100 milljóna mengunarskattur 28. desember 2012 06:00 Steinull hf. fékk litlu úthlutað af heimildum þar sem verksmiðjan notar mikið rafmagn. „Í okkar tilfelli er íslenskt rafmagn talið losa jafn mikið CO eins og rafmagn í Evrópu,“ segir Einar Einarsson forstjóri.fréttablaðið/vilhelm Um áramótin fellur stóriðjan á Íslandi undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins (ESB) með losunarheimildir. Flugfélög hafa þurft að kaupa sér heimildir allt þetta ár en Alþingi samþykkti í desember breytingar á lögunum. Kerfið hefur verið starfrækt innan ESB síðan árið 2005, en það er meginstjórntæki sambandsins á sviði loftslagsmála. Því er ætlað að mynda hagræna hvata til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Viðskiptakerfið byggist þannig upp að losun gróðurhúsalofttegunda er gerð háð losunarheimildum. Rekstraraðilum ber að standa skil á bókhaldinu og afhenda yfirvöldum losunarheimildir í samræmi við útblástur hvers árs. Hugi Ólafsson, sérfræðingur hjá umhverfisráðuneytinu, segir að heimildunum sé úthlutað að hluta til endurgjaldslaust og að hluta til séu þær boðnar upp. „Ef rekstraraðilar eiga fleiri losunarheimildir en þeir þurfa að nota geta þeir selt þær á markaði og að sama skapi geta þeir keypt losunarheimildir ef upp á vantar. Þannig myndar viðskiptakerfið hagrænan hvata til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, t.d. með því að fjárfesta í umhverfisvænni tækni eða hagræða með öðrum hætti í rekstri sínum.“Heimildir keyptar Evrópusambandið hefur gefið út viðmið sem nemur losun á 1,514 tonnum af gróðurhúsalofttegundum á hvert framleitt tonn af áli. Kaupa þarf heimildir fyrir allt umfram það. Það er fundið út með því að taka saman frammistöðu þeirra tíu prósenta álvera í sambandinu sem minnst losa frá framleiðslu sinni. Á Íslandi voru framleidd 800 þúsund tonn af áli árið 2011. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samáls, Samtaka álframleiðenda, segir að meðallosun gróðurhúsalofttegunda á hvert framleitt tonn af áli hafi verið 1,6 tonn á síðasta ári. Það þýðir að kaupa þarf heimildir fyrir losun tæplega hálfs kílós af gróðurhúsalofttegundum fyrir hvert tonn af áli.Á að draga úr mengun Þorsteinn segir að innan framkvæmdastjórnar ESB séu uppi hugmyndir um að minnka pottinn þannig að færri losunarheimildir séu í boði. Með því eigi að hækka verðið á heimildunum. „Meðalverðið í dag er um sjö evrur á hvert tonn, en það þykir allt of lágt. Framkvæmdastjórnin hefur jafnvel rætt það að setja gólf á verðið, en markmið hennar er að verðið á tonninu sé ekki undir 15 evrum.“ Það þýðir að kostnaður sem leggst á álfyrirtækin verður um 75 til 100 milljónir strax, en getur tvöfaldast hækki verðið eins og stefnt er að. „Endanlegur kostnaður veltur náttúrulega líka á því hvernig fyrirtækjunum tekst að draga úr losun,“ segir Þorsteinn. Hærra verð á því að auka hagræna hvata til minni mengunar þegar fyrirtæki standa frammi fyrir þeirri ákvörðun að kaupa viðbótarlosunarheimildir, koma fyrir búnaði eða breyta aðferðum til að draga úr losun eða, ef nauðsyn þykir, draga úr framleiðslu. Loftslagsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Sjá meira
Um áramótin fellur stóriðjan á Íslandi undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins (ESB) með losunarheimildir. Flugfélög hafa þurft að kaupa sér heimildir allt þetta ár en Alþingi samþykkti í desember breytingar á lögunum. Kerfið hefur verið starfrækt innan ESB síðan árið 2005, en það er meginstjórntæki sambandsins á sviði loftslagsmála. Því er ætlað að mynda hagræna hvata til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Viðskiptakerfið byggist þannig upp að losun gróðurhúsalofttegunda er gerð háð losunarheimildum. Rekstraraðilum ber að standa skil á bókhaldinu og afhenda yfirvöldum losunarheimildir í samræmi við útblástur hvers árs. Hugi Ólafsson, sérfræðingur hjá umhverfisráðuneytinu, segir að heimildunum sé úthlutað að hluta til endurgjaldslaust og að hluta til séu þær boðnar upp. „Ef rekstraraðilar eiga fleiri losunarheimildir en þeir þurfa að nota geta þeir selt þær á markaði og að sama skapi geta þeir keypt losunarheimildir ef upp á vantar. Þannig myndar viðskiptakerfið hagrænan hvata til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, t.d. með því að fjárfesta í umhverfisvænni tækni eða hagræða með öðrum hætti í rekstri sínum.“Heimildir keyptar Evrópusambandið hefur gefið út viðmið sem nemur losun á 1,514 tonnum af gróðurhúsalofttegundum á hvert framleitt tonn af áli. Kaupa þarf heimildir fyrir allt umfram það. Það er fundið út með því að taka saman frammistöðu þeirra tíu prósenta álvera í sambandinu sem minnst losa frá framleiðslu sinni. Á Íslandi voru framleidd 800 þúsund tonn af áli árið 2011. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samáls, Samtaka álframleiðenda, segir að meðallosun gróðurhúsalofttegunda á hvert framleitt tonn af áli hafi verið 1,6 tonn á síðasta ári. Það þýðir að kaupa þarf heimildir fyrir losun tæplega hálfs kílós af gróðurhúsalofttegundum fyrir hvert tonn af áli.Á að draga úr mengun Þorsteinn segir að innan framkvæmdastjórnar ESB séu uppi hugmyndir um að minnka pottinn þannig að færri losunarheimildir séu í boði. Með því eigi að hækka verðið á heimildunum. „Meðalverðið í dag er um sjö evrur á hvert tonn, en það þykir allt of lágt. Framkvæmdastjórnin hefur jafnvel rætt það að setja gólf á verðið, en markmið hennar er að verðið á tonninu sé ekki undir 15 evrum.“ Það þýðir að kostnaður sem leggst á álfyrirtækin verður um 75 til 100 milljónir strax, en getur tvöfaldast hækki verðið eins og stefnt er að. „Endanlegur kostnaður veltur náttúrulega líka á því hvernig fyrirtækjunum tekst að draga úr losun,“ segir Þorsteinn. Hærra verð á því að auka hagræna hvata til minni mengunar þegar fyrirtæki standa frammi fyrir þeirri ákvörðun að kaupa viðbótarlosunarheimildir, koma fyrir búnaði eða breyta aðferðum til að draga úr losun eða, ef nauðsyn þykir, draga úr framleiðslu.
Loftslagsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Sjá meira