Var ekki í myndinni að fara á ÓL Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. júní 2012 08:00 Eva Hannesardóttir verður í fyrstu íslensku boðsundsveitinni sem keppir á Ólympíuleikum. fréttablaðið/anton Eva Hannesdóttir, 24 ára sundkona úr KR, verður einn fulltrúa Íslands á Ólympíuleikunum í Lundúnum í sumar. Þetta fékk hún staðfest þegar FINA, Alþjóðasundsambandið, sendi íslenska sundsambandinu boð um að senda boðsundsveit í 4x100m fjórsundi kvenna á leikana. Óhætt er að segja að atburðarásin hafi verið hröð hjá Evu sem byrjaði fyrst að hugsa um Ólympíuleikana fyrir mánuði. „Langflesta íþróttamenn dreymir um að keppa á Ólympíuleikum og ég er ekki undanskilin," sagði Eva við Fréttablaðið í gær. „En ég er búin að vera í skóla í Bandaríkjunum síðan 2008 og hafði ekki keppt í sundmóti hér á landi í þrjú ár þegar ég kom hingað í apríl." Missti áhugann á sundinuEva hefur verið að keppa í háskólasundinu í Bandaríkjunum undanfarin fjögur ár og því ekkert gefið eftir í íþróttinni. En hún var orðin leið á sundinu þegar hún fór út á sínum tíma. „Ég vildi athuga hvort ég hafði enn áhuga á íþróttinni. Ég komst fljótt að því að svo væri og breyttist mikið við það að komast í nýtt umhverfi, fá nýjan þjálfara og kynnast nýju fólki. Á þessum tíma var ég bara með hugann við það sem ég var að gera úti og kom lítið heim til að keppa. Ólympíuleikar voru aldrei inni í myndinni fyrr en fyrir um mánuði," segir Eva en góður árangur á Íslandsmeistaramótinu í apríl og svo EM í Debrecen í maí hefur fleytt henni þessa leið. Hún vann sér sess í boðsundssveitinni með því að ná bestum tíma í 100m skriðsundi á EM en alls tóku fjórar íslenskar sundkonur þátt í greininni. „Ég er nú að uppskera eftir allt það sem á hefur gengið hjá mér síðustu fjögur ár og er ég í skýjunum yfir því að fá að upplifa Ólympíuleika. Ég er ekki alveg búin að fatta þetta allt saman," segir hún. Eva hefur einnig náð svokölluðu OST-lágmarki í 100 m skriðsundi (gamla B-lágmarkið) en FINA mun tilkynna í júlí hvaða OST-sundmenn fái boð um að keppa á Ólympíuleikunum. „En mér sýnist eins og málin standa nú að ég muni aðeins keppa í boðsundinu," segir Eva. Fengu þriggja daga undirbúningÍsland hefur aldrei áður átt boðsundsveit á Ólympíuleikum enda fáar útvaldar sem fá að keppa. Fyrir þessa leika var ákveðið að tólf bestu sveitirnar á HM í fyrra fengju boð og svo fjórar sveitir til viðbótar. Ísland fékk boð fyrir góðan árangur á EM í Debrecen, þar sem liðið var hársbreidd frá verðlaunum í greininni. Eva segir að íslensku keppendurnir hafi ekki byrjað að hugsa um boðsundið af fullri alvöru fyrr en þremur dögum áður en keppt var í greininni. Þá var EM þegar hafið í Ungverjalandi. „Jacky [Pellerin landsliðsþjálfari] var búinn að leggja þetta saman og sjá það út að þetta var raunhæfur möguleiki. Hann sagði að við þyrftum að synda á um 4:06 mínútum og náðum við því í úrslitunum. Við þurftum svo að bíða í nokkra daga eftir staðfestingunni frá FINA en það var góð tilfinning að sjá tímann á töflunni." Margir félagar Evu í sundlandsliðinu eru nú að keppa í Mare Nostrum-mótaröðinni í Frakklandi og Spáni en sjálf er hún hér á landi. Hún neitar því ekki að það hefði verið spennandi að keppa úti til að gera aðra atlögu að aðallágmarkinu í 100m skriðsundi. „Staðreyndin var bara sú að ég átti ekki pening fyrir þessari ferð, eins leiðinlegt og það er. En ég er samt ánægð með að vera komin heim og geta byrjað að búa mig undir leikana í sumar." Sund Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Lífsferill íþróttamannsins: Mattheusarguðspjallið og brennimerkt börn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Keppt í skemmtigarði á næstu Ólympíuleikum „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Besta kvenna og umspil NBA Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Sjá meira
Eva Hannesdóttir, 24 ára sundkona úr KR, verður einn fulltrúa Íslands á Ólympíuleikunum í Lundúnum í sumar. Þetta fékk hún staðfest þegar FINA, Alþjóðasundsambandið, sendi íslenska sundsambandinu boð um að senda boðsundsveit í 4x100m fjórsundi kvenna á leikana. Óhætt er að segja að atburðarásin hafi verið hröð hjá Evu sem byrjaði fyrst að hugsa um Ólympíuleikana fyrir mánuði. „Langflesta íþróttamenn dreymir um að keppa á Ólympíuleikum og ég er ekki undanskilin," sagði Eva við Fréttablaðið í gær. „En ég er búin að vera í skóla í Bandaríkjunum síðan 2008 og hafði ekki keppt í sundmóti hér á landi í þrjú ár þegar ég kom hingað í apríl." Missti áhugann á sundinuEva hefur verið að keppa í háskólasundinu í Bandaríkjunum undanfarin fjögur ár og því ekkert gefið eftir í íþróttinni. En hún var orðin leið á sundinu þegar hún fór út á sínum tíma. „Ég vildi athuga hvort ég hafði enn áhuga á íþróttinni. Ég komst fljótt að því að svo væri og breyttist mikið við það að komast í nýtt umhverfi, fá nýjan þjálfara og kynnast nýju fólki. Á þessum tíma var ég bara með hugann við það sem ég var að gera úti og kom lítið heim til að keppa. Ólympíuleikar voru aldrei inni í myndinni fyrr en fyrir um mánuði," segir Eva en góður árangur á Íslandsmeistaramótinu í apríl og svo EM í Debrecen í maí hefur fleytt henni þessa leið. Hún vann sér sess í boðsundssveitinni með því að ná bestum tíma í 100m skriðsundi á EM en alls tóku fjórar íslenskar sundkonur þátt í greininni. „Ég er nú að uppskera eftir allt það sem á hefur gengið hjá mér síðustu fjögur ár og er ég í skýjunum yfir því að fá að upplifa Ólympíuleika. Ég er ekki alveg búin að fatta þetta allt saman," segir hún. Eva hefur einnig náð svokölluðu OST-lágmarki í 100 m skriðsundi (gamla B-lágmarkið) en FINA mun tilkynna í júlí hvaða OST-sundmenn fái boð um að keppa á Ólympíuleikunum. „En mér sýnist eins og málin standa nú að ég muni aðeins keppa í boðsundinu," segir Eva. Fengu þriggja daga undirbúningÍsland hefur aldrei áður átt boðsundsveit á Ólympíuleikum enda fáar útvaldar sem fá að keppa. Fyrir þessa leika var ákveðið að tólf bestu sveitirnar á HM í fyrra fengju boð og svo fjórar sveitir til viðbótar. Ísland fékk boð fyrir góðan árangur á EM í Debrecen, þar sem liðið var hársbreidd frá verðlaunum í greininni. Eva segir að íslensku keppendurnir hafi ekki byrjað að hugsa um boðsundið af fullri alvöru fyrr en þremur dögum áður en keppt var í greininni. Þá var EM þegar hafið í Ungverjalandi. „Jacky [Pellerin landsliðsþjálfari] var búinn að leggja þetta saman og sjá það út að þetta var raunhæfur möguleiki. Hann sagði að við þyrftum að synda á um 4:06 mínútum og náðum við því í úrslitunum. Við þurftum svo að bíða í nokkra daga eftir staðfestingunni frá FINA en það var góð tilfinning að sjá tímann á töflunni." Margir félagar Evu í sundlandsliðinu eru nú að keppa í Mare Nostrum-mótaröðinni í Frakklandi og Spáni en sjálf er hún hér á landi. Hún neitar því ekki að það hefði verið spennandi að keppa úti til að gera aðra atlögu að aðallágmarkinu í 100m skriðsundi. „Staðreyndin var bara sú að ég átti ekki pening fyrir þessari ferð, eins leiðinlegt og það er. En ég er samt ánægð með að vera komin heim og geta byrjað að búa mig undir leikana í sumar."
Sund Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Lífsferill íþróttamannsins: Mattheusarguðspjallið og brennimerkt börn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Keppt í skemmtigarði á næstu Ólympíuleikum „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Besta kvenna og umspil NBA Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Sjá meira