Lax-á hefur söluna í Ásgarði Garðar Örn Úlfarsson skrifar 10. janúar 2013 08:45 Lax-á, sem tók yfir Sogið fyrir Ásgarðslandi, er nú að hefja sölu laxveiðileyfa þar. Silungsveiðin hefst 1. apríl og salan er byrjuð. Stefán Sigurðsson, sölustjóri hjá Lax-á, segir söluna í Ásgarð hafa byrjað síðastliðinn mánudag. "Við erum strax búin að selja á milli 20 og 30 daga sem er nú bara ansi góð byrjun, Vorveiðin small inn á Agnið á þriðjudag og flugu strax nokkrir dagar út samdægurs," segir Stefán. Eins og kunnugt er gengu Lax-ármenn frá kaupum á Ásgarði á nýliðnu ári. Aðspurður segist Stefán telja að verð veiðileyfanna sé á mjög svipuðu róli og svæðið kostaði í fyrra fyrir þá sem ekki voru félagsmenn í Stangaveiðifélagi Reykjavíkur - sem þá hafði haft Ásgarðinn á leigu um langt árabil. "Svo það er engin dramantík í gangi," segir Stefán. "Núna ætla nýju eigendurnir að fínpússa húsið og gera það fínt fyrir 1. apríl, en þá hefst silungsveiðin." Þess má geta að fram til 20. júní fylgir veiðihúsið í Ásgarði með silungasvæðinu. Þar eru þrjá stangir sem seldar eru saman á samtals 25.500 krónur. Verð á hverja stöng er þannig 8.500 krónur sem er það sama og stóð félagsmönnum Stangaveiðifélags Reykjavíkur til boða í fyrra. Utanfélagsmenn þurftu þá hins vegar að greiða 10.625 krónur fyrir stöngina. Eins og nú fylgdi veiðihúsið með í kaupunum í vorveiðinni í fyrra. Stangveiði Mest lesið Veiði að glæðast í Straumunum Veiði Veiðivísir gefur Veiðikortið 2016 Veiði Er sumarflugan 2014 fundin? Veiði Lokatalan í Straumunum Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Léttklæddar laxaflugur Veiði Einföld og öflug straumfluga Veiði Síðasta rjúpnahelgin framundan Veiði Fjórir laxar við opnun Mýrarkvíslar Veiði Eystri Rangá aflahæst laxveiðiánna Veiði
Lax-á, sem tók yfir Sogið fyrir Ásgarðslandi, er nú að hefja sölu laxveiðileyfa þar. Silungsveiðin hefst 1. apríl og salan er byrjuð. Stefán Sigurðsson, sölustjóri hjá Lax-á, segir söluna í Ásgarð hafa byrjað síðastliðinn mánudag. "Við erum strax búin að selja á milli 20 og 30 daga sem er nú bara ansi góð byrjun, Vorveiðin small inn á Agnið á þriðjudag og flugu strax nokkrir dagar út samdægurs," segir Stefán. Eins og kunnugt er gengu Lax-ármenn frá kaupum á Ásgarði á nýliðnu ári. Aðspurður segist Stefán telja að verð veiðileyfanna sé á mjög svipuðu róli og svæðið kostaði í fyrra fyrir þá sem ekki voru félagsmenn í Stangaveiðifélagi Reykjavíkur - sem þá hafði haft Ásgarðinn á leigu um langt árabil. "Svo það er engin dramantík í gangi," segir Stefán. "Núna ætla nýju eigendurnir að fínpússa húsið og gera það fínt fyrir 1. apríl, en þá hefst silungsveiðin." Þess má geta að fram til 20. júní fylgir veiðihúsið í Ásgarði með silungasvæðinu. Þar eru þrjá stangir sem seldar eru saman á samtals 25.500 krónur. Verð á hverja stöng er þannig 8.500 krónur sem er það sama og stóð félagsmönnum Stangaveiðifélags Reykjavíkur til boða í fyrra. Utanfélagsmenn þurftu þá hins vegar að greiða 10.625 krónur fyrir stöngina. Eins og nú fylgdi veiðihúsið með í kaupunum í vorveiðinni í fyrra.
Stangveiði Mest lesið Veiði að glæðast í Straumunum Veiði Veiðivísir gefur Veiðikortið 2016 Veiði Er sumarflugan 2014 fundin? Veiði Lokatalan í Straumunum Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Léttklæddar laxaflugur Veiði Einföld og öflug straumfluga Veiði Síðasta rjúpnahelgin framundan Veiði Fjórir laxar við opnun Mýrarkvíslar Veiði Eystri Rangá aflahæst laxveiðiánna Veiði