Styndu af hjartans þrá Sigga Dögg skrifar 6. október 2012 19:00 Spurning: „Ég er ein af þeim konum sem eiga erfitt með að fá fullnægingu í kynlífi og ég held að það sé ekki út af þekkingarleysi kærastans. Hann kann alveg sitt, mér finnst ég bara oft vera að hugsa um eitthvað allt annað þegar við stundum kynlíf. Ég ræð ekkert við það og það er mjög pirrandi því oft dett ég úr stuði og stundum tekur hann eftir því og spyr hvort ekki sé allt í lagi. Og auðvitað er allt í lagi þó stundum pæli ég í hlutum eins og hvort honum finnist ég sæt og hvað hann sé að hugsa, gera það ekki allir? En hvað er best að gera til að geta einbeitt sér að kynlífinu?"Svar: Það er alveg sama hversu góður elskhugi kærastinn þinn er, ef hugur fylgir ekki líkama þá getur fullnæging látið á sér standa. Hugurinn á það til að fara á flug í miðjum klíðum svo ekki hafa stórar áhyggjur af því, það er fullkomlega eðlilegt. Hins vegar er það leiðigjarnt ef það kemur í veg fyrir ánægju og þá eru til nokkrar æfingar sem gott getur verið að grípa til. Fyrst þarftu að kveða niður streituvaldandi og neikvæðar hugsanir um eigin líkamsímynd. Bólfélaganum finnst píkan æðisleg, húðin falleg, andlitið geislandi og brjóstin löguleg. Hann er að stunda kynlíf með þér svo honum finnst þú kynferðislega eftirsóknarverð og falleg. Það þarf ekkert að hafa fleiri orð um það en þú verður að temja þér að kveða niður þessar hugsanir og rækta ást á eigin líkama. Það er sama hversu oft hann segir þér það, ef þú stendur ekki með sjálfri þér þá gerir það enginn fyrir þig. Æfðu þig í að skoða þig nakta og lærðu að meta eigin fegurð. Mig grunar að þegar þetta er komið þá verði auðveldara að einbeita sér að kynlífinu. Svo er það öndunin. Fylgstu með andardrætti ykkar beggja og ekki halda aftur á þér, andvarpaðu og styndu af hjartans þrá. Ef hugurinn er enn á reiki þá getur verið gott að nota orð, ?þetta er gott? eða segja nafn elskhugans. Einnig er sá möguleiki fyrir hendi að þrátt fyrir kunnáttu kærastans þá henti hans snertingar þér ekki og því sé kominn tími til að breyta til. Þú gætir prufað að taka við stjórninni og reynt að halda þér þannig við efnið og aukið um leið unaðinn. Gangi ykkur vel og góða skemmtun!Taktu þátt! Sendu Siggu Dögg póst á netfangið [email protected] og segðu henni frá vandamáli úr bólinu. Lausnin gæti birst á Vísi og í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigga Dögg Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Spurning: „Ég er ein af þeim konum sem eiga erfitt með að fá fullnægingu í kynlífi og ég held að það sé ekki út af þekkingarleysi kærastans. Hann kann alveg sitt, mér finnst ég bara oft vera að hugsa um eitthvað allt annað þegar við stundum kynlíf. Ég ræð ekkert við það og það er mjög pirrandi því oft dett ég úr stuði og stundum tekur hann eftir því og spyr hvort ekki sé allt í lagi. Og auðvitað er allt í lagi þó stundum pæli ég í hlutum eins og hvort honum finnist ég sæt og hvað hann sé að hugsa, gera það ekki allir? En hvað er best að gera til að geta einbeitt sér að kynlífinu?"Svar: Það er alveg sama hversu góður elskhugi kærastinn þinn er, ef hugur fylgir ekki líkama þá getur fullnæging látið á sér standa. Hugurinn á það til að fara á flug í miðjum klíðum svo ekki hafa stórar áhyggjur af því, það er fullkomlega eðlilegt. Hins vegar er það leiðigjarnt ef það kemur í veg fyrir ánægju og þá eru til nokkrar æfingar sem gott getur verið að grípa til. Fyrst þarftu að kveða niður streituvaldandi og neikvæðar hugsanir um eigin líkamsímynd. Bólfélaganum finnst píkan æðisleg, húðin falleg, andlitið geislandi og brjóstin löguleg. Hann er að stunda kynlíf með þér svo honum finnst þú kynferðislega eftirsóknarverð og falleg. Það þarf ekkert að hafa fleiri orð um það en þú verður að temja þér að kveða niður þessar hugsanir og rækta ást á eigin líkama. Það er sama hversu oft hann segir þér það, ef þú stendur ekki með sjálfri þér þá gerir það enginn fyrir þig. Æfðu þig í að skoða þig nakta og lærðu að meta eigin fegurð. Mig grunar að þegar þetta er komið þá verði auðveldara að einbeita sér að kynlífinu. Svo er það öndunin. Fylgstu með andardrætti ykkar beggja og ekki halda aftur á þér, andvarpaðu og styndu af hjartans þrá. Ef hugurinn er enn á reiki þá getur verið gott að nota orð, ?þetta er gott? eða segja nafn elskhugans. Einnig er sá möguleiki fyrir hendi að þrátt fyrir kunnáttu kærastans þá henti hans snertingar þér ekki og því sé kominn tími til að breyta til. Þú gætir prufað að taka við stjórninni og reynt að halda þér þannig við efnið og aukið um leið unaðinn. Gangi ykkur vel og góða skemmtun!Taktu þátt! Sendu Siggu Dögg póst á netfangið [email protected] og segðu henni frá vandamáli úr bólinu. Lausnin gæti birst á Vísi og í Fréttablaðinu.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun