Svo var barinn opnaður Sif Sigmarsdóttir skrifar 5. júlí 2012 06:00 Hvenær ætlið þið að borga?" hrópaði róninn sem ég spjallaði við fyrir utan ráðstefnuhúsið í Cannes þegar ég sagðist koma frá Íslandi. Ég mældi göturnar meðan eiginmaðurinn sótti þar auglýsingaráðstefnuna Cannes Lion. Það kom á mig fát. Ég hafði staðið í þeirri trú að í augum alþjóðasamfélagsins værum við Íslendingar krúttlega smáþjóðin sem þekkt er fyrir fagra náttúru, glæsilegar konur og Björk. Ég hélt að allir væru löngu búnir að gleyma Icesave. Inni í ráðstefnuhúsinu kvað við kurteisari tón. „Aha, þú kemur frá Íslandi: fegurð, náttúra, Björk…" Eiginmaðurinn kinkaði kolli, upp með sér yfir að vera frá þessu virta landi. En svo var barinn opnaður. Það tók ekki marga drykki fyrir hið raunverulega álit auglýsingabransans að fljóta upp á yfirborðið: „Hvenær ætlið þið svo að borga?" Margir virðast standa í þeirri trú að nýendurkjörinn forseti Íslands hafi bjargað okkur Íslendingum frá skuldabagga sem kenndur er við Icesave. Það gleymist hins vegar oft að málinu er hvergi nærri lokið. Svo kann að fara að ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar um að synja lögum um Icesave staðfestingar leiði af sér meiri kostnað en samningaleiðin hefði haft í för með sér. Eina afleiðingu ákvörðunar forsetans er auk þess erfitt að meta til fjár: Orðstír Íslands á alþjóðavettvangi er laskaður. Við erum álitin ein af óreiðuþjóðum Evrópu. Þjóðin sem neitar að borga. Á Cannes Lion auglýsingaráðstefnunni voru til umfjöllunar þó nokkur markaðsátök landa sem þurfa andlitslyftingar við þegar kemur að ímyndinni. Í kjölfar jarðskjálftans í Japan árið 2011 varð veraldarvefurinn skyndilega krökkur af ljósmyndum af afleiðingum náttúruhamfaranna. Til að bregðast við þessu íhuga Japanir að bjóða túristum sem heimsækja landið nokkurra mínútna ókeypis internetaðgang fyrir hverja mynd sem þeir deila á vefnum í fríinu. Vonin er sú að ljósmyndir af brosmildum ferðalöngum í fallegu umhverfi með sushi í annarri hendi og hrísgrjónavín í hinni flæði yfir netið og skoli burt eyðileggingunni. Andlitslyfting okkar Íslendinga var einnig verðlaunuð á ráðstefnunni. Markaðsátakið Inspired by Iceland hlaut gull fyrir herferð sem gekk út á að fá Íslendinga til að bjóða útlendingum heim til sín. Inspired by Iceland er frábært framtak. Eina leiðin til að endurheimta orðstírinn er hins vegar að ljúka Icesave með reisn. Sjálfum finnst okkur við rosa krúttleg þar sem við – litla, flippaða smáþjóðin – rífum kjaft og gefum Evrópu fingurinn; Davíð gegn Golíat; Ólafur Ragnar gegn bolabítum heimspressunnar. Það finnst hins vegar engum öðrum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Hvenær ætlið þið að borga?" hrópaði róninn sem ég spjallaði við fyrir utan ráðstefnuhúsið í Cannes þegar ég sagðist koma frá Íslandi. Ég mældi göturnar meðan eiginmaðurinn sótti þar auglýsingaráðstefnuna Cannes Lion. Það kom á mig fát. Ég hafði staðið í þeirri trú að í augum alþjóðasamfélagsins værum við Íslendingar krúttlega smáþjóðin sem þekkt er fyrir fagra náttúru, glæsilegar konur og Björk. Ég hélt að allir væru löngu búnir að gleyma Icesave. Inni í ráðstefnuhúsinu kvað við kurteisari tón. „Aha, þú kemur frá Íslandi: fegurð, náttúra, Björk…" Eiginmaðurinn kinkaði kolli, upp með sér yfir að vera frá þessu virta landi. En svo var barinn opnaður. Það tók ekki marga drykki fyrir hið raunverulega álit auglýsingabransans að fljóta upp á yfirborðið: „Hvenær ætlið þið svo að borga?" Margir virðast standa í þeirri trú að nýendurkjörinn forseti Íslands hafi bjargað okkur Íslendingum frá skuldabagga sem kenndur er við Icesave. Það gleymist hins vegar oft að málinu er hvergi nærri lokið. Svo kann að fara að ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar um að synja lögum um Icesave staðfestingar leiði af sér meiri kostnað en samningaleiðin hefði haft í för með sér. Eina afleiðingu ákvörðunar forsetans er auk þess erfitt að meta til fjár: Orðstír Íslands á alþjóðavettvangi er laskaður. Við erum álitin ein af óreiðuþjóðum Evrópu. Þjóðin sem neitar að borga. Á Cannes Lion auglýsingaráðstefnunni voru til umfjöllunar þó nokkur markaðsátök landa sem þurfa andlitslyftingar við þegar kemur að ímyndinni. Í kjölfar jarðskjálftans í Japan árið 2011 varð veraldarvefurinn skyndilega krökkur af ljósmyndum af afleiðingum náttúruhamfaranna. Til að bregðast við þessu íhuga Japanir að bjóða túristum sem heimsækja landið nokkurra mínútna ókeypis internetaðgang fyrir hverja mynd sem þeir deila á vefnum í fríinu. Vonin er sú að ljósmyndir af brosmildum ferðalöngum í fallegu umhverfi með sushi í annarri hendi og hrísgrjónavín í hinni flæði yfir netið og skoli burt eyðileggingunni. Andlitslyfting okkar Íslendinga var einnig verðlaunuð á ráðstefnunni. Markaðsátakið Inspired by Iceland hlaut gull fyrir herferð sem gekk út á að fá Íslendinga til að bjóða útlendingum heim til sín. Inspired by Iceland er frábært framtak. Eina leiðin til að endurheimta orðstírinn er hins vegar að ljúka Icesave með reisn. Sjálfum finnst okkur við rosa krúttleg þar sem við – litla, flippaða smáþjóðin – rífum kjaft og gefum Evrópu fingurinn; Davíð gegn Golíat; Ólafur Ragnar gegn bolabítum heimspressunnar. Það finnst hins vegar engum öðrum.
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun