Sport Elítan: Viltu hlaupa hraðar? Silja Úlfarsdóttir skrifar 24. janúar 2013 18:30 Sport Elítan er hópur rúmlega 20 einstaklinga sem að hefur það að markmiði að bæta heilsu Íslendinga og hjálpa íþróttamönnum að ná lengra með því að bjóða uppá fjarþjálfun fyrir einstaklinga. Vísir og Sport Elítan eru í samstarfi og allir pistlar og hugleiðingar hópsins birtast á Vísi. Nú er komið að Silju Úlfarsdóttur einkaþjálfara og fyrrum frjálsíþróttakonu úr FH sem fer yfir nokkuð atriði til að ná að hlaupa hraðar en hún sjálf var frábær spretthlaupari á sínum tíma.Viltu hlaupa hraðar? Það er margt sem þú getur gert til að bæta hraðann þinn, en því miður er ekki nóg að fara út og spretta bara. Ég fæ margar fyrirspurnir frá foreldrum hvernig unglingarnir þeirra geti aukið hraða sinn. Það er í rauninni ekkert eitt rétt svar og er það meðal annars vegna þess að hlaupastílar eru jafn ólíkir og mismunandi og dýrin í Hálsaskógi! Til dæmis eru sumir svo stífir í mjöðmunum að það hefur áhrif á alla hreyfigetu, og erfitt verður t.d. að lyfta hnjánum. Mismunandi skrefalengd hefur oft mikil áhrif, sumir taka of stór skref meðan aðrir taka of lítil. Einnig er það mismunandi hvernig fólk lendir á fótunum, það er að segja hvort það lendi á tánum, táberginu eða hælunum? En allt hefur þetta áhrif á hlaupastílinn og þar með á hraðann. Það sem mér finnst oft vanta upp á hjá ungum íþróttamönnum er styrkurinn og líkamsvitundin. Þau þurfa að geta stjórnað og valdið líkama sínum, og til að ná því er mjög gott að gera styrktaræfingar, hopp og aðrar æfingar sem vinna með líkamsþyngd. Styrktaræfingar með eigin líkamsþyngd eru margar hverjar mjög góðar og mikilvægt er að krakkar nái valdi á þeim áður en þau fara t.d. í lyftingasalinn. Um leið og íþróttamaðurinn styrkist og fer að kunna betur á líkamann sinn er hraðinn fljótur að koma. Þetta helst nefnilega allt í hendur.Ef þú vilt bæta hraðann þá eru hér nokkrir punktar til umhugsunar: 1. Notaðu hendurnar hratt og vel þegar þú hleypur, því hraðari sem hendurnar hreyfast því hraðari hreyfast fæturnir. Passaðu þig á að hafa þær samt afslappaðar, ekki yfirspenntar. 2. Líkaminn þarf að vera í smá halla þegar þú hleyður, helst þannig að nokkuð bein lína myndist frá ökkla upp í höfuð. Margir reyna að búa þennan halla til með því að beygja sig fram í mjöðmunum, en það gerir illt verra (þá verður t.d. erfiðara að lyfta hnjánum eðlilega). 3. Tábergið er besti vinur þinn, ekki hlaupa á tánum! Notaðu tábergið til að spyrna þér áfram. Ef þú hleypur á hælunum er ólíklegt að þú sért með góðan halla fram, en örugglega stíf/ur í mjöðmunum. 4. Stór skref henta ekki öllum. Ekki reyna að taka of stór skref þannig að þú lendir fyrir framan þyngdarpunktinn þinn og þurfir því að tosa þig áfram, það getur orsakað meiðsli (sérstaklega aftan í læri). Þú villt lenda með fótinn beint undir þyngdarpunktinum svo þú getir spyrnt þér áfram. 5. Hlustaðu á taktinn í skrefunum þínum. Það er hægt að læra margt á því að hlusta á sig hlaupa (án djóks!)Hvernig er best að styrkja sig? Ég notast mikið við æfingar með eigin líkamsþyngd fyrir unglinga (undir 16 ára), en þeir sem eldri eru fara í lyftingasalinn og fá að rífa aðeins í lóðin. Hoppæfingar eru frábærar sprengikraftsæfingar og styrktaræfingar og það geta allir hoppað. Því miður hoppa ekki allir rétt og ótrúlega margir kunna ekki að lenda. Þetta er eitthvað sem ég skil ekki, af hverju ungu íþróttafólki er ekki kennt að lenda því mesta meiðslahættan er jú þegar þau lenda eftir uppstökk. Þegar ég kenni íþróttafólki að lenda úr hoppum nota ég „þyrlu samlíkingu". Reyndu að lenda eins og þyrla, það er að segja hljóðlega og mjúklega á öllum fætinum. Þeir sem lenda á tánum geta myndað óþarfa mikið álag á hnéin og ökklana, enda er það ekki eðlileg hreyfing (ég líki því við flugvél að hrapa!) Á æfingu í gær þá lét ég íþróttamennina mína hoppa. Benni sem er algjör gormur tók nokkur hopp fyrir mig sem ég deili hérna með ykkur, en þessi hopp nota ég mikið sama á hvaða leveli íþróttamennirnir eru! Hér getið þið séð videoið af Benedikt taka fullt af almennum hoppum á æfingu! Munið að hlúa vel að ungu íþróttafólki því þau eru framtíðin. Mikilvægt er að læra að hlaupa, hoppa, lenda og gera allar æfingar rétt frá byrjun. Ekki nóg að kalla yfir hópinn 10 hnébeygjur, armbeygjur eða hopp, þjálfarar og foreldrar þurfa að hjálpa íþróttamönnunum að læra þessar hreyfingar! Gangi ykkur vel Silja ÚlfarsEftirtaldir skipa hópinn sem stendur á bak við Sport Elítuna: Alexander Petersson (handknattleiksmaður) Arnar Grant (einkaþjálfari) Aron Einar Gunnarsson (knattspyrnumaður) Björgvin Páll Gústavsson (handknattleiksmaður) Edda Garðarsdóttir (knattspyrnukona) Einar Hólmgeirsson (handknattleiksmaður) Einar Ingi Kristjánsson (einkaþjálfari) Geir Gunnar Markússon (næringarfræðingur) Helena Sverrisdóttir (körfuknattleikskona) Helga Margrèt Þorsteinsdóttir (frjálsíþróttakona) Helgi Jónas Guðfinnsson (körfuknattleiksþjálfari) Hermann Hreiðarsson (knattspyrnumaður) Hlynur Bæringssson (körfuknattleiksmaður) Ingimundur Ingimundarson (handknattleiksmaður) Jón Arnór Stefánsson (körfuknattleiksmaður) Ragnhildur Þórðardóttir (einkaþjálfari) Rúrik Gíslason (knattspyrnumaður) Silja Úlfarsdóttir (einkaþjálfari) Stefán Sölvi Pétursson (kraftlyftingarmaður) VilhjálmurSteinarsson (einkaþjálfari) Yesmine Olsson (einkaþjálfari)Heimasíða Sport Elítunnar Sport-Elítan - Facebook síðaVísir/Getty Sport Elítan Mest lesið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Hélt að hann væri George Clooney Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Sport Elítan er hópur rúmlega 20 einstaklinga sem að hefur það að markmiði að bæta heilsu Íslendinga og hjálpa íþróttamönnum að ná lengra með því að bjóða uppá fjarþjálfun fyrir einstaklinga. Vísir og Sport Elítan eru í samstarfi og allir pistlar og hugleiðingar hópsins birtast á Vísi. Nú er komið að Silju Úlfarsdóttur einkaþjálfara og fyrrum frjálsíþróttakonu úr FH sem fer yfir nokkuð atriði til að ná að hlaupa hraðar en hún sjálf var frábær spretthlaupari á sínum tíma.Viltu hlaupa hraðar? Það er margt sem þú getur gert til að bæta hraðann þinn, en því miður er ekki nóg að fara út og spretta bara. Ég fæ margar fyrirspurnir frá foreldrum hvernig unglingarnir þeirra geti aukið hraða sinn. Það er í rauninni ekkert eitt rétt svar og er það meðal annars vegna þess að hlaupastílar eru jafn ólíkir og mismunandi og dýrin í Hálsaskógi! Til dæmis eru sumir svo stífir í mjöðmunum að það hefur áhrif á alla hreyfigetu, og erfitt verður t.d. að lyfta hnjánum. Mismunandi skrefalengd hefur oft mikil áhrif, sumir taka of stór skref meðan aðrir taka of lítil. Einnig er það mismunandi hvernig fólk lendir á fótunum, það er að segja hvort það lendi á tánum, táberginu eða hælunum? En allt hefur þetta áhrif á hlaupastílinn og þar með á hraðann. Það sem mér finnst oft vanta upp á hjá ungum íþróttamönnum er styrkurinn og líkamsvitundin. Þau þurfa að geta stjórnað og valdið líkama sínum, og til að ná því er mjög gott að gera styrktaræfingar, hopp og aðrar æfingar sem vinna með líkamsþyngd. Styrktaræfingar með eigin líkamsþyngd eru margar hverjar mjög góðar og mikilvægt er að krakkar nái valdi á þeim áður en þau fara t.d. í lyftingasalinn. Um leið og íþróttamaðurinn styrkist og fer að kunna betur á líkamann sinn er hraðinn fljótur að koma. Þetta helst nefnilega allt í hendur.Ef þú vilt bæta hraðann þá eru hér nokkrir punktar til umhugsunar: 1. Notaðu hendurnar hratt og vel þegar þú hleypur, því hraðari sem hendurnar hreyfast því hraðari hreyfast fæturnir. Passaðu þig á að hafa þær samt afslappaðar, ekki yfirspenntar. 2. Líkaminn þarf að vera í smá halla þegar þú hleyður, helst þannig að nokkuð bein lína myndist frá ökkla upp í höfuð. Margir reyna að búa þennan halla til með því að beygja sig fram í mjöðmunum, en það gerir illt verra (þá verður t.d. erfiðara að lyfta hnjánum eðlilega). 3. Tábergið er besti vinur þinn, ekki hlaupa á tánum! Notaðu tábergið til að spyrna þér áfram. Ef þú hleypur á hælunum er ólíklegt að þú sért með góðan halla fram, en örugglega stíf/ur í mjöðmunum. 4. Stór skref henta ekki öllum. Ekki reyna að taka of stór skref þannig að þú lendir fyrir framan þyngdarpunktinn þinn og þurfir því að tosa þig áfram, það getur orsakað meiðsli (sérstaklega aftan í læri). Þú villt lenda með fótinn beint undir þyngdarpunktinum svo þú getir spyrnt þér áfram. 5. Hlustaðu á taktinn í skrefunum þínum. Það er hægt að læra margt á því að hlusta á sig hlaupa (án djóks!)Hvernig er best að styrkja sig? Ég notast mikið við æfingar með eigin líkamsþyngd fyrir unglinga (undir 16 ára), en þeir sem eldri eru fara í lyftingasalinn og fá að rífa aðeins í lóðin. Hoppæfingar eru frábærar sprengikraftsæfingar og styrktaræfingar og það geta allir hoppað. Því miður hoppa ekki allir rétt og ótrúlega margir kunna ekki að lenda. Þetta er eitthvað sem ég skil ekki, af hverju ungu íþróttafólki er ekki kennt að lenda því mesta meiðslahættan er jú þegar þau lenda eftir uppstökk. Þegar ég kenni íþróttafólki að lenda úr hoppum nota ég „þyrlu samlíkingu". Reyndu að lenda eins og þyrla, það er að segja hljóðlega og mjúklega á öllum fætinum. Þeir sem lenda á tánum geta myndað óþarfa mikið álag á hnéin og ökklana, enda er það ekki eðlileg hreyfing (ég líki því við flugvél að hrapa!) Á æfingu í gær þá lét ég íþróttamennina mína hoppa. Benni sem er algjör gormur tók nokkur hopp fyrir mig sem ég deili hérna með ykkur, en þessi hopp nota ég mikið sama á hvaða leveli íþróttamennirnir eru! Hér getið þið séð videoið af Benedikt taka fullt af almennum hoppum á æfingu! Munið að hlúa vel að ungu íþróttafólki því þau eru framtíðin. Mikilvægt er að læra að hlaupa, hoppa, lenda og gera allar æfingar rétt frá byrjun. Ekki nóg að kalla yfir hópinn 10 hnébeygjur, armbeygjur eða hopp, þjálfarar og foreldrar þurfa að hjálpa íþróttamönnunum að læra þessar hreyfingar! Gangi ykkur vel Silja ÚlfarsEftirtaldir skipa hópinn sem stendur á bak við Sport Elítuna: Alexander Petersson (handknattleiksmaður) Arnar Grant (einkaþjálfari) Aron Einar Gunnarsson (knattspyrnumaður) Björgvin Páll Gústavsson (handknattleiksmaður) Edda Garðarsdóttir (knattspyrnukona) Einar Hólmgeirsson (handknattleiksmaður) Einar Ingi Kristjánsson (einkaþjálfari) Geir Gunnar Markússon (næringarfræðingur) Helena Sverrisdóttir (körfuknattleikskona) Helga Margrèt Þorsteinsdóttir (frjálsíþróttakona) Helgi Jónas Guðfinnsson (körfuknattleiksþjálfari) Hermann Hreiðarsson (knattspyrnumaður) Hlynur Bæringssson (körfuknattleiksmaður) Ingimundur Ingimundarson (handknattleiksmaður) Jón Arnór Stefánsson (körfuknattleiksmaður) Ragnhildur Þórðardóttir (einkaþjálfari) Rúrik Gíslason (knattspyrnumaður) Silja Úlfarsdóttir (einkaþjálfari) Stefán Sölvi Pétursson (kraftlyftingarmaður) VilhjálmurSteinarsson (einkaþjálfari) Yesmine Olsson (einkaþjálfari)Heimasíða Sport Elítunnar Sport-Elítan - Facebook síðaVísir/Getty
Sport Elítan Mest lesið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Hélt að hann væri George Clooney Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira