, en þeir félagar lita það með skemmtilegum smáatriðum í útsetningum og svo er platan römmuð inn með skrítnari hlutum í upphafslaginu Now (eins konar forspil), í laginu Muck (millispil) og lokalaginu Then (eftirspil). Það hefur greinilega verið mikið lagt í vinnslu plötunnar, umslagið er t.d. mjög flott. Á heildina litið er þetta pottþétt rokkplata, lagasmíðarnar eru fínar, flutningur þéttur, útsetningarnar útpældar og hljómurinn flottur. Niðurstaða: Muck stimplar sig inn með pottþéttri rokkplötu.
Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Fleiri fréttir Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira