Saurmengun í Elliðavatni 25. október 2012 07:00 Elliðavatn. Mikil saurmengun greindist í Elliðavatni í nýrri rannsókn, sjöfalt yfir þeim mörkum sem teljast ásættanleg í reglugerð um varnir gegn mengun vatns. Einnig finnst saurmengun á nokkrum stöðum í Elliðaánum en í litlum mæli. „Þessar niðurstöður komu okkur á óvart, sérstaklega þar sem við greindum nóróveirur á þremur stöðum þar sem þær hafa ekki greinst áður, hvorki í vatninu eða ánum. Sú veira finnst bara í meltingarvegi manna og bendir það til skólpmengunar sem kemst út í árnar og vatnið," segir Kristín Elísa Guðmundsdóttir, sem kynnti meistaraprófsverkefni sitt í umhverfis- og auðlindafræði í Háskóla Íslands í gær. Rannsóknin sýnir að í Elliðavatni er saurmengunin hátt yfir mörkum fyrir örverumengun, samkvæmt reglugerð. Í vatninu mældist mengunin sjöföld að meðaltali miðað við efri mörk þess sem telst ásættanlegt. Í ánum er mengunin miklu minni, og telst lítil samkvæmt sömu viðmiðum. Mengunin mældist mest í Elliðavatni við útfall ánna, og við Neshólma. Í ánum mældist mengunin mest í Árbæjarlóni. Árið 2009 sýndi vöktun Reykjavíkurborgar saurmengun neðst í Elliðaánum. Þá var ráðist í sérstakt mengunarvarnaátak sem enn er yfirstandandi. Mælingar í vatninu gáfu hins vegar ekki tilefni til aðgerða, að sögn Kristínar Lóu Ólafsdóttur, hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Kristín Lóa segir að niðurstöðurnar séu allrar athygli verðar en tekur fram að hún hafi ekki kynnt sér rannsóknina í smáatriðum. Niðurstöðurnar komi á óvart hvað varðar Elliðavatn í ljósi mælinganna árið 2009. „Við munum bregðast við þessum niðurstöðum, á því er enginn vafi í mínum huga," segir Kristín Lóa og minnir á að Elliðavatn liggi innan ystu marka vatnsverndarsvæðis höfuðborgarsvæðisins. Kristín Elísa flokkaði vatnið og árnar í rannsókn sinni með tilliti til fyrrnefndrar reglugerðar. Niðurstaðan er að Elliðavatn fellur í D-flokk eða „verulega snortið vatn" og árnar í B-flokk eða „lítið snortið vatn". Markmið rannsóknar Kristínar Elísu, sem unnin var hjá Matís, var að skoða örveruflóru vatnasviðsins og saurmengun frá Elliðavatni niður að ósum Elliðaánna. Sýni voru tekin á þremur stöðum í vatninu og sex stöðum í ánum, fjórum sinnum yfir níu mánaða tímabil. - shá Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Sjá meira
Mikil saurmengun greindist í Elliðavatni í nýrri rannsókn, sjöfalt yfir þeim mörkum sem teljast ásættanleg í reglugerð um varnir gegn mengun vatns. Einnig finnst saurmengun á nokkrum stöðum í Elliðaánum en í litlum mæli. „Þessar niðurstöður komu okkur á óvart, sérstaklega þar sem við greindum nóróveirur á þremur stöðum þar sem þær hafa ekki greinst áður, hvorki í vatninu eða ánum. Sú veira finnst bara í meltingarvegi manna og bendir það til skólpmengunar sem kemst út í árnar og vatnið," segir Kristín Elísa Guðmundsdóttir, sem kynnti meistaraprófsverkefni sitt í umhverfis- og auðlindafræði í Háskóla Íslands í gær. Rannsóknin sýnir að í Elliðavatni er saurmengunin hátt yfir mörkum fyrir örverumengun, samkvæmt reglugerð. Í vatninu mældist mengunin sjöföld að meðaltali miðað við efri mörk þess sem telst ásættanlegt. Í ánum er mengunin miklu minni, og telst lítil samkvæmt sömu viðmiðum. Mengunin mældist mest í Elliðavatni við útfall ánna, og við Neshólma. Í ánum mældist mengunin mest í Árbæjarlóni. Árið 2009 sýndi vöktun Reykjavíkurborgar saurmengun neðst í Elliðaánum. Þá var ráðist í sérstakt mengunarvarnaátak sem enn er yfirstandandi. Mælingar í vatninu gáfu hins vegar ekki tilefni til aðgerða, að sögn Kristínar Lóu Ólafsdóttur, hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Kristín Lóa segir að niðurstöðurnar séu allrar athygli verðar en tekur fram að hún hafi ekki kynnt sér rannsóknina í smáatriðum. Niðurstöðurnar komi á óvart hvað varðar Elliðavatn í ljósi mælinganna árið 2009. „Við munum bregðast við þessum niðurstöðum, á því er enginn vafi í mínum huga," segir Kristín Lóa og minnir á að Elliðavatn liggi innan ystu marka vatnsverndarsvæðis höfuðborgarsvæðisins. Kristín Elísa flokkaði vatnið og árnar í rannsókn sinni með tilliti til fyrrnefndrar reglugerðar. Niðurstaðan er að Elliðavatn fellur í D-flokk eða „verulega snortið vatn" og árnar í B-flokk eða „lítið snortið vatn". Markmið rannsóknar Kristínar Elísu, sem unnin var hjá Matís, var að skoða örveruflóru vatnasviðsins og saurmengun frá Elliðavatni niður að ósum Elliðaánna. Sýni voru tekin á þremur stöðum í vatninu og sex stöðum í ánum, fjórum sinnum yfir níu mánaða tímabil. - shá
Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Sjá meira