Manninum sem grunaður er um að hafa nauðgað konu á Bestu útihátíðinni hefur verið sleppt úr haldi lögreglu. Rannsóknardeild lögreglunnar á Selfossi fer með málið.
Nauðgunin var kærð aðfaranótt laugardags. Konan var flutt á Neyðarmóttöku fórnarlamba fyrir kynferðisafbrot í Reykjavík. Bæði brotaþoli og árásarmaðurinn eru á þrítugsaldri. Málið er enn í rannsókn og bíður lögregla eftir niðurstöðum úr rannsóknum og frekari gögnum.- bþh

