Bráðskemmtilegur túr Sara McMahon skrifar 1. október 2012 00:01 "Heimstúr Glans um Norðurlönd var frábær sýning og á köflum hló undirrituð svo dátt að hún tók að tárast,“ segir meðal annars í gagnrýni um uppistand Svíans Johans Glans. mynd/Johanna Ankarcrona Johan Glans er fyndnasti maður Svíþjóðar og er hann vel að titlinum kominn. Uppistand hans í Þjóðleikhúskjallaranum á laugardag var liður í ferðalagi hans um Norðurlönd, eða eins og Glans kýs að kalla það: World Tour of Scandinavia, og var kvöldið stórskemmtilegt frá upphafi til enda. Grínistinn Ari Eldjárn hitaði upp fyrir Glans og átti frábært kvöld. Það mætti líkja uppistandi Ara við gott vín; það verður aðeins betra með árunum. Hann er einnig afbragðsgóð eftirherma og það sannaði hann með skopstælingu sinni á tónskáldinu Megasi, Davíð Oddssyni, Gettu betur-keppendum og flugmönnum. Eftir upphitunina mætti Glans á sviðið og þrátt fyrir að hafa virkað svolítið taugaveiklaður í fyrstu (líklega vegna þess að þetta var fyrsta sýning hans sem fram fór á enskri tungu) þá náði hann sér fljótt á strik, varð afslappaðri og átti í engum erfiðleikum með að hrífa salinn með fyndni sinni og persónutöfrum. Glans gerði góðlátlegt grín að staðalímyndum og einkennum Norðurlandaþjóðanna og einna mest af sinni eigin þjóð. Hann fjallaði um barnaafmæli, kirkjuferðir, hefðir sem hafa lifað með þjóðunum í aldanna rás en enginn skilur lengur, vandræðagang Svía sem vita fátt verra en að verða sér til skammar á almanna færi og muninn á tungumálum þjóðanna. Heimstúr Glans um Norðurlönd var frábær sýning og á köflum hló undirrituð svo dátt að hún tók að tárast. Nú má aðeins vona að Glans heimsæki okkur aftur fljótlega því fátt getur verið sálinni hollara en hlátur. Það er fagnaðarefni að uppistand skuli loks vera að ryðja sér rúms hér á landi. Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Fleiri fréttir Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira
Johan Glans er fyndnasti maður Svíþjóðar og er hann vel að titlinum kominn. Uppistand hans í Þjóðleikhúskjallaranum á laugardag var liður í ferðalagi hans um Norðurlönd, eða eins og Glans kýs að kalla það: World Tour of Scandinavia, og var kvöldið stórskemmtilegt frá upphafi til enda. Grínistinn Ari Eldjárn hitaði upp fyrir Glans og átti frábært kvöld. Það mætti líkja uppistandi Ara við gott vín; það verður aðeins betra með árunum. Hann er einnig afbragðsgóð eftirherma og það sannaði hann með skopstælingu sinni á tónskáldinu Megasi, Davíð Oddssyni, Gettu betur-keppendum og flugmönnum. Eftir upphitunina mætti Glans á sviðið og þrátt fyrir að hafa virkað svolítið taugaveiklaður í fyrstu (líklega vegna þess að þetta var fyrsta sýning hans sem fram fór á enskri tungu) þá náði hann sér fljótt á strik, varð afslappaðri og átti í engum erfiðleikum með að hrífa salinn með fyndni sinni og persónutöfrum. Glans gerði góðlátlegt grín að staðalímyndum og einkennum Norðurlandaþjóðanna og einna mest af sinni eigin þjóð. Hann fjallaði um barnaafmæli, kirkjuferðir, hefðir sem hafa lifað með þjóðunum í aldanna rás en enginn skilur lengur, vandræðagang Svía sem vita fátt verra en að verða sér til skammar á almanna færi og muninn á tungumálum þjóðanna. Heimstúr Glans um Norðurlönd var frábær sýning og á köflum hló undirrituð svo dátt að hún tók að tárast. Nú má aðeins vona að Glans heimsæki okkur aftur fljótlega því fátt getur verið sálinni hollara en hlátur. Það er fagnaðarefni að uppistand skuli loks vera að ryðja sér rúms hér á landi.
Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Fleiri fréttir Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira