Elektró-indí frá Árborg Björn Teitsson skrifar 28. desember 2012 08:00 Blackout með Retrobot. Tónlist. Retrobot. Blackout. Eigin útgáfa Retrobot er selfysskur kvartett ungra pilta sem vöktu talsverða athygli á árinu þegar þeir sigruðu Músíktilraunir. Þrátt fyrir að rekja uppruna sinn til Selfoss spilar Retrobot ekki sveitaballatónlist í neinum hefðbundnum skilningi – þótt sveitin hafi reyndar spilað á 800 Bar. Skömmu síðar brann 800 Bar. Hvort það hafi eitthvað haft með tónleika Retrobot að gera skal ósagt látið. Í öllu falli spilar hljómsveitin elektró-skotið indí-popp, kannski ekki ósvipað því sem vinsælar hljómsveitir á borð við Cut Copy og Chromatics hafa spilað með góðum árangri. Blackout er fyrsta plata sveitarinnar en hér er um sex laga stuttskífu (EP) að ræða. Á plötunni er unnið mikið með nostalgíu frá níunda áratugnum og sækadelískum gítartónum. Sums staðar má jafnvel greina hiphop-áhrif úr Outkast-átt (Electric Wizard) og á lokalaginu, "Blackout," er engu líkara en Tony Hadley úr Spandau Ballet sé á bak við míkrafóninn. Allt þetta er mjög jákvætt fyrir þessa pilta, þó ekki nema bara til að auka á fjölbreytni tónlistarlífs við Ölfusá. Eins og áður segir er hljómsveitin ung að árum, meðlimirnir rétt að klára stúdentspróf. Þeir virðast hafa góð tök á því sem þeir eru að gera sé miðað við þessa stuttskífu og það verður spennandi að sjá hvernig Retrobot á eftir að standa sig þegar kemur að breiðskífuútgáfu. Hún hefur að minnsta kosti burði til að brenna þakið af húsinu, svo mikið er víst. Niðurstaða: Fínasta frumraun hjá nýjustu útflutningsafurð Árborgar. Blackout "…það verður spennandi að sjá hvernig Retrobot á eftir að standa sig þegar kemur að breiðskífuútgáfu.“ Mynd/Árný Fjóla Ásmundsdóttir Gagnrýni Mest lesið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Lífið samstarf „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Fleiri fréttir Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira
Tónlist. Retrobot. Blackout. Eigin útgáfa Retrobot er selfysskur kvartett ungra pilta sem vöktu talsverða athygli á árinu þegar þeir sigruðu Músíktilraunir. Þrátt fyrir að rekja uppruna sinn til Selfoss spilar Retrobot ekki sveitaballatónlist í neinum hefðbundnum skilningi – þótt sveitin hafi reyndar spilað á 800 Bar. Skömmu síðar brann 800 Bar. Hvort það hafi eitthvað haft með tónleika Retrobot að gera skal ósagt látið. Í öllu falli spilar hljómsveitin elektró-skotið indí-popp, kannski ekki ósvipað því sem vinsælar hljómsveitir á borð við Cut Copy og Chromatics hafa spilað með góðum árangri. Blackout er fyrsta plata sveitarinnar en hér er um sex laga stuttskífu (EP) að ræða. Á plötunni er unnið mikið með nostalgíu frá níunda áratugnum og sækadelískum gítartónum. Sums staðar má jafnvel greina hiphop-áhrif úr Outkast-átt (Electric Wizard) og á lokalaginu, "Blackout," er engu líkara en Tony Hadley úr Spandau Ballet sé á bak við míkrafóninn. Allt þetta er mjög jákvætt fyrir þessa pilta, þó ekki nema bara til að auka á fjölbreytni tónlistarlífs við Ölfusá. Eins og áður segir er hljómsveitin ung að árum, meðlimirnir rétt að klára stúdentspróf. Þeir virðast hafa góð tök á því sem þeir eru að gera sé miðað við þessa stuttskífu og það verður spennandi að sjá hvernig Retrobot á eftir að standa sig þegar kemur að breiðskífuútgáfu. Hún hefur að minnsta kosti burði til að brenna þakið af húsinu, svo mikið er víst. Niðurstaða: Fínasta frumraun hjá nýjustu útflutningsafurð Árborgar. Blackout "…það verður spennandi að sjá hvernig Retrobot á eftir að standa sig þegar kemur að breiðskífuútgáfu.“ Mynd/Árný Fjóla Ásmundsdóttir
Gagnrýni Mest lesið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Lífið samstarf „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Fleiri fréttir Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira