Algjörlega ódrepandi formúlu fylgt út í ystu æsar Skarphéðinn Guðmundsson skrifar 14. september 2012 16:00 Bíó. The Bourne Legacy. Leikstjóri: Tony Gilroy. Leikarar: Jeremy Renner, Rachel Weisz, Edward Norton, Stacy Keach. Bourne-myndirnar eru með betri spennumyndum síðari ára, loftþéttir og fullorðins njósnatryllar sem einkennst hafa af styrkri leikstjórn, góðum leikurum og útpældum handritum. Allt benti til þess að þriðja myndin Bourne Ultimatum markaði endalok sögunnar enda byggð á síðustu bókinni sem Robert Ludlum skrifaði sjálfur um Bourne. En nei, ekki í Hollywood, ekki þar sem góð formúla er ódrepandi. Og það gerir fjórða myndin svo sannarlega, fylgir formúlunni og gerir það býsna vel, þótt hún standi hinum þremur nokkuð að baki. Myndin er beint framhald þeirrar þriðju. Bourne er reyndar sjálfur á bak og burt en í hans stað er kominn til skjalanna kollegi hans Aaron Cross, annar útvalinn njósnari af sama meiði, leikinn af fantagóðum Jeremy Renner. Vegna afhjúpana Bourne sjá æðstu valdamenn öryggismála sig knúna til að leysa upp njósnahringinn sem Bourne og Cross tilheyra og útrýma honum. En Cross kemst undan yfirboðurum sínum og lendir í æsilegu kapphlaupi við tímann því hann hafði verið tilraunadýr sem gekk fyrir sérstökum lyfjakokteil sem gerir hann næsta ódauðlegan og ef hann fær ekki lyfið þá lamast heilastarfsemin með öllu. Það leynir sér ekki að fjórða myndin nýtur ekki góðs af afbragðs leikstjórum fyrri myndanna, Doug Liman og Paul Greengrass. Leikstjórinn Tony Gilroy, sem skrifað hefur handritið að öllum myndunum, er reyndar enginn aukvisi – leikstýrði m.a. Michael Clayton - en hér nær hann ekki sama flugi. Myndin er helst til of sein í gang, flókin og samofin sögu þriðju myndarinnar til að hún haldi nægilega vel. En fyrirtaks leikhópur, með þau Renner, Rachel Weisz og Edward Norton fremst í flokki, og meistaralega gerðar hasarsenur bjarga henni þó fyrir horn. Og þegar myndin nær loks flugi þá nær hún slíku háflugi að hugmyndin um fimmtu myndina virðist ekki lengur svo galin. Skyldi vinnutitillinn vera Bourne Again? Niðurstaða: Stendur fyrri myndunum að baki en engu að síður frambærilegur njósnatryllir sem byggir á óvenju traustri formúlu. Mest lesið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Hélt að hann væri George Clooney Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Bíó. The Bourne Legacy. Leikstjóri: Tony Gilroy. Leikarar: Jeremy Renner, Rachel Weisz, Edward Norton, Stacy Keach. Bourne-myndirnar eru með betri spennumyndum síðari ára, loftþéttir og fullorðins njósnatryllar sem einkennst hafa af styrkri leikstjórn, góðum leikurum og útpældum handritum. Allt benti til þess að þriðja myndin Bourne Ultimatum markaði endalok sögunnar enda byggð á síðustu bókinni sem Robert Ludlum skrifaði sjálfur um Bourne. En nei, ekki í Hollywood, ekki þar sem góð formúla er ódrepandi. Og það gerir fjórða myndin svo sannarlega, fylgir formúlunni og gerir það býsna vel, þótt hún standi hinum þremur nokkuð að baki. Myndin er beint framhald þeirrar þriðju. Bourne er reyndar sjálfur á bak og burt en í hans stað er kominn til skjalanna kollegi hans Aaron Cross, annar útvalinn njósnari af sama meiði, leikinn af fantagóðum Jeremy Renner. Vegna afhjúpana Bourne sjá æðstu valdamenn öryggismála sig knúna til að leysa upp njósnahringinn sem Bourne og Cross tilheyra og útrýma honum. En Cross kemst undan yfirboðurum sínum og lendir í æsilegu kapphlaupi við tímann því hann hafði verið tilraunadýr sem gekk fyrir sérstökum lyfjakokteil sem gerir hann næsta ódauðlegan og ef hann fær ekki lyfið þá lamast heilastarfsemin með öllu. Það leynir sér ekki að fjórða myndin nýtur ekki góðs af afbragðs leikstjórum fyrri myndanna, Doug Liman og Paul Greengrass. Leikstjórinn Tony Gilroy, sem skrifað hefur handritið að öllum myndunum, er reyndar enginn aukvisi – leikstýrði m.a. Michael Clayton - en hér nær hann ekki sama flugi. Myndin er helst til of sein í gang, flókin og samofin sögu þriðju myndarinnar til að hún haldi nægilega vel. En fyrirtaks leikhópur, með þau Renner, Rachel Weisz og Edward Norton fremst í flokki, og meistaralega gerðar hasarsenur bjarga henni þó fyrir horn. Og þegar myndin nær loks flugi þá nær hún slíku háflugi að hugmyndin um fimmtu myndina virðist ekki lengur svo galin. Skyldi vinnutitillinn vera Bourne Again? Niðurstaða: Stendur fyrri myndunum að baki en engu að síður frambærilegur njósnatryllir sem byggir á óvenju traustri formúlu.
Mest lesið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Hélt að hann væri George Clooney Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira