Órakaður og aleinn heima Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 26. október 2012 00:01 "Skotheld leikstjórnin og sáraeinfalt en margslungið handritið lyfta henni upp í úrvalsflokk,“ segir gagnrýnandi um nýju Bond-myndina. Skyfall Leikstjórn: Sam Mendes. Leikarar: Daniel Craig, Javier Bardem, Judi Dench, Ralph Fiennes, Naomie Harris, Bérénice Marlohe, Ben Whishaw, Albert Finney, Ola Rapace. James Bond fagnar hálfrar aldar kvikmyndaafmæli sínu í þessum mánuði og því er gífurlegt húllumhæ í kringum frumsýningu 23. myndarinnar um þennan kvensama breska spæjara, jafnvel meira en vanalegt er. Skyfall nefnist myndin og er sú þriðja í röðinni þar sem hinn ljóshærði Daniel Craig skartar smókingnum. American Beauty-kempan Sam Mendes er við stjórnvölinn og er það í fyrsta sinn sem Óskarsverðlaunaleikstjóri spreytir sig á Bond. Í Skyfall er M gamla rækilega búin að klúðra málunum og trúnaðarskjöl leyniþjónustunnar eru komin í hendur tölvuþrjóta. Í æsilegum eltingarleik við ódámana verður Bond fyrir skoti frá samherja og hrapar fram af brú. Það lifir hann af en lætur sig engu að síður hverfa um stundarsakir og er úrskurðaður látinn. Þegar höfuðstöðvar MI6 verða svo fyrir hryðjuverkaárás kemur kappinn loks úr felum og þá mega bófarnir fara að vara sig. Það er farið um víðan völl í þessari tveggja og hálfrar klukkustunda löngu mynd. Við sjáum okkar mann bæði órakaðan og uppdópaðan, og síðar uppstrílaðan og einbeittan, og þrátt fyrir að yndislegu klisjurnar séu flestar til staðar fær áhorfandinn einnig dágóðan skerf af „öðruvísi" Bond. Þá er lokauppgjörið frábrugðið því sem við eigum að venjast og minnir um margt á kvikmyndina Home Alone, en á góðan máta (og ekki eins hlægilegan). Craig heldur áfram að blómstra í hlutverki sínu og glæsilegur aðalskúrkurinn (Javier Bardem) er líklega sá mest ógnvekjandi sem ég man eftir í langan tíma. Tækjasjéníið Q er kynnt til sögunnar á ný og er það vel, en Bond-skvísurnar fá minna pláss en oft áður, þó það komi reyndar ekki að sök. Tónlistin olli mér samt nokkrum vonbrigðum og þá ekki síst titillagið, bragðdaufur og rislítill hiphop-fiðlukokteill í moll, sem söngkonan Adele flytur þó ágætlega. Þetta er sérstaklega spælandi í ljósi þess að undangengin upphafssena er ein sú æsilegasta í manna minnum. Hvað um það. Sé allt tekið með er Skyfall ljómandi vel heppnuð og skotheld leikstjórnin og sáraeinfalt en margslungið handritið lyfta henni upp í úrvalsflokk. Niðurstaða: Þrælspennandi og skemmtileg frá upphafi til enda. Ég bið ekki um mikið meira. Gagnrýni Mest lesið Þetta er ástæðan afhverju þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Þetta er ástæðan afhverju þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira
Skyfall Leikstjórn: Sam Mendes. Leikarar: Daniel Craig, Javier Bardem, Judi Dench, Ralph Fiennes, Naomie Harris, Bérénice Marlohe, Ben Whishaw, Albert Finney, Ola Rapace. James Bond fagnar hálfrar aldar kvikmyndaafmæli sínu í þessum mánuði og því er gífurlegt húllumhæ í kringum frumsýningu 23. myndarinnar um þennan kvensama breska spæjara, jafnvel meira en vanalegt er. Skyfall nefnist myndin og er sú þriðja í röðinni þar sem hinn ljóshærði Daniel Craig skartar smókingnum. American Beauty-kempan Sam Mendes er við stjórnvölinn og er það í fyrsta sinn sem Óskarsverðlaunaleikstjóri spreytir sig á Bond. Í Skyfall er M gamla rækilega búin að klúðra málunum og trúnaðarskjöl leyniþjónustunnar eru komin í hendur tölvuþrjóta. Í æsilegum eltingarleik við ódámana verður Bond fyrir skoti frá samherja og hrapar fram af brú. Það lifir hann af en lætur sig engu að síður hverfa um stundarsakir og er úrskurðaður látinn. Þegar höfuðstöðvar MI6 verða svo fyrir hryðjuverkaárás kemur kappinn loks úr felum og þá mega bófarnir fara að vara sig. Það er farið um víðan völl í þessari tveggja og hálfrar klukkustunda löngu mynd. Við sjáum okkar mann bæði órakaðan og uppdópaðan, og síðar uppstrílaðan og einbeittan, og þrátt fyrir að yndislegu klisjurnar séu flestar til staðar fær áhorfandinn einnig dágóðan skerf af „öðruvísi" Bond. Þá er lokauppgjörið frábrugðið því sem við eigum að venjast og minnir um margt á kvikmyndina Home Alone, en á góðan máta (og ekki eins hlægilegan). Craig heldur áfram að blómstra í hlutverki sínu og glæsilegur aðalskúrkurinn (Javier Bardem) er líklega sá mest ógnvekjandi sem ég man eftir í langan tíma. Tækjasjéníið Q er kynnt til sögunnar á ný og er það vel, en Bond-skvísurnar fá minna pláss en oft áður, þó það komi reyndar ekki að sök. Tónlistin olli mér samt nokkrum vonbrigðum og þá ekki síst titillagið, bragðdaufur og rislítill hiphop-fiðlukokteill í moll, sem söngkonan Adele flytur þó ágætlega. Þetta er sérstaklega spælandi í ljósi þess að undangengin upphafssena er ein sú æsilegasta í manna minnum. Hvað um það. Sé allt tekið með er Skyfall ljómandi vel heppnuð og skotheld leikstjórnin og sáraeinfalt en margslungið handritið lyfta henni upp í úrvalsflokk. Niðurstaða: Þrælspennandi og skemmtileg frá upphafi til enda. Ég bið ekki um mikið meira.
Gagnrýni Mest lesið Þetta er ástæðan afhverju þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Þetta er ástæðan afhverju þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira