Ógleymanlegir tónleikar Jónas Sen skrifar 5. október 2012 10:10 "Sveitin spilaði sem einn maður. Útkoman var draumkennd og fögur en líka ógnarleg og spennandi, allt eftir því hvað var að gerast í kvikmyndinni,“ segir í gagnrýni um tónleika Damo Suzuki og hljómsveitar í Gamla bíói. fréttablaðið/ernir Suzuki var söngvari tilraunarokksveitarinnar Can á árunum 1970-1973. Þögla stórmyndin Metropolis, vísindaskáldsaga frá 1927, var sýnd í Gamla bíói og Suzuki flutti tónlist við hana ásamt nokkrum hljóðfæraleikurum. Can á sér marga aðdáendur. Undirritaður er þar á meðal. Hljómsveitin er löngu hætt tónleikahaldi, hún varð til árið 1968 og leystist upp um tíu árum síðar. En plöturnar seljast enn og það er hægt að hlusta endalaust á þær. Það er mjög sérstök stemning á þeim. Lögin bera sterkan keim af alls konar heimstónlist, asískri, afrískri, suður-amerískri, o.s.frv. Sveimtónlist (ambient) er líka áberandi, og einnig djass. Svo má greina talsverð áhrif frá engum öðrum en Karlheinz Stockhausen, hinum mikla frumkvöðli aldarinnar sem leið. Tveir meðlimir Can voru einmitt nemendur Stockhausens, annar þeirra var auk þess klassískt menntaður píanóleikari. Suzuki var söngvari Can um tíma eins og fyrr segir. Hann gerðist svo Vottur Jehóva (til að giftast kærustunni sinni, sem var í trúfélaginu) og hætti þá í rokkinu um nokkurt skeið. Hann hefur afar sérstaka rödd, dimma og dálítið ráma. Samt er raddsviðið breitt; háu tónarnir eru skemmtilega náttúrulegir. Suzuki er ögn nefmæltur á efstu tónunum, sem gerir sönginn fallega mannlegan. Röddin er ótrúlega litrík, það leynast í henni allar hugsanlegar tilfinningar. Nokkur ódauðleg snilldarverk eru skreytt rödd Suzukis og ber sérstaklega að nefna plötuna Tago Mago, sem hefur verið spiluð hér á heimilinu a.m.k. milljón sinnum. Tónleikarnir í Gamla bíói voru frábærir. Tónlistin var sveimkennd, og margt í henni var mjög í stíl Can. Ég veit ekki hvaða texta Suzuki söng, sennilega bara glefsur úr skjátextum kvikmyndarinnar, sem hann spann svo út frá. Það skipti ekki heldur máli. Röddin var eitt af hljóðfærunum og hún var alveg jafn dásamleg og í gamla daga. Hljómsveitin var prýðileg. Hún samanstóð af Alexander Schönert og Dirk Kretz á gítar, Gunnari Jónssyni á bassa og Magnúsi Trygvason Eliassen á trommur. Rafhljóðfærið þeremín kom líka við sögu. Sveitin spilaði sem einn maður. Útkoman var draumkennd og fögur en líka ógnarleg og spennandi, allt eftir því hvað var að gerast í kvikmyndinni. Upprunalega tónlistin við Metropolis er ekkert sérstök. Enda hafa margir tónlistarmenn spreytt sig á að semja nýja músík við hana. Can-leg tónlistin við Metropolis var snilldarleg viðbót við þá miklu flóru. Örugglega með þeim allra bestu. Það var léttur húmor í henni og smá kaldhæðni. En fyrst og fremst einhver stemning sem ómögulegt er að lýsa með orðum. Ég get bara bent á tónlistina sjálfa; hún sagði allt. Mest lesið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Lífið samstarf Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Suzuki var söngvari tilraunarokksveitarinnar Can á árunum 1970-1973. Þögla stórmyndin Metropolis, vísindaskáldsaga frá 1927, var sýnd í Gamla bíói og Suzuki flutti tónlist við hana ásamt nokkrum hljóðfæraleikurum. Can á sér marga aðdáendur. Undirritaður er þar á meðal. Hljómsveitin er löngu hætt tónleikahaldi, hún varð til árið 1968 og leystist upp um tíu árum síðar. En plöturnar seljast enn og það er hægt að hlusta endalaust á þær. Það er mjög sérstök stemning á þeim. Lögin bera sterkan keim af alls konar heimstónlist, asískri, afrískri, suður-amerískri, o.s.frv. Sveimtónlist (ambient) er líka áberandi, og einnig djass. Svo má greina talsverð áhrif frá engum öðrum en Karlheinz Stockhausen, hinum mikla frumkvöðli aldarinnar sem leið. Tveir meðlimir Can voru einmitt nemendur Stockhausens, annar þeirra var auk þess klassískt menntaður píanóleikari. Suzuki var söngvari Can um tíma eins og fyrr segir. Hann gerðist svo Vottur Jehóva (til að giftast kærustunni sinni, sem var í trúfélaginu) og hætti þá í rokkinu um nokkurt skeið. Hann hefur afar sérstaka rödd, dimma og dálítið ráma. Samt er raddsviðið breitt; háu tónarnir eru skemmtilega náttúrulegir. Suzuki er ögn nefmæltur á efstu tónunum, sem gerir sönginn fallega mannlegan. Röddin er ótrúlega litrík, það leynast í henni allar hugsanlegar tilfinningar. Nokkur ódauðleg snilldarverk eru skreytt rödd Suzukis og ber sérstaklega að nefna plötuna Tago Mago, sem hefur verið spiluð hér á heimilinu a.m.k. milljón sinnum. Tónleikarnir í Gamla bíói voru frábærir. Tónlistin var sveimkennd, og margt í henni var mjög í stíl Can. Ég veit ekki hvaða texta Suzuki söng, sennilega bara glefsur úr skjátextum kvikmyndarinnar, sem hann spann svo út frá. Það skipti ekki heldur máli. Röddin var eitt af hljóðfærunum og hún var alveg jafn dásamleg og í gamla daga. Hljómsveitin var prýðileg. Hún samanstóð af Alexander Schönert og Dirk Kretz á gítar, Gunnari Jónssyni á bassa og Magnúsi Trygvason Eliassen á trommur. Rafhljóðfærið þeremín kom líka við sögu. Sveitin spilaði sem einn maður. Útkoman var draumkennd og fögur en líka ógnarleg og spennandi, allt eftir því hvað var að gerast í kvikmyndinni. Upprunalega tónlistin við Metropolis er ekkert sérstök. Enda hafa margir tónlistarmenn spreytt sig á að semja nýja músík við hana. Can-leg tónlistin við Metropolis var snilldarleg viðbót við þá miklu flóru. Örugglega með þeim allra bestu. Það var léttur húmor í henni og smá kaldhæðni. En fyrst og fremst einhver stemning sem ómögulegt er að lýsa með orðum. Ég get bara bent á tónlistina sjálfa; hún sagði allt.
Mest lesið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Lífið samstarf Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira