Bankarnir björguðu of mörgum fyrirtækjum Þorbjörn Þórðarson skrifar 2. janúar 2013 22:42 Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir að eftir hrunið hafi bankarnir haldið of mörgum fyrirtækjum í rekstri sem ekki voru lífvænleg og hefðu frekar átt að fara í gjaldþrot. Eitt af því sem Samkeppniseftirlitð er nú að rannsaka eru samkeppnisbrot á bruggmarkaði. Mjög mörg fyrirtæki runnu í faðm bankanna vegna erfðrar skuldastöðu eftir hrunið. Í mörgum tilvikum héldu bankarnir lengi á fyrirtækjunum eftir að skuldir höfðu verið afskrifaðar og eigendur fyrirtækja sem voru í samkeppni við þessi félög kvörtuðu sáran undan því að leikurinn væri ójafn. Hér má rifja upp Pennan, en Arion banki átti það fyrirtæki í næstum tvö ár áður en það var selt. Þá má nefna Heklu og dæmin eru fleiri. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir eftir á að hyggja hafi bankarnir rekið of mörg fyrirtæki sem hefðu átt að fara í gjaldþrot, en Páll Gunnar er gestur okkar í nýjasta þættinum af Klinkinu. „Auðvitað er erfitt að meta þetta í mörgum tilvikum. Ég hugsa eftir á að hyggja að bankarnir hafi bjargað fullmörgum fyrirtækjum. Það hefði verið betra að horfast í augu við vandann fyrr og láta fleiri fyrirtæki fara í þrot," segir Páll. Eitt af því sem Samkeppniseftirlitið rannsakar nú eru samkeppnisbrot á bruggmarkaði, en smærri bjórframleiðendur kvörtuðu yfir meintum samkeppnisbrotum Ölgerðarinnar og Vífilfells. M.a vegna einkakaupsamninga sem fela í sér að það er verið að binda viðskiptavini, þ.e veitingahús, til langs tíma, sem skapar aðgangshindranir fyrir smærri keppinauta. „Einkakaupasamningar af þessu tagi geta bæði falið í sér misnotkun á markaðsráðandi stöðu en geta líka verið brot á banni við samráði. Ýmsir starfshættir á þessum markaði gefa manni grunsemdir um að það sé rétt sem litlu bjórframleiðendurnir segja að það séu aðgangshindranir á markaðnum," segir Páll.Hér má nálgast viðtalið við Pál í heild sinni. Klinkið Mest lesið Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Viðskipti innlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Sjá meira
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir að eftir hrunið hafi bankarnir haldið of mörgum fyrirtækjum í rekstri sem ekki voru lífvænleg og hefðu frekar átt að fara í gjaldþrot. Eitt af því sem Samkeppniseftirlitð er nú að rannsaka eru samkeppnisbrot á bruggmarkaði. Mjög mörg fyrirtæki runnu í faðm bankanna vegna erfðrar skuldastöðu eftir hrunið. Í mörgum tilvikum héldu bankarnir lengi á fyrirtækjunum eftir að skuldir höfðu verið afskrifaðar og eigendur fyrirtækja sem voru í samkeppni við þessi félög kvörtuðu sáran undan því að leikurinn væri ójafn. Hér má rifja upp Pennan, en Arion banki átti það fyrirtæki í næstum tvö ár áður en það var selt. Þá má nefna Heklu og dæmin eru fleiri. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir eftir á að hyggja hafi bankarnir rekið of mörg fyrirtæki sem hefðu átt að fara í gjaldþrot, en Páll Gunnar er gestur okkar í nýjasta þættinum af Klinkinu. „Auðvitað er erfitt að meta þetta í mörgum tilvikum. Ég hugsa eftir á að hyggja að bankarnir hafi bjargað fullmörgum fyrirtækjum. Það hefði verið betra að horfast í augu við vandann fyrr og láta fleiri fyrirtæki fara í þrot," segir Páll. Eitt af því sem Samkeppniseftirlitið rannsakar nú eru samkeppnisbrot á bruggmarkaði, en smærri bjórframleiðendur kvörtuðu yfir meintum samkeppnisbrotum Ölgerðarinnar og Vífilfells. M.a vegna einkakaupsamninga sem fela í sér að það er verið að binda viðskiptavini, þ.e veitingahús, til langs tíma, sem skapar aðgangshindranir fyrir smærri keppinauta. „Einkakaupasamningar af þessu tagi geta bæði falið í sér misnotkun á markaðsráðandi stöðu en geta líka verið brot á banni við samráði. Ýmsir starfshættir á þessum markaði gefa manni grunsemdir um að það sé rétt sem litlu bjórframleiðendurnir segja að það séu aðgangshindranir á markaðnum," segir Páll.Hér má nálgast viðtalið við Pál í heild sinni.
Klinkið Mest lesið Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Viðskipti innlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Sjá meira