Formaður KKÍ: Þurfum að endurskoða vinnubrögð okkar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. júlí 2012 06:45 Hörður Axel tók félagslið fram yfir landsliðið. fréttablaðið/daníel Hörður Axel Vilhjálmsson, landsliðsmaður Íslands í körfubolta, hefur dregið sig úr æfingahópi íslenska landsliðsins sem tekur þátt í undankeppni Evrópumóts karlalandsliða í ágúst og september. Hörður heldur þess í stað til móts við félag sitt Mitteldeutscher BC í efstu deild þýska körfuboltans og æfir með liðinu á undirbúningstímabilinu. Átján manna æfingahópur Íslands, sem æfði af krafti í júní, hóf æfingar á nýjan leik í gær manni færri. Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, segist ekki reikna með að leikmaður verði kallaður inn í æfingahópinn í stað Harðar. Tólf leikmenn munu skipa lokahópinn sem spilar fyrir Íslands hönd í undankeppninni. Hannes segir stjórn KKÍ og afreksnefnd þurfa að endurskoða vinnubrögð sín. „Reglurnar hjá Körfuknattleikssambandi Evrópu (FIBA) eru þannig að við eigum leikmennina okkar yfir sumartímann. Þetta er spurning hversu mikið við viljum ganga á hag leikmannsins," segir Hannes. „Við ætlum ekki að standa í vegi fyrir Herði í þessu tilfelli en þetta er ekki í fyrsta skipti sem þetta gerist hjá okkur," bætir Hannes við og segir A-landsliðið auk yngri landsliða vera glugga fyrir leikmenn til að koma sér á framfæri erlendis. Þannig hafi margir íslenskir leikmenn komist í atvinnumennsku. „Við teljum það gott fyrir íslenskan körfubolta að eiga atvinnumenn og höfum því ekki staðið í vegi fyrir okkar leikmönnum. En við höfum heldur ekki átt marga atvinnumenn undanfarin ár," segir Hannes og bætir við að þó fjölgun þeirra sé mikið fagnaðarefni fyrir íslenskan körfuknattleik megi það ekki koma niður á landsliðinu. Í vöxt hefur færst hjá atvinnumönnum í íþróttum undanfarin ár að gefa ekki kost á sér í landslið þjóða sinna. Leikmenn fá laun sín greidd hjá félögum sínum sem óttast aukið álag og meiðslahættu sem fyrir er í landsliðsverkefnum leikmanna sinna. „Félögin geta ekki sett leikmönnum sínum afarkosti. Auðvitað er þetta á endanum persónuleg ákvörðun hvers og eins leikmanns," segir Hannes sem er þó meðvitaður um að leikmenn séu oftar en ekki undir mikilli pressu frá félögum sínum. Dominos-deild karla Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar Sport Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Sjá meira
Hörður Axel Vilhjálmsson, landsliðsmaður Íslands í körfubolta, hefur dregið sig úr æfingahópi íslenska landsliðsins sem tekur þátt í undankeppni Evrópumóts karlalandsliða í ágúst og september. Hörður heldur þess í stað til móts við félag sitt Mitteldeutscher BC í efstu deild þýska körfuboltans og æfir með liðinu á undirbúningstímabilinu. Átján manna æfingahópur Íslands, sem æfði af krafti í júní, hóf æfingar á nýjan leik í gær manni færri. Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, segist ekki reikna með að leikmaður verði kallaður inn í æfingahópinn í stað Harðar. Tólf leikmenn munu skipa lokahópinn sem spilar fyrir Íslands hönd í undankeppninni. Hannes segir stjórn KKÍ og afreksnefnd þurfa að endurskoða vinnubrögð sín. „Reglurnar hjá Körfuknattleikssambandi Evrópu (FIBA) eru þannig að við eigum leikmennina okkar yfir sumartímann. Þetta er spurning hversu mikið við viljum ganga á hag leikmannsins," segir Hannes. „Við ætlum ekki að standa í vegi fyrir Herði í þessu tilfelli en þetta er ekki í fyrsta skipti sem þetta gerist hjá okkur," bætir Hannes við og segir A-landsliðið auk yngri landsliða vera glugga fyrir leikmenn til að koma sér á framfæri erlendis. Þannig hafi margir íslenskir leikmenn komist í atvinnumennsku. „Við teljum það gott fyrir íslenskan körfubolta að eiga atvinnumenn og höfum því ekki staðið í vegi fyrir okkar leikmönnum. En við höfum heldur ekki átt marga atvinnumenn undanfarin ár," segir Hannes og bætir við að þó fjölgun þeirra sé mikið fagnaðarefni fyrir íslenskan körfuknattleik megi það ekki koma niður á landsliðinu. Í vöxt hefur færst hjá atvinnumönnum í íþróttum undanfarin ár að gefa ekki kost á sér í landslið þjóða sinna. Leikmenn fá laun sín greidd hjá félögum sínum sem óttast aukið álag og meiðslahættu sem fyrir er í landsliðsverkefnum leikmanna sinna. „Félögin geta ekki sett leikmönnum sínum afarkosti. Auðvitað er þetta á endanum persónuleg ákvörðun hvers og eins leikmanns," segir Hannes sem er þó meðvitaður um að leikmenn séu oftar en ekki undir mikilli pressu frá félögum sínum.
Dominos-deild karla Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar Sport Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins