Sveini Arnari ekki refsað Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. febrúar 2013 23:17 Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ úrskurðaði í dag í máli Sveins Arnars Davíðssonar, leikmanns Snæfells í Domino's-deild karla. Sveinn Arnar var kærður fyrir atvik sem kom upp í leik liðsins gegn KFÍ um helgina. Myndbandsupptaka þótti sýna að Sveinn Arnar hefði sveiflað fætinum að höfði Damier Pitts, leikmanni KFÍ. Aga- og úrskurðarnefndin telur þó myndbandið ekki sýna með óyggjandi hætti að leikmaðurinn hafi brotið af sér. Allir nefndarmeðlimir voru þó ekki sammála og skilaði minnihlutinn sératkvæði. Úrskurðinn má lesa hér fyrir neðan: Mál nr. 22/2012-2013 Mál þetta er tekið fyrir af aga- og úrskurðanefnd á grundvelli 5. mgr. 6. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál og er niðurstaðan m.a. byggð á myndbandsupptöku af hinu kærða atviki. Í tilvísuðu reglugerðarákvæði er gerð krafa um að gögn sýni með óyggjandi hætti að brot hafi verið framið. Þrátt fyrir mjög ítarlega og ítrekaða skoðun á myndbandinu, treystir meirihluti nefndarinnar sér ekki til að fella hið meinta brot undir ákvæðið, þ.e. að sýnt hafi verið fram á með óyggjandi hætti að um brot hafi verið að ræða og verður hinn kærði því látinn njóta vafans. Þessi niðurstaða fær einnig stuðning í afstöðu beggja keppnisliða til atviksins. Þegar af þeirri ástæðu telur meirihluti aga- og úrskurð-arnefndar ekki fært að beita hinn kærða viðurlögum vegna atviksins. Sveini A. Davíðssyni, leikmanni Snæfells, verður ekki gerð refsing vegna hins kærða atviks í leik KFÍ og Snæfells í Domino´s deild karla - mfl., sem fram fór sunnu-daginn 10.02 2013. Sératkvæði. Við erum sammála meirihluta nefndarinnar hvað tilvísun í reglugerð um aga- og úrskurðarmál varðar, þ.e. að málið sé tekið fyrir á grundvelli 5. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar. Dómari leiksins kærði atvikið og kemur fram í kæru hans að um viljandi líkamsmeiðingar hafi verið að ræða og byggir það mat á skoðun atviksins á upptöku. Aga- og úrskurðarnefnd er ekki bundin af því mati dómara þegar svo háttar til sem hér, þ.e. þegar atvik fer framhjá dómara meðan á leik stendur en kært er fyrir það eftir á. Nefndin leggur því sitt mat á atvikið. Við getum ekki tekið undir mat meirihlutans að ekkert brot hafi verið framið, enda sýnir upptaka af atvikinu vel að leikmaður Snæfells rykkir fót sínum í átt að andliti leikmanns KFÍ sem liggur á gólfinu. Í því felst háskalegt athæfi en ljóst er þó að afleiðingar þess voru þó litlar sem engar. Þá er rétt að benda á að í yfirlýsingum liðanna ber nokkuð í milli um atvik málsins og að okkar mati er ekki hægt að lesa úr yfirlýsingu KFÍ viðurkenningu þess efnis að ekkert brot hafi átt sér stað en þar kemur fram að leikmaður Snæfells setji "fót í höfuð leikmanns KFÍ". Í ljósi þess að meirihluti nefndarinnar vill sýkna leikmann Snæfells teljum við þó óþarft að kveða á um viðurlög. Dominos-deild karla Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar Sport „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti Fleiri fréttir „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Sjá meira
Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ úrskurðaði í dag í máli Sveins Arnars Davíðssonar, leikmanns Snæfells í Domino's-deild karla. Sveinn Arnar var kærður fyrir atvik sem kom upp í leik liðsins gegn KFÍ um helgina. Myndbandsupptaka þótti sýna að Sveinn Arnar hefði sveiflað fætinum að höfði Damier Pitts, leikmanni KFÍ. Aga- og úrskurðarnefndin telur þó myndbandið ekki sýna með óyggjandi hætti að leikmaðurinn hafi brotið af sér. Allir nefndarmeðlimir voru þó ekki sammála og skilaði minnihlutinn sératkvæði. Úrskurðinn má lesa hér fyrir neðan: Mál nr. 22/2012-2013 Mál þetta er tekið fyrir af aga- og úrskurðanefnd á grundvelli 5. mgr. 6. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál og er niðurstaðan m.a. byggð á myndbandsupptöku af hinu kærða atviki. Í tilvísuðu reglugerðarákvæði er gerð krafa um að gögn sýni með óyggjandi hætti að brot hafi verið framið. Þrátt fyrir mjög ítarlega og ítrekaða skoðun á myndbandinu, treystir meirihluti nefndarinnar sér ekki til að fella hið meinta brot undir ákvæðið, þ.e. að sýnt hafi verið fram á með óyggjandi hætti að um brot hafi verið að ræða og verður hinn kærði því látinn njóta vafans. Þessi niðurstaða fær einnig stuðning í afstöðu beggja keppnisliða til atviksins. Þegar af þeirri ástæðu telur meirihluti aga- og úrskurð-arnefndar ekki fært að beita hinn kærða viðurlögum vegna atviksins. Sveini A. Davíðssyni, leikmanni Snæfells, verður ekki gerð refsing vegna hins kærða atviks í leik KFÍ og Snæfells í Domino´s deild karla - mfl., sem fram fór sunnu-daginn 10.02 2013. Sératkvæði. Við erum sammála meirihluta nefndarinnar hvað tilvísun í reglugerð um aga- og úrskurðarmál varðar, þ.e. að málið sé tekið fyrir á grundvelli 5. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar. Dómari leiksins kærði atvikið og kemur fram í kæru hans að um viljandi líkamsmeiðingar hafi verið að ræða og byggir það mat á skoðun atviksins á upptöku. Aga- og úrskurðarnefnd er ekki bundin af því mati dómara þegar svo háttar til sem hér, þ.e. þegar atvik fer framhjá dómara meðan á leik stendur en kært er fyrir það eftir á. Nefndin leggur því sitt mat á atvikið. Við getum ekki tekið undir mat meirihlutans að ekkert brot hafi verið framið, enda sýnir upptaka af atvikinu vel að leikmaður Snæfells rykkir fót sínum í átt að andliti leikmanns KFÍ sem liggur á gólfinu. Í því felst háskalegt athæfi en ljóst er þó að afleiðingar þess voru þó litlar sem engar. Þá er rétt að benda á að í yfirlýsingum liðanna ber nokkuð í milli um atvik málsins og að okkar mati er ekki hægt að lesa úr yfirlýsingu KFÍ viðurkenningu þess efnis að ekkert brot hafi átt sér stað en þar kemur fram að leikmaður Snæfells setji "fót í höfuð leikmanns KFÍ". Í ljósi þess að meirihluti nefndarinnar vill sýkna leikmann Snæfells teljum við þó óþarft að kveða á um viðurlög.
Dominos-deild karla Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar Sport „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti Fleiri fréttir „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins