Verndarsvæði í vítahring ÓLafur Þ. Stephensen skrifar 2. júní 2012 06:00 Borgaryfirvöld í Reykjavík eru í klemmu með skipulag miðborgarinnar. Þrátt fyrir að húsverndarsjónarmiðum hafi vaxið fiskur um hrygg undanfarna áratugi hefur enginn borgarstjórnarmeirihluti treyst sér til að taka af skarið og kveða upp úr um að setja skuli vernd byggingararfleifðar Reykjavíkur í forgang. Of langt hefur verið gengið í hverju skipulaginu á fætur öðru í að heimila niðurrif eldri húsa og leyfa miklu meira byggingarmagn á lóðunum, í þágu framfara og nútímavæðingar. Árangurinn blasir við um alla miðborg og stingur oftast skelfilega í augun. Þegar áformum um niðurrif gömlu húsanna er mótmælt, bera borgaryfirvöld sig gjarnan illa, segjast svo gjarnan vilja vernda söguna en hendur þeirra séu bundnar af fyrra skipulagi, eigandi lóðarinnar eigi sinn rétt og þyrfti að borga honum háar bætur ef hann ætti ekki að fá að byggja ferlíkið sitt á lóðinni. Þannig eru borgaryfirvöld föst í vítahring og enginn þorir að höggva á hnútinn og standa með gömlu miðborginni. Tilraun til slíks virtist vera í uppsiglingu fyrir tveimur árum. Þá samþykkti skipulagsráð eftirfarandi tillögu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar: „Skipulagsráð Reykjavíkur samþykkir að miðborg Reykjavíkur, innan Hringbrautar, skuli skilgreind sem sérstakt verndarsvæði til samræmis við það sem tíðkast í sögulegum miðbæjum víða í Evrópu og Norður-Ameríku. Átt er við það sem í Bretlandi kallast „conservation area" og „historic district" í Bandaríkjunum. Markmiðið er að vernda sögulega byggð á svæðinu og stuðla að því að þegar framkvæmdir fara fram innan svæðisins verði þær til þess fallnar að styrkja heildarmynd þess til samræmis við það sem var þegar svæðið byggðist. Slík skilgreining skal verða hluti af staðfestu aðalskipulagi og taka gildi ekki síðar en á afmæli Reykjavíkurborgar 18. ágúst 2010." Samþykktinni var vísað til meðferðar hjá embætti skipulagsstjóra. Síðan hefur ekki til hennar spurzt. Vandræðagangurinn kemur meðal annars fram í Nasa-málinu, sem mikið hefur verið skrifað um í Fréttablaðinu undanfarið. Í blaðinu í gær var góð grein eftir Ólaf Rastrick sagnfræðing, þar sem hann gagnrýnir hvernig gömlum húsum er hjólað fram og aftur í miðbænum (ekki lengur upp í Árbæ) þegar þau eru fyrir steinsteypu- og glerhöllunum. Ólafur hefur rétt fyrir sér í því að auðvitað er verðmæti gamalla húsa mest þar sem þau voru upphaflega reist. „Með því að búa vel að þeim á sínum stað verður sambandið við liðna tíð sem sjálfsmynd borgarinnar hlýtur að byggjast á mun trúverðugri en ella – bæði gagnvart okkur sjálfum sem hér búum og gagnvart þeim ferðamönnum sem hingað rekast. Ætli séu ekki einhver verðmæti í því?" skrifar Ólafur. Þetta er auðvitað mergurinn málsins. Þar sem gamlir miðbæjarkjarnar hafa notið verndar og virðingar er bæði eftirsóknarverðara að búa í borginni og að heimsækja hana. Af hverju er svona djúpt á skilningi á því í borgarstjórn Reykjavíkur? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Halldór 05.04.2025 Halldór Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þegar vald óttast þekkingu. Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun
Borgaryfirvöld í Reykjavík eru í klemmu með skipulag miðborgarinnar. Þrátt fyrir að húsverndarsjónarmiðum hafi vaxið fiskur um hrygg undanfarna áratugi hefur enginn borgarstjórnarmeirihluti treyst sér til að taka af skarið og kveða upp úr um að setja skuli vernd byggingararfleifðar Reykjavíkur í forgang. Of langt hefur verið gengið í hverju skipulaginu á fætur öðru í að heimila niðurrif eldri húsa og leyfa miklu meira byggingarmagn á lóðunum, í þágu framfara og nútímavæðingar. Árangurinn blasir við um alla miðborg og stingur oftast skelfilega í augun. Þegar áformum um niðurrif gömlu húsanna er mótmælt, bera borgaryfirvöld sig gjarnan illa, segjast svo gjarnan vilja vernda söguna en hendur þeirra séu bundnar af fyrra skipulagi, eigandi lóðarinnar eigi sinn rétt og þyrfti að borga honum háar bætur ef hann ætti ekki að fá að byggja ferlíkið sitt á lóðinni. Þannig eru borgaryfirvöld föst í vítahring og enginn þorir að höggva á hnútinn og standa með gömlu miðborginni. Tilraun til slíks virtist vera í uppsiglingu fyrir tveimur árum. Þá samþykkti skipulagsráð eftirfarandi tillögu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar: „Skipulagsráð Reykjavíkur samþykkir að miðborg Reykjavíkur, innan Hringbrautar, skuli skilgreind sem sérstakt verndarsvæði til samræmis við það sem tíðkast í sögulegum miðbæjum víða í Evrópu og Norður-Ameríku. Átt er við það sem í Bretlandi kallast „conservation area" og „historic district" í Bandaríkjunum. Markmiðið er að vernda sögulega byggð á svæðinu og stuðla að því að þegar framkvæmdir fara fram innan svæðisins verði þær til þess fallnar að styrkja heildarmynd þess til samræmis við það sem var þegar svæðið byggðist. Slík skilgreining skal verða hluti af staðfestu aðalskipulagi og taka gildi ekki síðar en á afmæli Reykjavíkurborgar 18. ágúst 2010." Samþykktinni var vísað til meðferðar hjá embætti skipulagsstjóra. Síðan hefur ekki til hennar spurzt. Vandræðagangurinn kemur meðal annars fram í Nasa-málinu, sem mikið hefur verið skrifað um í Fréttablaðinu undanfarið. Í blaðinu í gær var góð grein eftir Ólaf Rastrick sagnfræðing, þar sem hann gagnrýnir hvernig gömlum húsum er hjólað fram og aftur í miðbænum (ekki lengur upp í Árbæ) þegar þau eru fyrir steinsteypu- og glerhöllunum. Ólafur hefur rétt fyrir sér í því að auðvitað er verðmæti gamalla húsa mest þar sem þau voru upphaflega reist. „Með því að búa vel að þeim á sínum stað verður sambandið við liðna tíð sem sjálfsmynd borgarinnar hlýtur að byggjast á mun trúverðugri en ella – bæði gagnvart okkur sjálfum sem hér búum og gagnvart þeim ferðamönnum sem hingað rekast. Ætli séu ekki einhver verðmæti í því?" skrifar Ólafur. Þetta er auðvitað mergurinn málsins. Þar sem gamlir miðbæjarkjarnar hafa notið verndar og virðingar er bæði eftirsóknarverðara að búa í borginni og að heimsækja hana. Af hverju er svona djúpt á skilningi á því í borgarstjórn Reykjavíkur?
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun