Vonir og væntingar Brynhildur Björnsdóttir skrifar 4. ágúst 2012 06:00 Það var á Bindindismótinu í Galtalæk 1986 sem Greifarnir léku lagið Útihátíð í fyrsta sinn um verslunarmannahelgi og meitluðu í tón um eilífð stemninguna þessa fyrstu helgi í ágúst, sem er jafnframt síðasta helgi í sumarleyfi hjá mörgum og stærsta ferða-, útihátíða- og áfengisneysluhelgi ársins hjá öllum, að minnsta kosti að meðaltali. Ég man þetta af því þetta var mín fyrsta og síðasta útihátíð. Síðan hef ég reynt að eyða verslunarmannahelgum, sem og flestum öðrum dögum ársins, í tæri við kranavatn, heitt og kalt, útveggi og kaffivélar og ekki innan um of margt fólk. En það er bara ég og ég fagna þeim sem streymdu út úr bæjum og borgum í gær á hátíðasvæði eða sumarbústaði og vona að þeir skemmti sér vel. Þegar sumarið kemur með sínar björtu nætur í júníbyrjun eru væntingar miklar eftir langan vetur. Skemmtun á að vera meiri en áður hefur þekkst, ástin að blómstra og lífið ýmist að byrja eða halda áfram. Um verslunarmannahelgi er sumrinu að ljúka, nætur teknar að dökkna og síðustu forvöð að kreista gefin loforð út úr sumrinu. Inn í þessa þrjá daga á að koma svo mörgum upplifunum að afar hægt er að svelgjast á. Meira áfengi er keypt en fyrir allar aðrar helgar og drukkið hratt og hressilega svo fljóti út um eyru og nef og grillkjötkveðjuhátíð við hvert tjald og hjólhýsi á hverju kvöldi, karnival marineringarinnar og holulambsins. Sólin, fríið og áhyggjuleysið kvatt með einni hressilegri flugeldasýningu áður en alvara haustsins tekur við. Uppi á palli, inni í tjaldi, úti í fljóti… Sjálf ætla ég að vera heima. Ég ætla að njóta sólríkra morgna á svölunum með undursamlegan kaffibolla eða þrjá og fylgjast með þröstunum tína ber af trjánum í friði og spekt frá köttum hverfisins sem ná ekki upp á toppinn heldur verða að láta sér nægja að mæna löngunaraugum upp í greinarnar. Ég ætla að njóta þagnarinnar frá kyrrum görðum og fjarverandi fólki. Ég ætla að hjóla mann- og bíllausar göturnar miðjar, dansa hægfara og tignarlegt konga niður auðan Laugaveginn og leika hafmeyju ein í Laugardalslauginni. Ég ætla að klappa öllum dýrunum í Húsdýragarðinum og prófa öll tækin. Alls staðar næg ókeypis bílastæði. Brynhildur var ein í heiminum. Allir aðrir voru út úr bænum. Í raunveruleikanum verð ég sennilega í Kolaportinu að berjast við túrista um síðasta harðfiskpakkann. En vonandi skemmtum við okkur vel. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Það var á Bindindismótinu í Galtalæk 1986 sem Greifarnir léku lagið Útihátíð í fyrsta sinn um verslunarmannahelgi og meitluðu í tón um eilífð stemninguna þessa fyrstu helgi í ágúst, sem er jafnframt síðasta helgi í sumarleyfi hjá mörgum og stærsta ferða-, útihátíða- og áfengisneysluhelgi ársins hjá öllum, að minnsta kosti að meðaltali. Ég man þetta af því þetta var mín fyrsta og síðasta útihátíð. Síðan hef ég reynt að eyða verslunarmannahelgum, sem og flestum öðrum dögum ársins, í tæri við kranavatn, heitt og kalt, útveggi og kaffivélar og ekki innan um of margt fólk. En það er bara ég og ég fagna þeim sem streymdu út úr bæjum og borgum í gær á hátíðasvæði eða sumarbústaði og vona að þeir skemmti sér vel. Þegar sumarið kemur með sínar björtu nætur í júníbyrjun eru væntingar miklar eftir langan vetur. Skemmtun á að vera meiri en áður hefur þekkst, ástin að blómstra og lífið ýmist að byrja eða halda áfram. Um verslunarmannahelgi er sumrinu að ljúka, nætur teknar að dökkna og síðustu forvöð að kreista gefin loforð út úr sumrinu. Inn í þessa þrjá daga á að koma svo mörgum upplifunum að afar hægt er að svelgjast á. Meira áfengi er keypt en fyrir allar aðrar helgar og drukkið hratt og hressilega svo fljóti út um eyru og nef og grillkjötkveðjuhátíð við hvert tjald og hjólhýsi á hverju kvöldi, karnival marineringarinnar og holulambsins. Sólin, fríið og áhyggjuleysið kvatt með einni hressilegri flugeldasýningu áður en alvara haustsins tekur við. Uppi á palli, inni í tjaldi, úti í fljóti… Sjálf ætla ég að vera heima. Ég ætla að njóta sólríkra morgna á svölunum með undursamlegan kaffibolla eða þrjá og fylgjast með þröstunum tína ber af trjánum í friði og spekt frá köttum hverfisins sem ná ekki upp á toppinn heldur verða að láta sér nægja að mæna löngunaraugum upp í greinarnar. Ég ætla að njóta þagnarinnar frá kyrrum görðum og fjarverandi fólki. Ég ætla að hjóla mann- og bíllausar göturnar miðjar, dansa hægfara og tignarlegt konga niður auðan Laugaveginn og leika hafmeyju ein í Laugardalslauginni. Ég ætla að klappa öllum dýrunum í Húsdýragarðinum og prófa öll tækin. Alls staðar næg ókeypis bílastæði. Brynhildur var ein í heiminum. Allir aðrir voru út úr bænum. Í raunveruleikanum verð ég sennilega í Kolaportinu að berjast við túrista um síðasta harðfiskpakkann. En vonandi skemmtum við okkur vel.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun