Breivik reyndi að ávarpa öfgamenn 25. ágúst 2012 00:15 Breivik og lögmenn hans hlýða á dómara lesa upp úrskurð sinn í gær. nordicphotos/AFP Norðmenn virðast almennt sáttir við dóminn yfir Anders Behring Breivik. Hann sjálfur ítrekar að hann viðurkenni ekki dómstólinn og neitar að áfrýja. Dómararnir telja litlar líkur á að hann verði hættuminni með árunum. Norski fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik brosti þegar dómstóll í Ósló sagðist hafa komist að þeirri niðurstöðu að hann væri sakhæfur og þyrfti að sitja inni í 10 til 21 ár, hið minnsta. Dómararnir voru nærri átta klukkutíma að lesa upp dóminn, sem er 106 blaðsíður. Þar er farið ítarlega yfir öll ákæruatriðin og sagt frá glæpum Breiviks, þegar hann myrti 77 manns þann 22. júlí á síðasta ári. Að loknum lestri dómaranna hugðist Breivik kveða sér hljóðs og ávarpa herskáa þjóðernissinna í Noregi og í Evrópu, en Wenche Elizabeth Arntzen dómari þaggaði strax niður í honum. Almennt virðast Norðmenn sáttir við niðurstöðu dómaranna. Behring fær þyngsta dóm sem norsk lög leyfa, og mun að öllum líkindum sitja í fangelsi til æviloka. Samkvæmt norskum lögum verður hægt að framlengja dóminn, fimm ár í senn, á meðan hann þykir hættulegur samfélaginu. Sjálfur virtist Breivik einnig nokkuð sáttur. „Hann hefur allan tímann haft trú á að hann yrði úrskurðaður sakhæfur,“ sagði Vibeke Hein Bæra, lögmaður Breiviks, í viðtali við norska sjónvarpið. Breivik ítrekaði hins vegar það sem hann sagði við upphaf réttarhaldanna, að hann viðurkenni ekki dómstólinn þar sem hann starfi í umboði stjórnmálaflokka sem styðja fjölmenningarhyggju. Hann sagðist því hvorki geta samþykkt né áfrýjað úrskurðinum. Ákæruvaldið tók sér hins vegar frest til að ákveða hvort dómnum yrði áfrýjað. Samkvæmt lögum er fresturinn tvær vikur. „Tilhugsunin um mikið ofbeldi og manndráp er greinilega örvandi fyrir hinn ákærða,“ segir í dómsúrskurðinum. Dómstóllinn tekur sérstaklega fram að litlar líkur séu til þess að hættan af honum minnki með árunum. „Þegar afplánun lýkur verður lýðræðið, sem hinn ákærði vill kollvarpa, áfram til staðar,“ segir í dómsúrskurðinum. „Í Noregi verða áfram innflytjendur af ólíkum uppruna, með ólíka menningu og ólík trúarbrögð. Hinn ákærði gaf fyrir rétti til kynna að hann myndi halda áfram pólitískri baráttu sinni innan fangelsismúranna. Að lokinni afplánun mun hinn ákærði að öllum líkindum áfram hafa vilja og getu til að fremja mörg og afar hrottafengin dráp.“ Hann verður því hafður í einangrun, að minnsta kosti næstu tíu árin, og hittir varla nokkurn mann nema fangaverðina. Hann hefur þrjá klefa til umráða. Hver þeirra er um það bil átta fermetrar. Í einum er rúm, í öðrum eru líkamsræktartæki en í þeim þriðja er skrifborð með tölvu, skrúfaðri fastri. Hann hefur ekki aðgang að neti, en getur komist út í lítinn afgirtan garð í að minnsta kosti klukkutíma á dag. [email protected] Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Trump titlar sig konung Erlent Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Erlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Traustið við frostmark Innlent Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Innlent Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Innlent Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Erlent Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Innlent Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Innlent Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Innlent Fleiri fréttir Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Sjá meira
Norðmenn virðast almennt sáttir við dóminn yfir Anders Behring Breivik. Hann sjálfur ítrekar að hann viðurkenni ekki dómstólinn og neitar að áfrýja. Dómararnir telja litlar líkur á að hann verði hættuminni með árunum. Norski fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik brosti þegar dómstóll í Ósló sagðist hafa komist að þeirri niðurstöðu að hann væri sakhæfur og þyrfti að sitja inni í 10 til 21 ár, hið minnsta. Dómararnir voru nærri átta klukkutíma að lesa upp dóminn, sem er 106 blaðsíður. Þar er farið ítarlega yfir öll ákæruatriðin og sagt frá glæpum Breiviks, þegar hann myrti 77 manns þann 22. júlí á síðasta ári. Að loknum lestri dómaranna hugðist Breivik kveða sér hljóðs og ávarpa herskáa þjóðernissinna í Noregi og í Evrópu, en Wenche Elizabeth Arntzen dómari þaggaði strax niður í honum. Almennt virðast Norðmenn sáttir við niðurstöðu dómaranna. Behring fær þyngsta dóm sem norsk lög leyfa, og mun að öllum líkindum sitja í fangelsi til æviloka. Samkvæmt norskum lögum verður hægt að framlengja dóminn, fimm ár í senn, á meðan hann þykir hættulegur samfélaginu. Sjálfur virtist Breivik einnig nokkuð sáttur. „Hann hefur allan tímann haft trú á að hann yrði úrskurðaður sakhæfur,“ sagði Vibeke Hein Bæra, lögmaður Breiviks, í viðtali við norska sjónvarpið. Breivik ítrekaði hins vegar það sem hann sagði við upphaf réttarhaldanna, að hann viðurkenni ekki dómstólinn þar sem hann starfi í umboði stjórnmálaflokka sem styðja fjölmenningarhyggju. Hann sagðist því hvorki geta samþykkt né áfrýjað úrskurðinum. Ákæruvaldið tók sér hins vegar frest til að ákveða hvort dómnum yrði áfrýjað. Samkvæmt lögum er fresturinn tvær vikur. „Tilhugsunin um mikið ofbeldi og manndráp er greinilega örvandi fyrir hinn ákærða,“ segir í dómsúrskurðinum. Dómstóllinn tekur sérstaklega fram að litlar líkur séu til þess að hættan af honum minnki með árunum. „Þegar afplánun lýkur verður lýðræðið, sem hinn ákærði vill kollvarpa, áfram til staðar,“ segir í dómsúrskurðinum. „Í Noregi verða áfram innflytjendur af ólíkum uppruna, með ólíka menningu og ólík trúarbrögð. Hinn ákærði gaf fyrir rétti til kynna að hann myndi halda áfram pólitískri baráttu sinni innan fangelsismúranna. Að lokinni afplánun mun hinn ákærði að öllum líkindum áfram hafa vilja og getu til að fremja mörg og afar hrottafengin dráp.“ Hann verður því hafður í einangrun, að minnsta kosti næstu tíu árin, og hittir varla nokkurn mann nema fangaverðina. Hann hefur þrjá klefa til umráða. Hver þeirra er um það bil átta fermetrar. Í einum er rúm, í öðrum eru líkamsræktartæki en í þeim þriðja er skrifborð með tölvu, skrúfaðri fastri. Hann hefur ekki aðgang að neti, en getur komist út í lítinn afgirtan garð í að minnsta kosti klukkutíma á dag. [email protected]
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Trump titlar sig konung Erlent Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Erlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Traustið við frostmark Innlent Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Innlent Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Innlent Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Erlent Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Innlent Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Innlent Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Innlent Fleiri fréttir Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Sjá meira