Verkefni nr. eitt Ólafur Þ. Stephensen skrifar 30. apríl 2012 09:00 Málefni lögreglunnar hafa verið talsvert í deiglunni að undanförnu. Ályktun Landssambands lögreglumanna á þingi þess um síðustu helgi vakti athygli, en þar var lagt til að lögreglan í núverandi mynd yrði lögð niður. Það er rétt sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sagði hér í blaðinu á laugardaginn, að það er ekki sanngjarnt eða raunsætt af lögreglumönnum að gefa í skyn að stofnunin sem þeir vinna fyrir sé orðin einskis nýt. Hitt er víst að lögreglumenn hafa mikið til síns máls þegar þeir segja að lögreglan sé fjársvelt og eigi erfitt með að sinna hlutverki sínu svo vel sé. Nýleg könnun sýnir að almenningur telur lögregluna ekki eins sýnilega og áður. Það er meðal annars rakið til þess að akstur lögreglubíla hefur dregizt saman um nærri þriðjung á fimm árum vegna hækkandi eldsneytisverðs og niðurskurðar á fjárveitingum. Starfandi lögreglumönnum hefur jafnframt fækkað talsvert og fjárveitingar til lögreglunnar dregizt saman að raungildi. Í erfiðu ástandi í ríkisfjármálunum hljóta bæði stjórnendur og starfsmenn hjá lögreglunni, rétt eins og öðrum ríkisstofnunum, að þurfa að spara eins og hægt er og leita allra leiða, þar með talinna breytinga á skipulagi, til að sinna þjónustu við borgarana með minni tilkostnaði. Ýmislegt bendir til að þetta hafi tekizt vel hjá lögreglunni. Það sýna að minnsta kosti tölur um að skráðum afbrotum hafi fækkað um fjórðung á síðasta ári frá árinu á undan. Það rakti yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu meðal annars til aukins eftirlits og frumkvæðisvinnu lögreglu í samtali við Fréttablaðið. Tölurnar sýna hins vegar líka að kynferðis- og fíkniefnaglæpum fjölgar þótt öðrum brotum fækki. Lögreglumenn geta sömuleiðis bent á tölur um að árásum á þá sjálfa fjölgar og harðara ofbeldi er beitt í undirheimunum. Það tengist bæði vaxandi fíkniefnaneyzlu og -viðskiptum og skipulagðri glæpastarfsemi, sem hefur haslað sér völl hér á landi. Skoðanakönnun meðal lögreglumanna sýnir að þeir óska eftir að fá tæki sem auðvelda þeim að verja sig fyrir árásum. Meirihluti lögreglumanna vill rafbyssur og sumir vilja skotvopn, sem geymd yrðu í læstum hirzlum í lögreglubílum. Þörfina fyrir þessi tæki rökstyðja lögreglumenn meðal annars með því að vegna niðurskurðar séu þeir oftar einir á ferð. Ögmundur ráðherra segist reiðubúinn að skoða þessar hugmyndir, en er efins um að rétt sé að vopna lögregluna frekar. Draga verður í efa að almennur stuðningur sé við að lögreglan sé vopnuð við sín daglegu störf. Það væri talsvert hátt gjald að greiða fyrir að lögreglumenn væru orðnir of fáir til að hægt væri að tryggja öryggi þeirra með öðrum leiðum. Eitt verða yfirvöld að hafa í huga þegar metið er hvort gengið hefur verið of langt í niðurskurði hjá lögreglunni. Að gæta laga og reglu og öryggis borgaranna er verkefni ríkisvaldsins númer eitt. Með öðrum orðum hlýtur að þurfa að skera niður alls staðar annars staðar áður en skorið er niður hjá lögreglunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun
Málefni lögreglunnar hafa verið talsvert í deiglunni að undanförnu. Ályktun Landssambands lögreglumanna á þingi þess um síðustu helgi vakti athygli, en þar var lagt til að lögreglan í núverandi mynd yrði lögð niður. Það er rétt sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sagði hér í blaðinu á laugardaginn, að það er ekki sanngjarnt eða raunsætt af lögreglumönnum að gefa í skyn að stofnunin sem þeir vinna fyrir sé orðin einskis nýt. Hitt er víst að lögreglumenn hafa mikið til síns máls þegar þeir segja að lögreglan sé fjársvelt og eigi erfitt með að sinna hlutverki sínu svo vel sé. Nýleg könnun sýnir að almenningur telur lögregluna ekki eins sýnilega og áður. Það er meðal annars rakið til þess að akstur lögreglubíla hefur dregizt saman um nærri þriðjung á fimm árum vegna hækkandi eldsneytisverðs og niðurskurðar á fjárveitingum. Starfandi lögreglumönnum hefur jafnframt fækkað talsvert og fjárveitingar til lögreglunnar dregizt saman að raungildi. Í erfiðu ástandi í ríkisfjármálunum hljóta bæði stjórnendur og starfsmenn hjá lögreglunni, rétt eins og öðrum ríkisstofnunum, að þurfa að spara eins og hægt er og leita allra leiða, þar með talinna breytinga á skipulagi, til að sinna þjónustu við borgarana með minni tilkostnaði. Ýmislegt bendir til að þetta hafi tekizt vel hjá lögreglunni. Það sýna að minnsta kosti tölur um að skráðum afbrotum hafi fækkað um fjórðung á síðasta ári frá árinu á undan. Það rakti yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu meðal annars til aukins eftirlits og frumkvæðisvinnu lögreglu í samtali við Fréttablaðið. Tölurnar sýna hins vegar líka að kynferðis- og fíkniefnaglæpum fjölgar þótt öðrum brotum fækki. Lögreglumenn geta sömuleiðis bent á tölur um að árásum á þá sjálfa fjölgar og harðara ofbeldi er beitt í undirheimunum. Það tengist bæði vaxandi fíkniefnaneyzlu og -viðskiptum og skipulagðri glæpastarfsemi, sem hefur haslað sér völl hér á landi. Skoðanakönnun meðal lögreglumanna sýnir að þeir óska eftir að fá tæki sem auðvelda þeim að verja sig fyrir árásum. Meirihluti lögreglumanna vill rafbyssur og sumir vilja skotvopn, sem geymd yrðu í læstum hirzlum í lögreglubílum. Þörfina fyrir þessi tæki rökstyðja lögreglumenn meðal annars með því að vegna niðurskurðar séu þeir oftar einir á ferð. Ögmundur ráðherra segist reiðubúinn að skoða þessar hugmyndir, en er efins um að rétt sé að vopna lögregluna frekar. Draga verður í efa að almennur stuðningur sé við að lögreglan sé vopnuð við sín daglegu störf. Það væri talsvert hátt gjald að greiða fyrir að lögreglumenn væru orðnir of fáir til að hægt væri að tryggja öryggi þeirra með öðrum leiðum. Eitt verða yfirvöld að hafa í huga þegar metið er hvort gengið hefur verið of langt í niðurskurði hjá lögreglunni. Að gæta laga og reglu og öryggis borgaranna er verkefni ríkisvaldsins númer eitt. Með öðrum orðum hlýtur að þurfa að skera niður alls staðar annars staðar áður en skorið er niður hjá lögreglunni.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun