Sundkappinn Jón Margeir Sverrisson var í dag útnefndur íþróttamaður Reykjavíkur. Hann er því bæði íþróttamaður Kópavogs og Reykjavíkur.
Borgarstjórinn í Reykjavík, Jón Gnarr, afhenti Jóni Margeiri verðlaunin við hátíðlega athöfn í Höfða í dag. Hann fékk af þessu tilefni farandbikar sem gefinn er af Reykjavíkurborg ásamt eignarbikar og 200.000 króna styrk frá Íþróttabandalagi Reykjavíkur.
Jón Margeir varð Ólympíumeistari í 200m skriðsundi á Ólympíumótinu í London í sumar. Jón setti einnig nýtt og glæsilegt heimsmet í þessu sama sundi. Jón setti þrjú heimsmet á árinu auk þess að vinna til margra verðlauna í hinum ýmsu sundgreinum á mótum erlendis. Hann er einnig margfaldur Íslandsmeistari árið 2012.
Allt frá árinu 1979 hefur stjórn Íþróttabandalags Reykjavíkur staðið fyrir vali á Íþróttamanni Reykjavíkur og er þetta því í 34. sinn sem Íþróttamaður Reykjavíkur er kjörinn. Meðfylgjandi er listi yfir Íþróttamenn Reykjavíkur frá upphafi.
Tíu aðrir afreksmenn fengu einnig viðurkenningu fyrir árangur sinn á árinu 2012 í Höfða í dag sem afhendar voru af formanni Íþróttabandalags Reykjavíkur, Ingvari Sverrissyni. Íþróttamennirnir eru þau:
Aníta Hinriksdóttir, Íþróttafélagi Reykjavíkur
Anton Sveinn McKee, Sundfélaginu Ægi
Ásdís Hjálmsdóttir, Glímufélaginu Ármanni
Ásgeir Sigurgeirsson, Skotfélagi Reykjavíkur
Einar Daði Lárusson, Íþróttafélagi Reykjavíkur
Eygló Ósk Gústafsdóttir, Sundfélaginu Ægi
Guðný Jenný Ásmundsdóttir, Knattspyrnufélaginu Val
Haraldur Franklín Magnús, Golfklúbbi Reykjavíkur
María Guðsteinsdóttir, Glímufélaginu Ármanni
Þormóður Jónsson, Júdófélagi Reykjavíkur
Jón Margeir íþróttamaður Reykjavíkur og Kópavogs

Mest lesið

„Sorgardagur fyrir Manchester City“
Enski boltinn

Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa
Íslenski boltinn


„Erum í basli undir körfunni“
Körfubolti

Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika
Körfubolti



Finnur Freyr framlengdi til 2028
Körfubolti

„Það erfiðasta er ennþá eftir“
Körfubolti

Fleiri fréttir
