Upplýsa á um eigendur bankanna [email protected] skrifar 23. nóvember 2012 08:30 Frumvarp Steingrímur J. Sigfússon segir það mikilvægt að ráðandi eignarhlutur sé ekki falinn á bak við skráningu á marga aðila sem séu ekki flokkaðir sem tengdir aðilar. fréttablaðið/anton Upplýsa verður um alla þá sem eiga meira en eitt prósent í íslensku fjármálafyrirtæki í ársreikningi. Ekki verður hægt að fela sig á bak við vörsluaðila heldur verður að upplýsa um hverjir endanlegir eigendur (e. beneficiary owners) eru. Þetta er á meðal þeirra breytinga sem koma fram í frumvarpi um breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki. Steingrímur J. Sigfússon, ráðherra fjármálamarkaða og almennra viðskiptamála, segir frumvarpið vera í lokafrágangi og að það verði lagt fram í náinni framtíð. Fréttablaðið greindi frá því á miðvikudag að Fjármálaeftirlitið (FME) hefði upplýsingar um hverjir væru virkir eigendur Straums fjárfestingabanka en teldi sig ekki geta upplýst um þá á grundvelli þagnarskyldu. Sú þagnarskylda verður úr sögunni ef frumvarpið verður að lögum. Að sögn Steingríms er mikilvægt að fyrir liggi greinargóðar upplýsingar um hverjir séu eigendur fjármálafyrirtækja. „Sérstaklega á ekki að vera neinn vafi á því þegar aðilar eru komnir með, eða eru við það að eignast, ráðandi hlut í fjármálafyrirtækjum. Það vill svo til að við erum að fara yfir lög um fjármálafyrirtæki og erum að leggja lokahönd á frumvarp um breytingar á þeim. Ég geri ráð fyrir því að á meðal þeirra breytinga sem við munum leggja þar til verði að krafa verði gerð um að í skýringum með ársreikningum fjármálafyrirtækja sé alltaf upplýst um alla þá sem eiga meira en eitt prósent í fyrirtækinu." Steingrímur segir að hann vilji að endanlegur eigandi (e. beneficiary owner) sé tilgreindur í ársreikningum fjármálafyrirtækja, svo hægt sé að rekja endanleg tengsl milli eigendanna. „Þetta snýst líka um að ráðandi eignarhlutur sé ekki falinn á bak við skráningu á marga aðila sem eru ekki flokkaðir sem tengdir aðilar. Við munum reyna að taka á þessu vegna þess að við teljum þetta vera mjög mikilvægt. Það er líka mjög mikilvægt fyrir fjármálafyrirtækin sjálf að það ríki ekki óvissa um eignarhald þeirra sem geri þau tortryggileg." Eftir að Straumur gekk í gegnum nauðasamninga árið 2010 hefur eigandi bankans verið eignaumsýslufélagið ALMC. Deutsche Bank AF í Amsterdam heldur síðan á 99 prósentum hlutdeildarskírteina í ALMC fyrir hönd hinna eiginlegu hluthafa félagsins. Hvorki FME né Straumur telja sig mega upplýsa um hverjir þeir eru. Bankinn fékk fjárfestingabankaleyfi í fyrrahaust og hefur verið afar virkur þátttakandi í íslensku fjármálalífi alla tíð síðan og meðal annars haft umsjón með hlutafjárútboðum og skuldabréfaútgáfum. Fréttablaðið upplýsti nýverið um að á meðal eigenda Straums væri bandaríska sjóðstýringarfyrirtækið Davidson Kempner Capital Management LLC. Sjóðir á vegum þess eru líka á meðal stærstu kröfuhafa Glitnis, Kaupþings og Landsbankans. Fréttir Mest lesið „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Upplýsa verður um alla þá sem eiga meira en eitt prósent í íslensku fjármálafyrirtæki í ársreikningi. Ekki verður hægt að fela sig á bak við vörsluaðila heldur verður að upplýsa um hverjir endanlegir eigendur (e. beneficiary owners) eru. Þetta er á meðal þeirra breytinga sem koma fram í frumvarpi um breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki. Steingrímur J. Sigfússon, ráðherra fjármálamarkaða og almennra viðskiptamála, segir frumvarpið vera í lokafrágangi og að það verði lagt fram í náinni framtíð. Fréttablaðið greindi frá því á miðvikudag að Fjármálaeftirlitið (FME) hefði upplýsingar um hverjir væru virkir eigendur Straums fjárfestingabanka en teldi sig ekki geta upplýst um þá á grundvelli þagnarskyldu. Sú þagnarskylda verður úr sögunni ef frumvarpið verður að lögum. Að sögn Steingríms er mikilvægt að fyrir liggi greinargóðar upplýsingar um hverjir séu eigendur fjármálafyrirtækja. „Sérstaklega á ekki að vera neinn vafi á því þegar aðilar eru komnir með, eða eru við það að eignast, ráðandi hlut í fjármálafyrirtækjum. Það vill svo til að við erum að fara yfir lög um fjármálafyrirtæki og erum að leggja lokahönd á frumvarp um breytingar á þeim. Ég geri ráð fyrir því að á meðal þeirra breytinga sem við munum leggja þar til verði að krafa verði gerð um að í skýringum með ársreikningum fjármálafyrirtækja sé alltaf upplýst um alla þá sem eiga meira en eitt prósent í fyrirtækinu." Steingrímur segir að hann vilji að endanlegur eigandi (e. beneficiary owner) sé tilgreindur í ársreikningum fjármálafyrirtækja, svo hægt sé að rekja endanleg tengsl milli eigendanna. „Þetta snýst líka um að ráðandi eignarhlutur sé ekki falinn á bak við skráningu á marga aðila sem eru ekki flokkaðir sem tengdir aðilar. Við munum reyna að taka á þessu vegna þess að við teljum þetta vera mjög mikilvægt. Það er líka mjög mikilvægt fyrir fjármálafyrirtækin sjálf að það ríki ekki óvissa um eignarhald þeirra sem geri þau tortryggileg." Eftir að Straumur gekk í gegnum nauðasamninga árið 2010 hefur eigandi bankans verið eignaumsýslufélagið ALMC. Deutsche Bank AF í Amsterdam heldur síðan á 99 prósentum hlutdeildarskírteina í ALMC fyrir hönd hinna eiginlegu hluthafa félagsins. Hvorki FME né Straumur telja sig mega upplýsa um hverjir þeir eru. Bankinn fékk fjárfestingabankaleyfi í fyrrahaust og hefur verið afar virkur þátttakandi í íslensku fjármálalífi alla tíð síðan og meðal annars haft umsjón með hlutafjárútboðum og skuldabréfaútgáfum. Fréttablaðið upplýsti nýverið um að á meðal eigenda Straums væri bandaríska sjóðstýringarfyrirtækið Davidson Kempner Capital Management LLC. Sjóðir á vegum þess eru líka á meðal stærstu kröfuhafa Glitnis, Kaupþings og Landsbankans.
Fréttir Mest lesið „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira