Hjón í eina gröf eftir mistök í kirkjugarði [email protected] skrifar 22. nóvember 2012 07:00 Hlið við hlið Móðir Gísla er grafin í duftkirkjugarðinum í Garðaholti og ætlar Gísli að hvíla að lokum við hlið hennar. Bróðir Gísla og mágkona verða síðan í einni gröf honum við hlið en ekki fyrir framan eins og Gísli segir að hafi verið frágengið fyrir níu árum. Fréttablaðið/Pjetur „Þetta er út í hött. Ástvinir vilja vera saman," segir Gísli Líndal í Holti í Garðabæ, sem telur að ókunnug kona hafi verið jarðsett í leiði sem frátekið var fyrir fjölskylduna í kirkjugarðinum í Garðaholti. Móðir Gísla lést árið 2003 og var þá jarðsett í duftreit í kirkjugarðinum við Garðakirkju. „Þegar mamma dó óskuðum við eftir að fá fjóra reiti og var þá sagt að það væri ekkert mál enda var hún aðeins þriðja manneskjan í nýjum reit. Við tókum margsinnis fram að það þyrfti að vera pláss fyrir framan og við hliðina á henni og þannig var þetta sett upp," útskýrir Gísli. Viðbótarstæðin þrjú segir Gísli hafa verið ætluð honum sjálfum, bróður hans og mágkonu. Fyrir nokkrum vikum tók hann eftir að jarðsett hefði verið í grafstæðinu beint fyrir framan móður hans. Hann hafi óskað eftir skýringum hjá stjórnendum kirkjugarðsins. „Þau sögðust ekki hafa funduð neina pappíra. Það er ósköp einfalt að skýla sér á bak við það," segir Gísli, sem kveður mistök hafa orðið og tengir þau við að nýtt fólk hafi tekið við stjórn kirkjugarðsins í sumar. Stefán Heimir Finnbogason staðfestir frásögn Gísla bróður síns. „Þegar mamma var sett niður var óskað eftir þremur aukastæðum og að við værum þarna fjögur í ferningi," segir Stefán, sem hefur rætt við stjórnendur kirkjugarðsins og fallist á að hann og eiginkona hans hvíli í einni gröf við hliðina á Gísla og móður þeirra bræðra. „Það er ekki hægt að breyta þessu og það skiptir engu máli fyrst þetta fór svona." Þórunn Björgvinsdóttir kirkjuhaldari segir það misskilning hjá þeim bræðrum að þrjú viðbótarleiði hafi verið frátekin í ferningi. Aðeins tvö leiði hafi verið tekin frá fyrir þá bræður. Þau séu bæði til hliðar við móður þeirra. „Þannig er teikningin af þessu. Það er búið að tala við bróður hans og hans konu. Frekar en að fara eitthvert annað ætla þau saman í eitt leiði og Gísli fær það sem hann bað um. Gísli hefur hugsað þetta öðruvísi í upphafi en ekki skilið hvernig var frá þessu gengið," segir kirkjuhaldarinn. Þótt Gísli sé óánægður hyggst hann halda sínu striki og leggjast til hvílu við hlið móður sinnar þegar sú stund rennur upp. „Ég fer á minn stað – ef það verður ekki búið að planta ofan í hann." Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Sjá meira
„Þetta er út í hött. Ástvinir vilja vera saman," segir Gísli Líndal í Holti í Garðabæ, sem telur að ókunnug kona hafi verið jarðsett í leiði sem frátekið var fyrir fjölskylduna í kirkjugarðinum í Garðaholti. Móðir Gísla lést árið 2003 og var þá jarðsett í duftreit í kirkjugarðinum við Garðakirkju. „Þegar mamma dó óskuðum við eftir að fá fjóra reiti og var þá sagt að það væri ekkert mál enda var hún aðeins þriðja manneskjan í nýjum reit. Við tókum margsinnis fram að það þyrfti að vera pláss fyrir framan og við hliðina á henni og þannig var þetta sett upp," útskýrir Gísli. Viðbótarstæðin þrjú segir Gísli hafa verið ætluð honum sjálfum, bróður hans og mágkonu. Fyrir nokkrum vikum tók hann eftir að jarðsett hefði verið í grafstæðinu beint fyrir framan móður hans. Hann hafi óskað eftir skýringum hjá stjórnendum kirkjugarðsins. „Þau sögðust ekki hafa funduð neina pappíra. Það er ósköp einfalt að skýla sér á bak við það," segir Gísli, sem kveður mistök hafa orðið og tengir þau við að nýtt fólk hafi tekið við stjórn kirkjugarðsins í sumar. Stefán Heimir Finnbogason staðfestir frásögn Gísla bróður síns. „Þegar mamma var sett niður var óskað eftir þremur aukastæðum og að við værum þarna fjögur í ferningi," segir Stefán, sem hefur rætt við stjórnendur kirkjugarðsins og fallist á að hann og eiginkona hans hvíli í einni gröf við hliðina á Gísla og móður þeirra bræðra. „Það er ekki hægt að breyta þessu og það skiptir engu máli fyrst þetta fór svona." Þórunn Björgvinsdóttir kirkjuhaldari segir það misskilning hjá þeim bræðrum að þrjú viðbótarleiði hafi verið frátekin í ferningi. Aðeins tvö leiði hafi verið tekin frá fyrir þá bræður. Þau séu bæði til hliðar við móður þeirra. „Þannig er teikningin af þessu. Það er búið að tala við bróður hans og hans konu. Frekar en að fara eitthvert annað ætla þau saman í eitt leiði og Gísli fær það sem hann bað um. Gísli hefur hugsað þetta öðruvísi í upphafi en ekki skilið hvernig var frá þessu gengið," segir kirkjuhaldarinn. Þótt Gísli sé óánægður hyggst hann halda sínu striki og leggjast til hvílu við hlið móður sinnar þegar sú stund rennur upp. „Ég fer á minn stað – ef það verður ekki búið að planta ofan í hann."
Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Sjá meira