Kátir og klúrir Klaufar Trausti Júlíusson skrifar 2. ágúst 2012 21:00 Tónlist. Klaufar. Óbyggðir. Kántríhljómsveitin Klaufar er búin að vera starfandi síðan árið 2006 og á að baki tvær plötur, Hamingjan er björt (2007) og Síðasti mjói Kaninn (2008). Á þeim báðum voru kántrískotnar útgáfur af íslenskum poppslögurum. Á þriðju plötu sinni, Óbyggðum, hafa Klaufarnir sett markið hærra. Á henni eru nær eingöngu ný frumsamin lög og textar. Um alla textana nema einn sér Skerjafjarðarskáldið Kristján Hreinsson, en textinn við lagið Ást og áfengi er eftir gamla Ríó Tríó hirðskáldið Jónas Friðrik. Lögin eru svo eftir nokkra höfunda. Þar á meðal textahöfundinn Kristján og Guðmund Annas Árnason Klaufasöngvara. Auk hljómsveitarmeðlima koma margir gestir við sögu, þar á meðal Magnúsarnir Kjartansson og Eiríksson og Selma Björnsdóttir sem syngur lagið Aldrei segja aldrei með Guðmundi. Tónlistin á Óbyggðum er íslenskt kántrípopp. Stemningin á plötunni minnir svolítið á gamlar íslenskar stuð- og sveitaballagrúppur: Það er sungið um vín og víf, skálað og slegist. Klaufar eru líka stundum klúrir og grípa tækifærið til að vera tvíræðir. Þetta er ágætis gleðipoppplata. Lögin eru mörg fín og þó að Klaufar séu ekki að gera neitt nýtt þá gera þeir vel það sem þeir eru að gera. Á heildina litið þokkalegasta poppplata. Niðurstaða: Kántrískotið íslenskt gleðipopp. Mest lesið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Lífið samstarf Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Tónlist. Klaufar. Óbyggðir. Kántríhljómsveitin Klaufar er búin að vera starfandi síðan árið 2006 og á að baki tvær plötur, Hamingjan er björt (2007) og Síðasti mjói Kaninn (2008). Á þeim báðum voru kántrískotnar útgáfur af íslenskum poppslögurum. Á þriðju plötu sinni, Óbyggðum, hafa Klaufarnir sett markið hærra. Á henni eru nær eingöngu ný frumsamin lög og textar. Um alla textana nema einn sér Skerjafjarðarskáldið Kristján Hreinsson, en textinn við lagið Ást og áfengi er eftir gamla Ríó Tríó hirðskáldið Jónas Friðrik. Lögin eru svo eftir nokkra höfunda. Þar á meðal textahöfundinn Kristján og Guðmund Annas Árnason Klaufasöngvara. Auk hljómsveitarmeðlima koma margir gestir við sögu, þar á meðal Magnúsarnir Kjartansson og Eiríksson og Selma Björnsdóttir sem syngur lagið Aldrei segja aldrei með Guðmundi. Tónlistin á Óbyggðum er íslenskt kántrípopp. Stemningin á plötunni minnir svolítið á gamlar íslenskar stuð- og sveitaballagrúppur: Það er sungið um vín og víf, skálað og slegist. Klaufar eru líka stundum klúrir og grípa tækifærið til að vera tvíræðir. Þetta er ágætis gleðipoppplata. Lögin eru mörg fín og þó að Klaufar séu ekki að gera neitt nýtt þá gera þeir vel það sem þeir eru að gera. Á heildina litið þokkalegasta poppplata. Niðurstaða: Kántrískotið íslenskt gleðipopp.
Mest lesið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Lífið samstarf Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira