Dramatískar sigurkörfur og sjötta tap ÍR í röð | Úrslit kvöldsins í körfunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. janúar 2013 21:46 Elvar Már Friðriksson. Mynd/Valli ÍR-ingar eru áfram á botni Dominos-deildar karla í körfubolta eftir 17 stiga tap á heimavelli á móti Njarðvík í kvöld, 81-98. ÍR-ingar hafa nú tapað sex leikjum í röð og falldraugurinn er farinn að sjást í Hertz-hellinum í Seljaskóla. Grindvíkingar eru komnir á toppinn eftir sigur á Þór Þorlákshöfn í uppgjöri tveggja efstu liðanna og Snæfellingar hefndu fyrir bikartap á móti Stjörnunni á sunnudagskvöldið með dramatískum sigri í Garðabænum. Báðir leikir unnust á sigurkörfum rétt fyrir leikslok. Jay Threatt skoraði sigurkörfu Snæfells 6,4 sekúndum fyrir leikslok en Stjarnan var sjö stigum yfir, 86-79, þegar aðeins tvær mínútur voru eftir af leiknum. Snæfell vann síðustu tvær mínúturnar 10-2 og tryggði sér 89-88 sigur. Samuel Zeglinski skoraði sigurkörfu Grindavíkur á móti Þór fimm sekúndum fyrir leikslok en Grindavík vann leikinn 89-87 og tók þar með toppsætið af Þórsurum. Njarðvík og Skallagrímur styrktu bæði stöðu sína í baráttunni um tvö síðustu sætin inn í úrslitakeppnina því Skallagrímur vann tveggja stiga heimasigur á Fjölni, 75-73, í kvöld. Fjölnismenn voru nálægt því að stela sigrinum í lokin í Borgarnesi. Skallagrímsmenn voru ellefu stigum yfir fyrir lokaleikhlutann en Fjölnismenn fengu þriggja stiga skot í lokin sem hefði tryggt þeim sigur.Úrslit og stigaskor í leikjum kvöldsins:Stjarnan-Snæfell 88-89 (21-23, 27-24, 18-20, 22-22)Stjarnan: Jarrid Frye 27/9 fráköst/5 stoðsendingar, Justin Shouse 19/6 stoðsendingar, Brian Mills 13/7 fráköst/4 varin skot, Jovan Zdravevski 12/4 fráköst, Fannar Freyr Helgason 10/7 fráköst, Dagur Kár Jónsson 4, Kjartan Atli Kjartansson 3.Snæfell: Jay Threatt 28/6 fráköst/9 stoðsendingar, Sigurður Á. Þorvaldsson 18, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 16/4 fráköst, Asim McQueen 10/4 fráköst, Sveinn Arnar Davíðsson 7, Ólafur Torfason 6/12 fráköst, Hafþór Ingi Gunnarsson 4/5 fráköst.Grindavík-Þór Þ. 89-87 (19-15, 21-25, 30-26, 19-21)Grindavík: Aaron Broussard 35/10 fráköst, Samuel Zeglinski 19/6 stoðsendingar, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 16/10 fráköst, Þorleifur Ólafsson 12/4 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 5, Björn Steinar Brynjólfsson 2.Þór Þ.: Benjamin Curtis Smith 26/7 stoðsendingar, David Bernard Jackson 23/10 fráköst, Darri Hilmarsson 14/5 fráköst, Darrell Flake 11/10 fráköst, Guðmundur Jónsson 6, Baldur Þór Ragnarsson 5/4 fráköst, Emil Karel Einarsson 2.ÍR-Njarðvík 81-98 (16-24, 23-28, 21-24, 21-22)ÍR: D'Andre Jordan Williams 27/4 fráköst/9 stoðsendingar, Eric James Palm 18/5 fráköst, Sveinbjörn Claessen 10, Vilhjálmur Theodór Jónsson 8/6 fráköst, Nemanja Sovic 8/9 fráköst, Hjalti Friðriksson 6/4 fráköst, Ellert Arnarson 2, Þorvaldur Hauksson 2.Njarðvík: Elvar Már Friðriksson 23/4 fráköst/6 stoðsendingar, Nigel Moore 21/8 fráköst, Marcus Van 20/18 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 15, Ólafur Helgi Jónsson 10/8 fráköst, Ágúst Orrason 6, Hjörtur Hrafn Einarsson 3.Skallagrímur-Fjölnir 85-83 (28-30, 25-11, 21-22, 11-20)Skallagrímur: Carlos Medlock 40/5 fráköst, Davíð Ásgeirsson 13/4 fráköst, Hörður Helgi Hreiðarsson 11/5 fráköst, Sigmar Egilsson 8, Páll Axel Vilbergsson 7/7 fráköst, Trausti Eiríksson 3/4 fráköst, Orri Jónsson 3.Fjölnir: Christopher Smith 23/16 fráköst, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 16/8 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 15, Arnþór Freyr Guðmundsson 9/4 fráköst, Gunnar Ólafsson 8, Isacc Deshon Miles 8/5 fráköst/6 stoðsendingar, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 4. Dominos-deild karla Mest lesið Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Sport Fleiri fréttir Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Sjá meira
ÍR-ingar eru áfram á botni Dominos-deildar karla í körfubolta eftir 17 stiga tap á heimavelli á móti Njarðvík í kvöld, 81-98. ÍR-ingar hafa nú tapað sex leikjum í röð og falldraugurinn er farinn að sjást í Hertz-hellinum í Seljaskóla. Grindvíkingar eru komnir á toppinn eftir sigur á Þór Þorlákshöfn í uppgjöri tveggja efstu liðanna og Snæfellingar hefndu fyrir bikartap á móti Stjörnunni á sunnudagskvöldið með dramatískum sigri í Garðabænum. Báðir leikir unnust á sigurkörfum rétt fyrir leikslok. Jay Threatt skoraði sigurkörfu Snæfells 6,4 sekúndum fyrir leikslok en Stjarnan var sjö stigum yfir, 86-79, þegar aðeins tvær mínútur voru eftir af leiknum. Snæfell vann síðustu tvær mínúturnar 10-2 og tryggði sér 89-88 sigur. Samuel Zeglinski skoraði sigurkörfu Grindavíkur á móti Þór fimm sekúndum fyrir leikslok en Grindavík vann leikinn 89-87 og tók þar með toppsætið af Þórsurum. Njarðvík og Skallagrímur styrktu bæði stöðu sína í baráttunni um tvö síðustu sætin inn í úrslitakeppnina því Skallagrímur vann tveggja stiga heimasigur á Fjölni, 75-73, í kvöld. Fjölnismenn voru nálægt því að stela sigrinum í lokin í Borgarnesi. Skallagrímsmenn voru ellefu stigum yfir fyrir lokaleikhlutann en Fjölnismenn fengu þriggja stiga skot í lokin sem hefði tryggt þeim sigur.Úrslit og stigaskor í leikjum kvöldsins:Stjarnan-Snæfell 88-89 (21-23, 27-24, 18-20, 22-22)Stjarnan: Jarrid Frye 27/9 fráköst/5 stoðsendingar, Justin Shouse 19/6 stoðsendingar, Brian Mills 13/7 fráköst/4 varin skot, Jovan Zdravevski 12/4 fráköst, Fannar Freyr Helgason 10/7 fráköst, Dagur Kár Jónsson 4, Kjartan Atli Kjartansson 3.Snæfell: Jay Threatt 28/6 fráköst/9 stoðsendingar, Sigurður Á. Þorvaldsson 18, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 16/4 fráköst, Asim McQueen 10/4 fráköst, Sveinn Arnar Davíðsson 7, Ólafur Torfason 6/12 fráköst, Hafþór Ingi Gunnarsson 4/5 fráköst.Grindavík-Þór Þ. 89-87 (19-15, 21-25, 30-26, 19-21)Grindavík: Aaron Broussard 35/10 fráköst, Samuel Zeglinski 19/6 stoðsendingar, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 16/10 fráköst, Þorleifur Ólafsson 12/4 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 5, Björn Steinar Brynjólfsson 2.Þór Þ.: Benjamin Curtis Smith 26/7 stoðsendingar, David Bernard Jackson 23/10 fráköst, Darri Hilmarsson 14/5 fráköst, Darrell Flake 11/10 fráköst, Guðmundur Jónsson 6, Baldur Þór Ragnarsson 5/4 fráköst, Emil Karel Einarsson 2.ÍR-Njarðvík 81-98 (16-24, 23-28, 21-24, 21-22)ÍR: D'Andre Jordan Williams 27/4 fráköst/9 stoðsendingar, Eric James Palm 18/5 fráköst, Sveinbjörn Claessen 10, Vilhjálmur Theodór Jónsson 8/6 fráköst, Nemanja Sovic 8/9 fráköst, Hjalti Friðriksson 6/4 fráköst, Ellert Arnarson 2, Þorvaldur Hauksson 2.Njarðvík: Elvar Már Friðriksson 23/4 fráköst/6 stoðsendingar, Nigel Moore 21/8 fráköst, Marcus Van 20/18 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 15, Ólafur Helgi Jónsson 10/8 fráköst, Ágúst Orrason 6, Hjörtur Hrafn Einarsson 3.Skallagrímur-Fjölnir 85-83 (28-30, 25-11, 21-22, 11-20)Skallagrímur: Carlos Medlock 40/5 fráköst, Davíð Ásgeirsson 13/4 fráköst, Hörður Helgi Hreiðarsson 11/5 fráköst, Sigmar Egilsson 8, Páll Axel Vilbergsson 7/7 fráköst, Trausti Eiríksson 3/4 fráköst, Orri Jónsson 3.Fjölnir: Christopher Smith 23/16 fráköst, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 16/8 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 15, Arnþór Freyr Guðmundsson 9/4 fráköst, Gunnar Ólafsson 8, Isacc Deshon Miles 8/5 fráköst/6 stoðsendingar, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 4.
Dominos-deild karla Mest lesið Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Sport Fleiri fréttir Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Sjá meira