Öld kvíða og kameljóna Jón Ormur Halldórsson skrifar 28. júní 2012 06:00 Aldir mannsins eru mislangar. Hún virkaði frekar stutt þessi síðasta. Nú þegar hún er liðin nefna menn hana öld bjartsýninnar. Þá eiga þeir við þessa stund sem leið frá því Berlínarmúrinn féll fyrir ríflega tveimur áratugum síðan og þar til að yfirstandandi ósköp byrjuðu fyrir fjórum árum eða svo. Öld bjartsýninnarÞað er ekki nema von að þessi stutta öld hafi fengið þetta nafn. Aldrei í sögunni hefur maðurinn skapað önnur eins veraldarverðmæti. Aldrei óx þekking jafn ört og aldrei skilaði aukin kunnátta öðrum eins árangri fyrir svo marga. Þetta snerist heldur ekki einungis um efnisleg gæði. Heimsbyggðin tengdist saman með alveg nýjum hætti á fáeinum árum. Fleiri nutu friðar, upplýsingar, vaxandi gengis og frelsis en nokkru sinni áður. Mannréttindi, frelsi og lýðræði voru í dæmalausri sókn um nær alla veröld. Hugsjónir jafnréttis unnu undurskjóta og sögulega sigra á tregðu og árþúsunda kjánaskap. Opnun samfélagaKannski var það opnun heimsins og aukin opnun flestra samfélaga mannsins sem var hið stóra einkenni þessa tíma. Og eitt leiðir af öðru. Opnun er jafnan greiðasta leiðin til veraldlegrar sem andlegrar grósku. Hún er stundum fyrsta forsenda slíkra hluta. Trú á framtíðina er hins vegar oft ekki aðeins afleiðing opnunar á samfélögum mannsins heldur líka forsenda hennar. Oft er erfitt að greina hvort kemur á undan. Hitt er einfalt að sjá að kvíði fyrir framtíðinni kallar á lokun og landamæri. ViðsnúningurOg nú virðist öld kvíðans hafa tekið við. Sjálfskipaðir dyraverðir heimsins eru komnir í sína galla. Maðurinn sem var líklega fyrstur til að kalla nýgengið skeið „öld bjartsýninnar", breski dálkahöfundurinn Gideon Rachman, notar hugtakið „núll summu framtíð" um það sem nú er að taka við. Hann segir að nýliðin bjartsýni hafi byggst á því að svo margt sýndist samtímis nær öllum ríkjum í hag. Nú telji menn hins vegar sífellt oftar að ávinningur eins sé annars tap. Meðal dæma sem hann notar um þetta má nefna tvö. Vöxtur efnahagslífs í Kína sýnist ekki lengur endilega Bandaríkjunum í hag. Rök samrunans í Evrópu voru að allir högnuðust á honum en nú ríkir ótti um að akkur eins verði annars fórn. Hvort tveggja og margt af sama tagi má lesa hvern dag í blöðum heimsins. Öld kvíðaLeikurinn hefur auðvitað ekki snúist svo gersamlega að vinningur eins sé í reyndinni oftast annars tap. Mat á því er oftast spurning um traust. En þetta er skynjun margra. Vegna þess að traustið hefur þorrið. Og það hefur sín áhrif hver sem sannleikurinn er. Hitt er víst að okkar tíma verður ekki lengur lýst sem öld bjartsýni. Kvíði hefur tekið við. Menn vilja nú hið þekkta og það nálæga í stað allrar óvissu. Þeir vilja loka að sér. Stemmning stundarinnarUm leið, og líklega ótengt þessu, hefur pólitíkin breyst vegna þróunar í samskiptatækni sem áður knúði bjartsýni og opnun en eykur nú líka vantraust og kvíða. Svo virðist nefnilega sem nýju samskiptamiðlarnir hafi dregið úr möguleikum stjórnmálamanna til langtímahugsunar. Þetta var svo sem aldrei hin sterka hlið þeirrar stéttar en fáir virðast þora öðru nú til dags en að hlusta eftir stemmn-ingu stundarinnar. Alvörumenn í þessum bransa liggja auðvitað ekki sjálfir á netinu en þeim berast upplýsingar frá einni stund til annarrar um stemmninguna. Þetta er eitt afbrigði af lýðræði og í bili er það svo vinsælt að gagnrýni á það er umsvifalaust fordæmd og gerð tortryggileg. Og þar liggur hundurinn grafinn. Stemmning stundarinnar er ekki ígrundað fyrirbæri. Eiginlega eðli málsins samkvæmt. VinsældahyggjaHugtakið „vinsældahyggja" hefur aðeins gert vart við sig í pólitískri orðræðu að undanförnu. Bandaríski dálkahöfundurinn Thomas Friedman kallaði þetta nýlega „ofurhugmyndafræði" samtímans. En hann spurði um leið hver ætti að veita leiðsögn ef allir væru að elta stemmninguna. Einmitt nú þegar óvinsælla og framsýnna ákvarðana væri alls staðar þörf. Hann stakk upp á því að menn prófuðu að segja sannleikann. Það fyrirbæri hefur sinn galdur eins og sumir vita. Öld kameljónaKameljónið hefur þá náttúru að vera alltaf samlitt umhverfi sínu, hvernig sem umhverfið breytist. Skoðanafesta er ekki alltaf af hinu góða og lýsir oft tregðu við lærdóm eða sálrænni þrá eftir festu meira en yfirvegaðri skynsemi. Það er hins vegar ekki gott ef menn tileinka sér eiginleika kameljónsins. Síst á tímum óvissu og vandræða því slík staða krefst allt annarra eiginleika hjá ábyrgu fólki en að vera alltaf samlitt umhverfinu. Hiti augnabliksinsNauðsyn á óvinsælum ákvörðunum er einmitt eitt helsta einkenni erfiðra tíma. En þær sýnast svik ef öðru var lofað. Churchill lofaði blóði, striti, svita og tárum og fékk alla með sér. Sannleikurinn hefur þessa sérstöku töfra. Tæknin sem menn hafa enn ekki lært að nota býr hins vegar til kjörlendi fyrir þá sem eiga hægara með spuna en sannleika. Það er varla tilviljun að samtímis um allan heim er vaxandi fyrirlitning fólks á stjórnmálum orðin að mikilli ógn við lýðræðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ormur Halldórsson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun
Aldir mannsins eru mislangar. Hún virkaði frekar stutt þessi síðasta. Nú þegar hún er liðin nefna menn hana öld bjartsýninnar. Þá eiga þeir við þessa stund sem leið frá því Berlínarmúrinn féll fyrir ríflega tveimur áratugum síðan og þar til að yfirstandandi ósköp byrjuðu fyrir fjórum árum eða svo. Öld bjartsýninnarÞað er ekki nema von að þessi stutta öld hafi fengið þetta nafn. Aldrei í sögunni hefur maðurinn skapað önnur eins veraldarverðmæti. Aldrei óx þekking jafn ört og aldrei skilaði aukin kunnátta öðrum eins árangri fyrir svo marga. Þetta snerist heldur ekki einungis um efnisleg gæði. Heimsbyggðin tengdist saman með alveg nýjum hætti á fáeinum árum. Fleiri nutu friðar, upplýsingar, vaxandi gengis og frelsis en nokkru sinni áður. Mannréttindi, frelsi og lýðræði voru í dæmalausri sókn um nær alla veröld. Hugsjónir jafnréttis unnu undurskjóta og sögulega sigra á tregðu og árþúsunda kjánaskap. Opnun samfélagaKannski var það opnun heimsins og aukin opnun flestra samfélaga mannsins sem var hið stóra einkenni þessa tíma. Og eitt leiðir af öðru. Opnun er jafnan greiðasta leiðin til veraldlegrar sem andlegrar grósku. Hún er stundum fyrsta forsenda slíkra hluta. Trú á framtíðina er hins vegar oft ekki aðeins afleiðing opnunar á samfélögum mannsins heldur líka forsenda hennar. Oft er erfitt að greina hvort kemur á undan. Hitt er einfalt að sjá að kvíði fyrir framtíðinni kallar á lokun og landamæri. ViðsnúningurOg nú virðist öld kvíðans hafa tekið við. Sjálfskipaðir dyraverðir heimsins eru komnir í sína galla. Maðurinn sem var líklega fyrstur til að kalla nýgengið skeið „öld bjartsýninnar", breski dálkahöfundurinn Gideon Rachman, notar hugtakið „núll summu framtíð" um það sem nú er að taka við. Hann segir að nýliðin bjartsýni hafi byggst á því að svo margt sýndist samtímis nær öllum ríkjum í hag. Nú telji menn hins vegar sífellt oftar að ávinningur eins sé annars tap. Meðal dæma sem hann notar um þetta má nefna tvö. Vöxtur efnahagslífs í Kína sýnist ekki lengur endilega Bandaríkjunum í hag. Rök samrunans í Evrópu voru að allir högnuðust á honum en nú ríkir ótti um að akkur eins verði annars fórn. Hvort tveggja og margt af sama tagi má lesa hvern dag í blöðum heimsins. Öld kvíðaLeikurinn hefur auðvitað ekki snúist svo gersamlega að vinningur eins sé í reyndinni oftast annars tap. Mat á því er oftast spurning um traust. En þetta er skynjun margra. Vegna þess að traustið hefur þorrið. Og það hefur sín áhrif hver sem sannleikurinn er. Hitt er víst að okkar tíma verður ekki lengur lýst sem öld bjartsýni. Kvíði hefur tekið við. Menn vilja nú hið þekkta og það nálæga í stað allrar óvissu. Þeir vilja loka að sér. Stemmning stundarinnarUm leið, og líklega ótengt þessu, hefur pólitíkin breyst vegna þróunar í samskiptatækni sem áður knúði bjartsýni og opnun en eykur nú líka vantraust og kvíða. Svo virðist nefnilega sem nýju samskiptamiðlarnir hafi dregið úr möguleikum stjórnmálamanna til langtímahugsunar. Þetta var svo sem aldrei hin sterka hlið þeirrar stéttar en fáir virðast þora öðru nú til dags en að hlusta eftir stemmn-ingu stundarinnar. Alvörumenn í þessum bransa liggja auðvitað ekki sjálfir á netinu en þeim berast upplýsingar frá einni stund til annarrar um stemmninguna. Þetta er eitt afbrigði af lýðræði og í bili er það svo vinsælt að gagnrýni á það er umsvifalaust fordæmd og gerð tortryggileg. Og þar liggur hundurinn grafinn. Stemmning stundarinnar er ekki ígrundað fyrirbæri. Eiginlega eðli málsins samkvæmt. VinsældahyggjaHugtakið „vinsældahyggja" hefur aðeins gert vart við sig í pólitískri orðræðu að undanförnu. Bandaríski dálkahöfundurinn Thomas Friedman kallaði þetta nýlega „ofurhugmyndafræði" samtímans. En hann spurði um leið hver ætti að veita leiðsögn ef allir væru að elta stemmninguna. Einmitt nú þegar óvinsælla og framsýnna ákvarðana væri alls staðar þörf. Hann stakk upp á því að menn prófuðu að segja sannleikann. Það fyrirbæri hefur sinn galdur eins og sumir vita. Öld kameljónaKameljónið hefur þá náttúru að vera alltaf samlitt umhverfi sínu, hvernig sem umhverfið breytist. Skoðanafesta er ekki alltaf af hinu góða og lýsir oft tregðu við lærdóm eða sálrænni þrá eftir festu meira en yfirvegaðri skynsemi. Það er hins vegar ekki gott ef menn tileinka sér eiginleika kameljónsins. Síst á tímum óvissu og vandræða því slík staða krefst allt annarra eiginleika hjá ábyrgu fólki en að vera alltaf samlitt umhverfinu. Hiti augnabliksinsNauðsyn á óvinsælum ákvörðunum er einmitt eitt helsta einkenni erfiðra tíma. En þær sýnast svik ef öðru var lofað. Churchill lofaði blóði, striti, svita og tárum og fékk alla með sér. Sannleikurinn hefur þessa sérstöku töfra. Tæknin sem menn hafa enn ekki lært að nota býr hins vegar til kjörlendi fyrir þá sem eiga hægara með spuna en sannleika. Það er varla tilviljun að samtímis um allan heim er vaxandi fyrirlitning fólks á stjórnmálum orðin að mikilli ógn við lýðræðið.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun