Djokovic stefnir á sigur á Opna franska Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. janúar 2013 16:45 Djokovic með fótboltakappanum Alessandro Del Piero eftir sigurinn um helgina. Del Piero spilar með ástralska liðinu Sydney FC. Nordic Photos / Getty Images Novak Djokovic er nú þegar byrjaður að undirbúa sig fyrir tennistímabilið í Evrópu og stefnir hann á sigur í Opna franska meistaramótið í júní. Djokovic varð fyrsti maðurinn í sögunni til að vinna þrjá titla í röð á Opna ástralska en alls hefur hann unnið mótið fjórum sinnum. Þá hefur hann unnið Wimbledon-mótið og Opna bandaríska einu sinni hvort, í bæði skiptin árið 2011. Opna franska er því eina stórmótið sem hann á eftir að vinna en hann komst nálægt því í fyrra. Þá tapaði hann fyrir Rafael Nadal í úrslitunum. „Auðvitað vil ég fara alla leið á Opna franska," sagði Djokovic en mótið er það eina af stórmótunum sem spilað er á leirvelli. Það er keppt á grasi á Wimbledon en hörðum velli í hinum tveimur stórmótunum. Djokovic er efsti maður heimslistans og var spurður hvort hann væri til í að fórna þeirri stöðu fyrir sigur í París. „Ég vil þetta allt saman. Ég hef enga ástæðu til að hafa ekki fulla trú á sjálfum mér." Nadal hefur haft mikla yfirburði á leirvöllum síðastliðin ár og unnið mótið sjö sinnum á ferlinum, þrátt fyrir að vera aðeins 26 ára gamall. Hann hefur hins vegar verið meiddur í langan tíma og ekkert spilað að viti síðan hann féll snemma úr leik á Wimbledon-mótinu síðastliðið sumar. Nadal er nú dottinn úr hópi fjögurra efstu á heimslistanum í tennis í fimmta sætið. Landi hans frá Spáni, David Ferrer, er í fjórða sætinu og er einnig bestur á leirvöllum. Þess má þó geta að Djokovic vann yfirburðasigur á Ferrer í undanúrslitunum í Melbourne fyrir helgi. Djokovic bar sigurorð af Andy Murray í úrslitunum um helgina en Murray vann Roger Federer í undanúrslitum. Þessir þrír eru sem fyrr í efstu sætum heimslistans. Tennis Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Fleiri fréttir Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Sjá meira
Novak Djokovic er nú þegar byrjaður að undirbúa sig fyrir tennistímabilið í Evrópu og stefnir hann á sigur í Opna franska meistaramótið í júní. Djokovic varð fyrsti maðurinn í sögunni til að vinna þrjá titla í röð á Opna ástralska en alls hefur hann unnið mótið fjórum sinnum. Þá hefur hann unnið Wimbledon-mótið og Opna bandaríska einu sinni hvort, í bæði skiptin árið 2011. Opna franska er því eina stórmótið sem hann á eftir að vinna en hann komst nálægt því í fyrra. Þá tapaði hann fyrir Rafael Nadal í úrslitunum. „Auðvitað vil ég fara alla leið á Opna franska," sagði Djokovic en mótið er það eina af stórmótunum sem spilað er á leirvelli. Það er keppt á grasi á Wimbledon en hörðum velli í hinum tveimur stórmótunum. Djokovic er efsti maður heimslistans og var spurður hvort hann væri til í að fórna þeirri stöðu fyrir sigur í París. „Ég vil þetta allt saman. Ég hef enga ástæðu til að hafa ekki fulla trú á sjálfum mér." Nadal hefur haft mikla yfirburði á leirvöllum síðastliðin ár og unnið mótið sjö sinnum á ferlinum, þrátt fyrir að vera aðeins 26 ára gamall. Hann hefur hins vegar verið meiddur í langan tíma og ekkert spilað að viti síðan hann féll snemma úr leik á Wimbledon-mótinu síðastliðið sumar. Nadal er nú dottinn úr hópi fjögurra efstu á heimslistanum í tennis í fimmta sætið. Landi hans frá Spáni, David Ferrer, er í fjórða sætinu og er einnig bestur á leirvöllum. Þess má þó geta að Djokovic vann yfirburðasigur á Ferrer í undanúrslitunum í Melbourne fyrir helgi. Djokovic bar sigurorð af Andy Murray í úrslitunum um helgina en Murray vann Roger Federer í undanúrslitum. Þessir þrír eru sem fyrr í efstu sætum heimslistans.
Tennis Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Fleiri fréttir Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Sjá meira