Tom Cruise og allir hinir 16. júní 2012 06:00 Tom Cruise kom til landsins í vikunni. Hann leikur aðalhlutverkið í stórmyndinni Oblivion, sem verður tekin upp að hluta hér á landi í sumar. Fjölmiðlar fjalla um hvert fótmál leikarans og ljóstra upp um dvalarstað hans með slíkri nákvæmni að ráðvilltar smástúlkur hugsa sér gott til glóðarinnar og mæta jafnvel á staðinn í von um að fá að baða sig í frægðarljóma stórstjörnunnar. Er ekki hægt að láta manninn í friði? Þetta minnir mig á þegar ég var að spila á Iceland Airwaves og beið baksviðs eftir söngkonunni og Hollywood-stjörnunni Juliette Lewis, fyrrverandi kærustu Brad Pitt, sem var væntanleg ásamt hljómsveit. Risavaxnir dyraverðirnir þurftu ekki að segja mér tvisvar að láta mig hverfa. Ég segi nú bara eins og Iggy Pop sagði við mig í Leifsstöð árið 2006: „Góðan daginn!" Við verðum að læra að umgangast fræga fólkið. Mark Wahlberg hefði t.d. skellt á mig þegar ég tók símaviðtal við hann á dögunum, ef ég hefði ekki kunnað að haga mér. Þegar ég var búinn að fá bráðnauðsynlegar upplýsingar um kvikmyndina Contraband lét ég mér nægja að spjalla í tíu til tuttugu mínútur áður en ég hleypti honum aftur í vinnuna. Hann var reyndar örlítið þurr á manninn og ég sagði Balta (Baltasar Kormáki leikstjóra) það en Wahlberg talaði reyndar vel um Darra (Ólaf Darra leikara). Frægt fólk verður að geta átt athvarf á Íslandi — griðastað sem það getur heimsótt og fengið að vera í friði. Það er ekkert kúl við að sitja um stjörnur í von um að fá að líta þær augum. Leikarinn Viggo Mortensen var alveg sammála mér um það þegar ég hitti hann á Patró fyrir tveimur árum. Þar var hann algjörlega látinn í friði, enda kunna Patreksfirðingar að taka á móti fólki! — og elda fisk, en Viggo gæddi sér einmitt á þorski og horfði á leik í Meistaradeildinni. Loks þurfum við að láta slúðrið eiga sig. Hvað kemur það okkur við þótt sumar stjörnur kjósi að kanna lystisemdir holdsins á meðan á dvöl þeirra á landinu stendur? Þó að söngvarinn í hljómsveitinni Incubus hafi lent í óvæntu ástarævintýri í sturtu Laugardalshallar og að gítarleikari Korn hafi glatað gítar eftir villt teiti sem fór úr böndunum. Það er algjör óþarfi að dreifa slíku slúðri. Gerard Butler, kviðmágur minn, myndi taka undir það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Fannar Bjarkason Bakþankar Skoðanir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun
Tom Cruise kom til landsins í vikunni. Hann leikur aðalhlutverkið í stórmyndinni Oblivion, sem verður tekin upp að hluta hér á landi í sumar. Fjölmiðlar fjalla um hvert fótmál leikarans og ljóstra upp um dvalarstað hans með slíkri nákvæmni að ráðvilltar smástúlkur hugsa sér gott til glóðarinnar og mæta jafnvel á staðinn í von um að fá að baða sig í frægðarljóma stórstjörnunnar. Er ekki hægt að láta manninn í friði? Þetta minnir mig á þegar ég var að spila á Iceland Airwaves og beið baksviðs eftir söngkonunni og Hollywood-stjörnunni Juliette Lewis, fyrrverandi kærustu Brad Pitt, sem var væntanleg ásamt hljómsveit. Risavaxnir dyraverðirnir þurftu ekki að segja mér tvisvar að láta mig hverfa. Ég segi nú bara eins og Iggy Pop sagði við mig í Leifsstöð árið 2006: „Góðan daginn!" Við verðum að læra að umgangast fræga fólkið. Mark Wahlberg hefði t.d. skellt á mig þegar ég tók símaviðtal við hann á dögunum, ef ég hefði ekki kunnað að haga mér. Þegar ég var búinn að fá bráðnauðsynlegar upplýsingar um kvikmyndina Contraband lét ég mér nægja að spjalla í tíu til tuttugu mínútur áður en ég hleypti honum aftur í vinnuna. Hann var reyndar örlítið þurr á manninn og ég sagði Balta (Baltasar Kormáki leikstjóra) það en Wahlberg talaði reyndar vel um Darra (Ólaf Darra leikara). Frægt fólk verður að geta átt athvarf á Íslandi — griðastað sem það getur heimsótt og fengið að vera í friði. Það er ekkert kúl við að sitja um stjörnur í von um að fá að líta þær augum. Leikarinn Viggo Mortensen var alveg sammála mér um það þegar ég hitti hann á Patró fyrir tveimur árum. Þar var hann algjörlega látinn í friði, enda kunna Patreksfirðingar að taka á móti fólki! — og elda fisk, en Viggo gæddi sér einmitt á þorski og horfði á leik í Meistaradeildinni. Loks þurfum við að láta slúðrið eiga sig. Hvað kemur það okkur við þótt sumar stjörnur kjósi að kanna lystisemdir holdsins á meðan á dvöl þeirra á landinu stendur? Þó að söngvarinn í hljómsveitinni Incubus hafi lent í óvæntu ástarævintýri í sturtu Laugardalshallar og að gítarleikari Korn hafi glatað gítar eftir villt teiti sem fór úr böndunum. Það er algjör óþarfi að dreifa slíku slúðri. Gerard Butler, kviðmágur minn, myndi taka undir það.