Eldvatn: Tilboð undir væntingum Trausti Hafliðason skrifar 29. janúar 2013 18:58 Hér sést erlendur veiðimaður setja flugu undir við Þórðarvörðuhyl í Eldvatni. Mynd / Eldvatn.is Þrjú tilboð bárust í Eldvatn og var það hæsta upp á um 5 milljónir króna sem er töluvert undir væntingum. Tilboðin voru opnuð á laugardaginn. Jón Sigurgrímsson, formaður Veiðifélags Eldvatns, segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um framhaldið. Veiðifélagið muni fara yfir tilboðin á fundi þann 9. febrúar og eftir hann mun skýrast hvort einhverju tilboðanna verði tekið eða hvort þeim verði hreinlega öllum hafnað. Hæsta tilboðið barst frá óstofnuðu veiðifélagi, sem gengur undir heitinu Unubót. Tilboðið hljóðar upp á um 5 milljónir króna. Óstofnað veiðifélag, sem gengur undir heitinu Verndarsjóður sjóbirtingsins, bauð 4 milljónir króna. Að lokum bauð Hreggnasi, sem er meðal annars með Grímsá og Laxá í Kjós á leigu, 2 milljónir króna. Taka verður inn í reikninginn að tilboðin voru með ýmsum ákvæðum meðal annars var tilboð Hreggnasa með ákvæði um ræktun árinnar. Vegna þessa eru „þessar krónutölur ansi fljótandi skulum við segja," segir Jón. Aðspurður segist Jón ekki halda að þeir sem standi á bak við óstofnuðu félögin reki einhver önnur veiðifélög. „Ég held að þetta séu bara miklir áhugamenn um veiði," segir hann. Óskað var eftir tilboðum í veiðina í Eldvatni frá og með árinu 2013 til og með 2019. Í Eldvatni, sem er um 20 kílómetrum frá Kirkjubæjarklaustri, er veitt á sex stangir frá 1. apríl til 10. október og er eingöngu heimil fluguveiði. Á síðasta ári kostaði stöngin á dýrasta tíma 17.700 krónur á dag en að meðaltali kostaði dagurinn ríflega 10.000 krónur.[email protected] Stangveiði Mest lesið Veiði að glæðast í Straumunum Veiði Ennþá góður reytingur í Ytri Rangá Veiði Veiðivísir gefur Veiðikortið 2016 Veiði Lokatalan í Straumunum Veiði Er sumarflugan 2014 fundin? Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Sjóbirtingurinn mættur við Ölfusárós Veiði Lækkað verð á vatnasvæði Lýsu Veiði Ertu þú að henda laxi á hverju vori? Veiði Léttklæddar laxaflugur Veiði
Þrjú tilboð bárust í Eldvatn og var það hæsta upp á um 5 milljónir króna sem er töluvert undir væntingum. Tilboðin voru opnuð á laugardaginn. Jón Sigurgrímsson, formaður Veiðifélags Eldvatns, segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um framhaldið. Veiðifélagið muni fara yfir tilboðin á fundi þann 9. febrúar og eftir hann mun skýrast hvort einhverju tilboðanna verði tekið eða hvort þeim verði hreinlega öllum hafnað. Hæsta tilboðið barst frá óstofnuðu veiðifélagi, sem gengur undir heitinu Unubót. Tilboðið hljóðar upp á um 5 milljónir króna. Óstofnað veiðifélag, sem gengur undir heitinu Verndarsjóður sjóbirtingsins, bauð 4 milljónir króna. Að lokum bauð Hreggnasi, sem er meðal annars með Grímsá og Laxá í Kjós á leigu, 2 milljónir króna. Taka verður inn í reikninginn að tilboðin voru með ýmsum ákvæðum meðal annars var tilboð Hreggnasa með ákvæði um ræktun árinnar. Vegna þessa eru „þessar krónutölur ansi fljótandi skulum við segja," segir Jón. Aðspurður segist Jón ekki halda að þeir sem standi á bak við óstofnuðu félögin reki einhver önnur veiðifélög. „Ég held að þetta séu bara miklir áhugamenn um veiði," segir hann. Óskað var eftir tilboðum í veiðina í Eldvatni frá og með árinu 2013 til og með 2019. Í Eldvatni, sem er um 20 kílómetrum frá Kirkjubæjarklaustri, er veitt á sex stangir frá 1. apríl til 10. október og er eingöngu heimil fluguveiði. Á síðasta ári kostaði stöngin á dýrasta tíma 17.700 krónur á dag en að meðaltali kostaði dagurinn ríflega 10.000 krónur.[email protected]
Stangveiði Mest lesið Veiði að glæðast í Straumunum Veiði Ennþá góður reytingur í Ytri Rangá Veiði Veiðivísir gefur Veiðikortið 2016 Veiði Lokatalan í Straumunum Veiði Er sumarflugan 2014 fundin? Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Sjóbirtingurinn mættur við Ölfusárós Veiði Lækkað verð á vatnasvæði Lýsu Veiði Ertu þú að henda laxi á hverju vori? Veiði Léttklæddar laxaflugur Veiði