Silungsparadís í Svarfaðardal Garðar Örn Úlfarsson skrifar 7. janúar 2013 20:45 Glæsilegir fiskar af svæði 1 í Svarfaðardalsá. Mynd / svak.is Nú styttist í að Stangaveiðifélag Akureyrar hefji veiðileyfasölu fyrir næsta sumar. Félagið hefur meðal annars hina rómuðu Svarfaðardalsá í umboðsölu. Sjóbleikjan er uppistaðan í veiðinni í Svarfaðardalsá. Sumarið 2012 veiddust þar 647 sjóbleikjur á svæðunum fimm sem ánni er skipt í. Að auki var landað 201 sjóbirtingi og 83 staðbundnum urriðum. Samtals var veiðin í fyrrasumar því 931 silungur í Svarfaðardalsá. Veitt er frá 1. júní til 10. september í Svarfaðardalsá sem er þó dæmigerð síðsumarsá og fer fyrst almennilega í gang í sjóbleikjunni eftir miðjan júlí. Á svak.is má skoða skiptingu veiðinnar eftir tegundum, dögum og svæðum. Fram kom í viðtali við Guðrúnu Unu Jónsdóttur, formann SVAK, hér á Veiðivísi um miðjan desember að bjartsýni sé hjá félaginu um góða sölu veiðileyfa fyrir næsta sumar. Benti Guðrún á að félagið einskorði sig við sölu í silung sem sé síður viðkvæmur gagnvart sölusveiflum en hin síhækkandi laxveiðileyfi. Stangveiði Mest lesið Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Veiðimyndakeppni flugunnar Zeldu í gangi Veiði Mikið af laxi á Iðu Veiði Fáskrúð í Dölum áfram hjá SVFR Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Síðasta helgin til rjúpnaveiða framundan Veiði Líflegt í Leirvogsá Veiði
Nú styttist í að Stangaveiðifélag Akureyrar hefji veiðileyfasölu fyrir næsta sumar. Félagið hefur meðal annars hina rómuðu Svarfaðardalsá í umboðsölu. Sjóbleikjan er uppistaðan í veiðinni í Svarfaðardalsá. Sumarið 2012 veiddust þar 647 sjóbleikjur á svæðunum fimm sem ánni er skipt í. Að auki var landað 201 sjóbirtingi og 83 staðbundnum urriðum. Samtals var veiðin í fyrrasumar því 931 silungur í Svarfaðardalsá. Veitt er frá 1. júní til 10. september í Svarfaðardalsá sem er þó dæmigerð síðsumarsá og fer fyrst almennilega í gang í sjóbleikjunni eftir miðjan júlí. Á svak.is má skoða skiptingu veiðinnar eftir tegundum, dögum og svæðum. Fram kom í viðtali við Guðrúnu Unu Jónsdóttur, formann SVAK, hér á Veiðivísi um miðjan desember að bjartsýni sé hjá félaginu um góða sölu veiðileyfa fyrir næsta sumar. Benti Guðrún á að félagið einskorði sig við sölu í silung sem sé síður viðkvæmur gagnvart sölusveiflum en hin síhækkandi laxveiðileyfi.
Stangveiði Mest lesið Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Veiðimyndakeppni flugunnar Zeldu í gangi Veiði Mikið af laxi á Iðu Veiði Fáskrúð í Dölum áfram hjá SVFR Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Síðasta helgin til rjúpnaveiða framundan Veiði Líflegt í Leirvogsá Veiði