Tilhlökkun á hverjum degi 6. desember 2012 15:00 Dagný Reykjalín, grafískur hönnuður, útbjó einfaldan ramma sem nýtist sem dagatal á aðventunni og sem hengi fyrir jólakortin.mynd/heida.is MYND/HEIDA.IS Dagný Reykjalín föndrar gjarnan eitthvað fallegt fyrir jólin og nýtur aðventunnar jafnvel betur en sjálfra hátíðardaganna. Hún útbjó dagatal fyrir jólin í ár með litlum gjöfum á ramma til að telja niður dagana. Ég er mikið jólabarn og finnst dásamlegt að taka jólaskrautið upp úr kössunum. Ég reyni líka að vera snemma í því og njóta aðventunnar í botn. Sá tími er eiginlega skemmtilegri og meira spennandi en hátíðardagarnir sjálfir," segir Dagný Reykjalín, grafískur hönnuður og framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Blek. Hún útbjó einfalt dagatal á blindramma til að telja niður dagana fram að jólum og auðvelda yngsta fólkinu á heimilinu biðina. Dagatalið gleður þó ekki síður þá eldri. "Drengirnir mínir eru 8 og 4 ára og við gerum okkur kósí stundir með því að föndra úr pappír og ýmiss konar efni fyrir jólin. Þeir eru líka liðtækir í eldhúsinu og afskaplega gaman að gera með þeim smákökur og konfekt. Dagatalið er líka mjög skemmtilegt fyrir þá eldri á heimilinu, til dæmis er tilvalið að systkini eða saumaklúbbar skiptist á litlum innpökkuðum gjöfum til að setja í pokana og það þarf ekki endilega að vera eitthvað aðkeypt, gæti til dæmis verið uppskriftin að pönnsunum hennar ömmu, falleg saga, minning eða gömul ljósmynd. Eitthvað örlítið sem færir smá bros á kinn og tilhlökkun á hverjum degi."DagatalBlindrammi 115x100 mm að stærð fæst í myndlistavöruverslunumSnæri eða gróft girniPlastvasar A4Rautt efni í slaufurBorði til að festa vasana við snæriðÞrýstið rammanum saman og stillið hann af við hornréttan vegg. Vefjið snærinu frekar þétt um rammann svo það slakni ekki um of þegar hengt er á það. Einnig hægt að festa greni eða jólaseríu á rammann ef vill.Klippið plastvasana í tvennt og saumið vasa með sikksakksaum í saumavél, opnum að ofan, jafnvel í mismunandi stærðum. Slaufurnar bjó ég til með því að klippa niður rautt flísefni. Pakkinn er úr þunnum pappír, einnig hægt að nota dagblaðapappír eða maskínupappír. Númerin prentaði ég út með fallegu letri, klippti niður og setti í vasana.Lítið gat er klippt efst á pokann og hann festur við slaufuna og snúruna með fallegum borða. Jólakortin eru hengd á snúruna með litlum klemmum og upplagt að nota nokkrar slaufur áfram á snúruna. -ratEinfalt föndur með börnum. Dagný teiknaði mót af lófa drengjanna sinna og klippti út úr grænum pappír, ljósum og dökkum og límdi á hring.... Föndur Jólaskraut Mest lesið Sálmur 84 - Signuð skín réttlætis sólin Jól Hundarnir líka jólalegir Jól Allir í bað á Þorláksmessu Jól Sósan má ekki klikka Jól Ómótstæðileg epla- og brómberjabaka Jól Jól Jól Jólasaga: Gamla jólatréð Jól Gyðingakökur Jól Björgvin og félagar sungu inn jólin - myndir Jól Rómantísk jól undir stjörnumergð Jól
Dagný Reykjalín föndrar gjarnan eitthvað fallegt fyrir jólin og nýtur aðventunnar jafnvel betur en sjálfra hátíðardaganna. Hún útbjó dagatal fyrir jólin í ár með litlum gjöfum á ramma til að telja niður dagana. Ég er mikið jólabarn og finnst dásamlegt að taka jólaskrautið upp úr kössunum. Ég reyni líka að vera snemma í því og njóta aðventunnar í botn. Sá tími er eiginlega skemmtilegri og meira spennandi en hátíðardagarnir sjálfir," segir Dagný Reykjalín, grafískur hönnuður og framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Blek. Hún útbjó einfalt dagatal á blindramma til að telja niður dagana fram að jólum og auðvelda yngsta fólkinu á heimilinu biðina. Dagatalið gleður þó ekki síður þá eldri. "Drengirnir mínir eru 8 og 4 ára og við gerum okkur kósí stundir með því að föndra úr pappír og ýmiss konar efni fyrir jólin. Þeir eru líka liðtækir í eldhúsinu og afskaplega gaman að gera með þeim smákökur og konfekt. Dagatalið er líka mjög skemmtilegt fyrir þá eldri á heimilinu, til dæmis er tilvalið að systkini eða saumaklúbbar skiptist á litlum innpökkuðum gjöfum til að setja í pokana og það þarf ekki endilega að vera eitthvað aðkeypt, gæti til dæmis verið uppskriftin að pönnsunum hennar ömmu, falleg saga, minning eða gömul ljósmynd. Eitthvað örlítið sem færir smá bros á kinn og tilhlökkun á hverjum degi."DagatalBlindrammi 115x100 mm að stærð fæst í myndlistavöruverslunumSnæri eða gróft girniPlastvasar A4Rautt efni í slaufurBorði til að festa vasana við snæriðÞrýstið rammanum saman og stillið hann af við hornréttan vegg. Vefjið snærinu frekar þétt um rammann svo það slakni ekki um of þegar hengt er á það. Einnig hægt að festa greni eða jólaseríu á rammann ef vill.Klippið plastvasana í tvennt og saumið vasa með sikksakksaum í saumavél, opnum að ofan, jafnvel í mismunandi stærðum. Slaufurnar bjó ég til með því að klippa niður rautt flísefni. Pakkinn er úr þunnum pappír, einnig hægt að nota dagblaðapappír eða maskínupappír. Númerin prentaði ég út með fallegu letri, klippti niður og setti í vasana.Lítið gat er klippt efst á pokann og hann festur við slaufuna og snúruna með fallegum borða. Jólakortin eru hengd á snúruna með litlum klemmum og upplagt að nota nokkrar slaufur áfram á snúruna. -ratEinfalt föndur með börnum. Dagný teiknaði mót af lófa drengjanna sinna og klippti út úr grænum pappír, ljósum og dökkum og límdi á hring....
Föndur Jólaskraut Mest lesið Sálmur 84 - Signuð skín réttlætis sólin Jól Hundarnir líka jólalegir Jól Allir í bað á Þorláksmessu Jól Sósan má ekki klikka Jól Ómótstæðileg epla- og brómberjabaka Jól Jól Jól Jólasaga: Gamla jólatréð Jól Gyðingakökur Jól Björgvin og félagar sungu inn jólin - myndir Jól Rómantísk jól undir stjörnumergð Jól