Borðaði Jesús pitsu? Sigurður Árni Þórðarson skrifar 15. október 2012 06:00 Ilmurinn var dásamlegur og lagði út á götu og Hagatorg. Lykt af krosskúmeni og kanil fléttaðist hvítlauks-, salvíu- og sítrusilmi. Á borðum safnaðarheimilis Neskirkju á föstudag var kjúklingaréttur, eldaður að hætti Maríu móður Jesú í Nasaret. Næstu föstudaga verður biblíumatur borinn fram og matarmenning Biblíunnar kynnt. Pitsur voru ekki á matseðli Jesú. En hvað borðaði hann? Fyrir nokkrum árum, þegar kona mín var ólétt, las hún sér til um heilsufæði til að tryggja að bumbubúarnir fengju öll vaxtarefni. Á sama tíma var ég á kafi í bókum um matarmenningu Biblíunnar. Okkur til undrunar kom í ljós að heilsufæði nútímans er eiginlega Biblíufæði. Matur Biblíufólks var hollur, ?lífrænn? og fjölbreytilegur. Hann var trefjaríkur, dýrafita var lítill hluti matarins en ávextir stór. Hvítur sykur var ekki notaður á Biblíutímum en sætuefni kom úr ávöxtum og hunangi. Þvert á fordóma margra var matur þessa tíma ekki fábreytilegur og jafnan ekki einhæfara fæði en við nútímamenn njótum. Veislur eru mikilvægt stef í Biblíunni. Fæða og máltíðir koma víða við sögu, líka í tengslum við átök, til dæmis í keppni Jakobs og Esaú um blessun föður þeirra. Í flestum bókum Biblíunnar er vísað til matar, eldamennsku og máltíða. Í spádómsbók Esekíels er sagt frá súpugerð og karlinn sá hefur kunnað að elda! Kristnin er borðátrúnaður af því Jesús var gleðisækinn, vildi vera meðal fólks og þjóna því. Veisla himins er miðlæg í trúariðkun kristins safnaðar. Borð er því miðja hverrar kirkju. Jesús talaði gjarnan um mat og vísaði til matar í ræðum sínum, samanber ??hungrar og þyrstir eftir réttlætinu...? Hann sagði líka sögur af veislum. Fræg er sagan um týnda soninn, sem var fagnað með miklu samkvæmi. Jesús var ljómandi veitingamaður sem leysti vínkreppuna í Kana. Hann líkti jafnvel himnaríki við veislugleði. Nei, Jesús borðaði ekki pitsu með tómatsósu. En flatbökur hefur hann borðað. María og Jósef hafa kennt honum að krydda þær með ólífuolíu og bragðmiklu áleggi. Og flatbökur eru enn notaðar við altarisgöngur í kirkju. Að borða með öðrum varðar að taka fólk í sátt. Þegar brauð er brotið er umhyggja Guðs tjáð – að fyrirgefa fólki og standa með lífinu. Boðskapurinn er að betra sé að lifa í gleði og friði en depurð og stríði. Maríukjúklingurinn sveik ekki. Biblíumatur ilmar, er góður í maga, eflir fjör og tengir. Já, gerum okkur mat úr Biblíunni – og verði okkur að góðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sr. Sigurður Árni Þórðarson Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun
Ilmurinn var dásamlegur og lagði út á götu og Hagatorg. Lykt af krosskúmeni og kanil fléttaðist hvítlauks-, salvíu- og sítrusilmi. Á borðum safnaðarheimilis Neskirkju á föstudag var kjúklingaréttur, eldaður að hætti Maríu móður Jesú í Nasaret. Næstu föstudaga verður biblíumatur borinn fram og matarmenning Biblíunnar kynnt. Pitsur voru ekki á matseðli Jesú. En hvað borðaði hann? Fyrir nokkrum árum, þegar kona mín var ólétt, las hún sér til um heilsufæði til að tryggja að bumbubúarnir fengju öll vaxtarefni. Á sama tíma var ég á kafi í bókum um matarmenningu Biblíunnar. Okkur til undrunar kom í ljós að heilsufæði nútímans er eiginlega Biblíufæði. Matur Biblíufólks var hollur, ?lífrænn? og fjölbreytilegur. Hann var trefjaríkur, dýrafita var lítill hluti matarins en ávextir stór. Hvítur sykur var ekki notaður á Biblíutímum en sætuefni kom úr ávöxtum og hunangi. Þvert á fordóma margra var matur þessa tíma ekki fábreytilegur og jafnan ekki einhæfara fæði en við nútímamenn njótum. Veislur eru mikilvægt stef í Biblíunni. Fæða og máltíðir koma víða við sögu, líka í tengslum við átök, til dæmis í keppni Jakobs og Esaú um blessun föður þeirra. Í flestum bókum Biblíunnar er vísað til matar, eldamennsku og máltíða. Í spádómsbók Esekíels er sagt frá súpugerð og karlinn sá hefur kunnað að elda! Kristnin er borðátrúnaður af því Jesús var gleðisækinn, vildi vera meðal fólks og þjóna því. Veisla himins er miðlæg í trúariðkun kristins safnaðar. Borð er því miðja hverrar kirkju. Jesús talaði gjarnan um mat og vísaði til matar í ræðum sínum, samanber ??hungrar og þyrstir eftir réttlætinu...? Hann sagði líka sögur af veislum. Fræg er sagan um týnda soninn, sem var fagnað með miklu samkvæmi. Jesús var ljómandi veitingamaður sem leysti vínkreppuna í Kana. Hann líkti jafnvel himnaríki við veislugleði. Nei, Jesús borðaði ekki pitsu með tómatsósu. En flatbökur hefur hann borðað. María og Jósef hafa kennt honum að krydda þær með ólífuolíu og bragðmiklu áleggi. Og flatbökur eru enn notaðar við altarisgöngur í kirkju. Að borða með öðrum varðar að taka fólk í sátt. Þegar brauð er brotið er umhyggja Guðs tjáð – að fyrirgefa fólki og standa með lífinu. Boðskapurinn er að betra sé að lifa í gleði og friði en depurð og stríði. Maríukjúklingurinn sveik ekki. Biblíumatur ilmar, er góður í maga, eflir fjör og tengir. Já, gerum okkur mat úr Biblíunni – og verði okkur að góðu.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun