Hús Línu öll skráð á 26 ára dóttur hennar 25. október 2012 06:00 Lína Jia Lína Jia, kínversk kona sem er til rannsóknar hjá lögreglu vegna gruns um mansal, á fjórar fasteignir víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu. Húsin eru þó öll skráð í fasteignaskrá á dóttur hennar, sem er 26 ára námsmaður og píanóleikari. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins halda Lína og eiginmaður hennar, Wei Zhang, mestmegnis til í 410 einbýlishúsi þeirra í Hverafold. Lína hefur flutt inn fólk frá Kína undanfarin ár og ráðið það í vinnu hjá sér á nuddstofum sínum. Flestir eru fjarskyldir ættingjar hennar og koma því hingað til lands sem fjölskyldumeðlimir íslensks ríkisborgara, en þá fá þeir lengra dvalarleyfi hér en ella. Tvær ábendingar hafa borist Fréttablaðinu varðandi unga kínverska konu sem var í vinnu hjá Línu. Stúlkan leitaði sér aðstoðar í Alþjóðahúsi árið 2004 og sakaði Línu um að selja sig út í vændi. Hún kom þó aldrei aftur og hvarf af nuddstofunni eftir tiltölulega stuttan tíma. Einn viðskiptavinurinn lýsir henni sem broshýrri og elskulegri, en mjög undirgefinni gagnvart yfirmanni sínum. Fram kom í Fréttablaðinu á þriðjudag að kínversk kona, Sun Fulan, hefði sent lögreglunni bréf þess efnis að hún og fleiri Kínverjar hefðu verið ráðnir í vinnu hjá Línu án þess að hafa fengið greidd réttmæt laun. Í bréfi sínu lýsir Sun að á þeim fjórum árum sem hún hafi unnið hjá Línu hafi henni verið gert að vinna sleitulaust í 14 til 15 klukkustundir á dag á nuddstofunni, bera út blöð og vinna við fasteignir víðs vegar um borgina sem hjónin höfðu keypt. Fyrir árin fjögur hefði Sun fengið um 315 þúsund krónur, eða um 6.500 krónur á mánuði. Sun Fulan tilgreinir í bréfinu að ættingi Línu, maður að nafni Li Nan, hafi verið læstur inni, vegabréfið hans tekið og honum bannað að hafa samband við umheiminn eftir að hann kom til vinnu á nuddstofunni. Í kjölfar umfjöllunar Fréttablaðsins bárust Alþýðusambandinu svo ábendingar frá fyrrverandi viðskiptavinum Línu. Sun hefur einnig sagt að Lína hafi lagt peninga inn á bankareikning sinn og látið hana síðan taka þá út í bankanum. Lína hafi svo tekið peningana af Sun fyrir utan bankann, en Sun bendir á að athafnirnar séu líklega til á öryggismyndavélum. Árið 2006 kom upp svipað mál, þar sem Lína lagði inn peninga á reikning manns sem vann hjá henni og ætlaði að láta hann taka þá út til að afhenda sér. Áður en það gerðist sótti maðurinn sér aðstoð í Alþjóðahúsi og létu ráðgjafar þar frysta innistæðurnar á meðan á rannsókn málsins stóð hjá lögreglu. Maðurinn flúði svo land. Kínverska sendiráðið bendir á að Lína Jia sé nú orðin íslenskur ríkisborgari og sé mál hennar því ekki á borði sendiráðsins. Sendifulltrúi þar segist ekkert vita um mál Sun Fulan, en hún sendi bréf þangað í febrúar síðastliðnum þar sem hún óskaði eftir aðstoð og benti á að Lína héldi rúmlega tvítugum karlmanni, Li Nan, nauðugum. Ekkert er vitað um afdrif hans í dag og Lína hefur ekki svarað fyrirspurnum Fréttablaðsins síðan á mánudag. [email protected] Fréttir Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Lína Jia, kínversk kona sem er til rannsóknar hjá lögreglu vegna gruns um mansal, á fjórar fasteignir víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu. Húsin eru þó öll skráð í fasteignaskrá á dóttur hennar, sem er 26 ára námsmaður og píanóleikari. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins halda Lína og eiginmaður hennar, Wei Zhang, mestmegnis til í 410 einbýlishúsi þeirra í Hverafold. Lína hefur flutt inn fólk frá Kína undanfarin ár og ráðið það í vinnu hjá sér á nuddstofum sínum. Flestir eru fjarskyldir ættingjar hennar og koma því hingað til lands sem fjölskyldumeðlimir íslensks ríkisborgara, en þá fá þeir lengra dvalarleyfi hér en ella. Tvær ábendingar hafa borist Fréttablaðinu varðandi unga kínverska konu sem var í vinnu hjá Línu. Stúlkan leitaði sér aðstoðar í Alþjóðahúsi árið 2004 og sakaði Línu um að selja sig út í vændi. Hún kom þó aldrei aftur og hvarf af nuddstofunni eftir tiltölulega stuttan tíma. Einn viðskiptavinurinn lýsir henni sem broshýrri og elskulegri, en mjög undirgefinni gagnvart yfirmanni sínum. Fram kom í Fréttablaðinu á þriðjudag að kínversk kona, Sun Fulan, hefði sent lögreglunni bréf þess efnis að hún og fleiri Kínverjar hefðu verið ráðnir í vinnu hjá Línu án þess að hafa fengið greidd réttmæt laun. Í bréfi sínu lýsir Sun að á þeim fjórum árum sem hún hafi unnið hjá Línu hafi henni verið gert að vinna sleitulaust í 14 til 15 klukkustundir á dag á nuddstofunni, bera út blöð og vinna við fasteignir víðs vegar um borgina sem hjónin höfðu keypt. Fyrir árin fjögur hefði Sun fengið um 315 þúsund krónur, eða um 6.500 krónur á mánuði. Sun Fulan tilgreinir í bréfinu að ættingi Línu, maður að nafni Li Nan, hafi verið læstur inni, vegabréfið hans tekið og honum bannað að hafa samband við umheiminn eftir að hann kom til vinnu á nuddstofunni. Í kjölfar umfjöllunar Fréttablaðsins bárust Alþýðusambandinu svo ábendingar frá fyrrverandi viðskiptavinum Línu. Sun hefur einnig sagt að Lína hafi lagt peninga inn á bankareikning sinn og látið hana síðan taka þá út í bankanum. Lína hafi svo tekið peningana af Sun fyrir utan bankann, en Sun bendir á að athafnirnar séu líklega til á öryggismyndavélum. Árið 2006 kom upp svipað mál, þar sem Lína lagði inn peninga á reikning manns sem vann hjá henni og ætlaði að láta hann taka þá út til að afhenda sér. Áður en það gerðist sótti maðurinn sér aðstoð í Alþjóðahúsi og létu ráðgjafar þar frysta innistæðurnar á meðan á rannsókn málsins stóð hjá lögreglu. Maðurinn flúði svo land. Kínverska sendiráðið bendir á að Lína Jia sé nú orðin íslenskur ríkisborgari og sé mál hennar því ekki á borði sendiráðsins. Sendifulltrúi þar segist ekkert vita um mál Sun Fulan, en hún sendi bréf þangað í febrúar síðastliðnum þar sem hún óskaði eftir aðstoð og benti á að Lína héldi rúmlega tvítugum karlmanni, Li Nan, nauðugum. Ekkert er vitað um afdrif hans í dag og Lína hefur ekki svarað fyrirspurnum Fréttablaðsins síðan á mánudag. [email protected]
Fréttir Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira