Segist hafa ætlað að afhöfða Brundtland 20. apríl 2012 06:00 Breivik heilsaði ekki að nasista-sið þegar hann gekk í dómsalinn í gær. Verjandi hans, Geir Lippestad, fylgdist með framburði hans.nordicphotos/afp Norski fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik sagðist í vitnastúku í gær hafa ætlað að afhöfða Gro Harlem Brudtland, fyrrum forsætisráðherra Noregs og leiðtoga norska verkamannaflokksins. Hann sagðist einnig hafa ætlað að myrða alla á Útey þann 22. júlí síðastliðið sumar. Gro Harlem Brundtland var farin af eyjunni þegar Breivik hóf þar skothríð sína en Breivik sagði við vitnaleiðslur hafa ætlað að afhöfða Brundtland. Hann hafi verið hrifinn af leiðum al-Kaída við afhöfðanir. „Afhöfðun er hefðbundin evrópsk dauðarefsing,“ sagði hann. „Afhöfðuninni var ætlað að vera mikilvægt sálfræðilegt vopn.“ Brundtland var forsætisráðherra Noregs á níunda og tíunda áratug síðustu aldar og gengdi stöðu forstjóra Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar árin 1998 til 2003. Breivik segist hafa viljað taka það upp á myndband þegar hann kæmi aftan að henni á Úteyju og afhöfðaði. Myndbandinu hafi hann svo ætlað að hlaða á internetið. Anders Breivik sýndi engin merki um iðrun og sagði fórnarlömb sín hafa verið „svikara“. „Markmiðið var ekki að myrða 69 á Útey. Markmiðið var að myrða alla,“ sagði hann. „Ég taldi lífslíkur allra á eyjunni 5 prósent.“ Þá sagði hann réttinum frá því að hafa ætlað að sprengja þrjár sprengjur í Ósló, þar á meðal eina í konungshöllinni. Meðlimir konungsfjölskyldunnar áttu hins vegar ekki að verða fyrir henni enda væru þjóðernissinnar, eins og hann, stuðningsmenn erfðaveldisins. Sprengjan hafi hins vegar á endanum aðeins verið ein því það hafi komið honum á óvart hversu erfitt væri að búa til sprengju. Breivik einangraði sig í heilt ár til þess að undirbúa ódæðin í Noregi í fyrra. Hann segist hafa spilað tölvuleiki í sextán klukkustundir á dag til að drepa tímann. „Það var bara til skemmtunar og hefur ekkert með 22. júlí að gera.“ Búist er við að réttarhöldin taki að minnsta kosti tíu vikur og er meginverkefni réttarins að skera úr um sakhæfi Breiviks. Verði hann talinn sakhæfur bíður hans að öllum líkindum fangelsisvist til æviloka. Ef ekki verður hann vistaður á réttargeðdeild svo lengi sem hann er talinn sjúkur. [email protected] Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Norski fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik sagðist í vitnastúku í gær hafa ætlað að afhöfða Gro Harlem Brudtland, fyrrum forsætisráðherra Noregs og leiðtoga norska verkamannaflokksins. Hann sagðist einnig hafa ætlað að myrða alla á Útey þann 22. júlí síðastliðið sumar. Gro Harlem Brundtland var farin af eyjunni þegar Breivik hóf þar skothríð sína en Breivik sagði við vitnaleiðslur hafa ætlað að afhöfða Brundtland. Hann hafi verið hrifinn af leiðum al-Kaída við afhöfðanir. „Afhöfðun er hefðbundin evrópsk dauðarefsing,“ sagði hann. „Afhöfðuninni var ætlað að vera mikilvægt sálfræðilegt vopn.“ Brundtland var forsætisráðherra Noregs á níunda og tíunda áratug síðustu aldar og gengdi stöðu forstjóra Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar árin 1998 til 2003. Breivik segist hafa viljað taka það upp á myndband þegar hann kæmi aftan að henni á Úteyju og afhöfðaði. Myndbandinu hafi hann svo ætlað að hlaða á internetið. Anders Breivik sýndi engin merki um iðrun og sagði fórnarlömb sín hafa verið „svikara“. „Markmiðið var ekki að myrða 69 á Útey. Markmiðið var að myrða alla,“ sagði hann. „Ég taldi lífslíkur allra á eyjunni 5 prósent.“ Þá sagði hann réttinum frá því að hafa ætlað að sprengja þrjár sprengjur í Ósló, þar á meðal eina í konungshöllinni. Meðlimir konungsfjölskyldunnar áttu hins vegar ekki að verða fyrir henni enda væru þjóðernissinnar, eins og hann, stuðningsmenn erfðaveldisins. Sprengjan hafi hins vegar á endanum aðeins verið ein því það hafi komið honum á óvart hversu erfitt væri að búa til sprengju. Breivik einangraði sig í heilt ár til þess að undirbúa ódæðin í Noregi í fyrra. Hann segist hafa spilað tölvuleiki í sextán klukkustundir á dag til að drepa tímann. „Það var bara til skemmtunar og hefur ekkert með 22. júlí að gera.“ Búist er við að réttarhöldin taki að minnsta kosti tíu vikur og er meginverkefni réttarins að skera úr um sakhæfi Breiviks. Verði hann talinn sakhæfur bíður hans að öllum líkindum fangelsisvist til æviloka. Ef ekki verður hann vistaður á réttargeðdeild svo lengi sem hann er talinn sjúkur. [email protected]
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira