Var að undirbúa óvænta Valentínusargjöf 14. febrúar 2013 10:53 Oscar Pistorius ásamt Reevu Steenkamp nýlega. Suður-afríski spretthlauparinn Oscar Pistorius kemur fyrir dómara síðar í dag þar sem krafist verður gæsluvarðhalds yfir honum og á hann yfir höfði sér ákæru fyrir morð. Eins og greint var frá í morgun skaut hann kærustu sína til bana á heimili þeirra í Pretoria snemma í morgun en fjölmiðlar segja að hann hafi talið að hún væri innbrotsþjófur. Kærastan hét Reeva Steenkamp og var þrítug þegar hún lést í nótt. Þau höfðu verið saman í tvo mánuði. Breska ríkisútvarpið segir að hún hafi verið með nokkur skotsár á höfði og á efri hluta líkamans. Sjúkraflutningamenn náðu ekki að bjarga lífi hennar og lést hún á heimili íþróttahetjunnar. 9mm skammbyssa fannst á vettvangi. Breska blaðið The Guardian segir að líklegt sé að Steenkamp hafi verið að undirbúa óvænta Valentínusargjöf þegar Pistorius vaknaði og taldi að innbrotsþjófur hafi verið á heimilinu. Í gærkvöldi setti hún eftirfarandi skilaboð á Twitter: „Hvað ætlið þið að gera fyrir ástina ykkar á morgun?" og í svari til vinar á samskiptasíðunni stuttu síðar sagði hún: „Það hljómar mjög vel! Wow þetta er það sem þetta snýst um! Þetta á að vera dagur ástarinnar fyrir alla, megi hann vera ánægjulegur!"Fyrir utan heimili Pistorius í morgunMynd/APUmboðsmaður hans Peet van Zyl var á leið til Pretoria þegar Daily Mail náði á hann í morgun. „Ég vona að ég geti spjallað við hann á lögreglustöðinni. Oscar er hógvær og viðkunnalegur náungi – Ég er viss um að það sem gerðist hafi verið hræðileg mistök af hans hálfu en ég hef ekki smáatriðin á hreinu eins og stendur," sagði hann við blaðið. Pistorius er einn af þekktustu íþróttamönnum í Suður Afríku en hann var fyrsti spretthlauparinn í sögunni til að taka þátt í hlaupi á Ólympíuleikum þótt hann hafi misst báða fætur sína. Þetta var í 4x400 boðhlaupinu á Ólympíuleikunum í London síðasta sumar. Hann tekur þátt í spretthlaupum á gervifótum sem stoðtækjaframleiðandinn Össur smíðar fyrir hann. Oscar Pistorius Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Suður-afríski spretthlauparinn Oscar Pistorius kemur fyrir dómara síðar í dag þar sem krafist verður gæsluvarðhalds yfir honum og á hann yfir höfði sér ákæru fyrir morð. Eins og greint var frá í morgun skaut hann kærustu sína til bana á heimili þeirra í Pretoria snemma í morgun en fjölmiðlar segja að hann hafi talið að hún væri innbrotsþjófur. Kærastan hét Reeva Steenkamp og var þrítug þegar hún lést í nótt. Þau höfðu verið saman í tvo mánuði. Breska ríkisútvarpið segir að hún hafi verið með nokkur skotsár á höfði og á efri hluta líkamans. Sjúkraflutningamenn náðu ekki að bjarga lífi hennar og lést hún á heimili íþróttahetjunnar. 9mm skammbyssa fannst á vettvangi. Breska blaðið The Guardian segir að líklegt sé að Steenkamp hafi verið að undirbúa óvænta Valentínusargjöf þegar Pistorius vaknaði og taldi að innbrotsþjófur hafi verið á heimilinu. Í gærkvöldi setti hún eftirfarandi skilaboð á Twitter: „Hvað ætlið þið að gera fyrir ástina ykkar á morgun?" og í svari til vinar á samskiptasíðunni stuttu síðar sagði hún: „Það hljómar mjög vel! Wow þetta er það sem þetta snýst um! Þetta á að vera dagur ástarinnar fyrir alla, megi hann vera ánægjulegur!"Fyrir utan heimili Pistorius í morgunMynd/APUmboðsmaður hans Peet van Zyl var á leið til Pretoria þegar Daily Mail náði á hann í morgun. „Ég vona að ég geti spjallað við hann á lögreglustöðinni. Oscar er hógvær og viðkunnalegur náungi – Ég er viss um að það sem gerðist hafi verið hræðileg mistök af hans hálfu en ég hef ekki smáatriðin á hreinu eins og stendur," sagði hann við blaðið. Pistorius er einn af þekktustu íþróttamönnum í Suður Afríku en hann var fyrsti spretthlauparinn í sögunni til að taka þátt í hlaupi á Ólympíuleikum þótt hann hafi misst báða fætur sína. Þetta var í 4x400 boðhlaupinu á Ólympíuleikunum í London síðasta sumar. Hann tekur þátt í spretthlaupum á gervifótum sem stoðtækjaframleiðandinn Össur smíðar fyrir hann.
Oscar Pistorius Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira