Matur

Borðaði lunda

Stuart Townsend, var á Íslandi um helgina og var hann duglegur að skrifa um ferð sína hingað til lands á samskiptavefnum Twitter.
Stuart Townsend, var á Íslandi um helgina og var hann duglegur að skrifa um ferð sína hingað til lands á samskiptavefnum Twitter.
Þrátt fyrir að óvæntur dúett stórleikarans Russells Crowe og pönkdrottningarinnar Patti Smith hafi stolið senunni á menningarnótt drukku fleiri kollegar þeirra úr heimi fræga fólksins í sig menninguna í Reykjavík um helgina.

Írski leikarinn og leikstjórinn Stuart Townsend var á Íslandi um helgina og var hann duglegur að skrifa um ferð sína hingað til lands á samskiptavefnum Twitter.

Hann ku hafa smakkað lunda og skemmt sér konunglega í Reykjavík á laugardagskvöld. Townsend er hvað frægastur fyrir að hafa verið giftur Hollywood-leikkonunni Charlize Theron til ársins 2010 en hún var einmitt hér á landi í fyrrasumar.








×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.