Frábær skáktilþrif í Hörpu 24. febrúar 2013 11:48 Veronika Steinunn Magnúsdóttir Frábær tilþrif sáust í 6. umferð N1 Reykjavíkurskákmótsins í Hörpu í gær. Mikil spenna er á toppnum og ljóst að lokaumferðirnar verða æsispennandi. Pavel Eljanov frá Úkraínu er einn efstur, en margir eiga möguleika á sigri á mótinu. Alþjóðlegu meistararnir Hjörvar Steinn Grétarsson og Dagur Arngrímsson og stórmeistarinn Henrik Danielsen eru efstir íslenskra skákmeistara að lokinni sjöttu umferð N1 Reykjavíkurskákmótsins sem fram fór í Hörpu í dag. Hjörvar gerði öruggt jafntefli við hinn öfluga úkraínska stórmeistara Vladimir Baklan og Henrik gerði jafntefli við sænska stórmeistarann Nils Grandelius. Dagur Arngrímsson vann stórmeistarann Stefán Kristjánsson. Friðrik Ólafsson er ósigraður eftir sex umferðir. Friðrik Ólafsson, fyrsti stórmeistari Íslendinga, sigraði Kjartan Mack í góðri skák, og er ósigraður með 4 vinninga eftir 6 umferðir. Wesley So, einn fremsti skákmaður heims frá Filipseyjum. Úkraínski stórmeistarinn Pavel Eljanov er einn efstur með 5,5 vinning eftir sigur á Búlgaranum Ivan Cheparinov. Sjö skákmenn hafa 5 vinninga. Þar á meðal eru þrír stigahæstu skákmenn heims undir tvítugu, Anish Giri, Hollandi, Wesley So, Filippseyjum, og Yu Yangyi, Kína. Hinn kornungi Dawid Kolka þungt hugsi. Mikið var um að vera í dag. Fyrr í dag fór fram Reykjavik Barna Blitz, sem er hraðskákkeppni ungra skákmanna. Dawid Kolka hafði þar sigur eftir sigur á Hilmi Frey Heimissyni, sigurvegara síðasta árs, í úrslitaeinvígi. Skákhöllin í Hörpu. Einnig fór fram skáknámskeið fyrir stúlkur þar sem um 60-70 stelpur tóku þátt í tilefni Stelpuskákdagsins, sem stofnað var til í fyrra í tilefni komu Hou Yifan. Námskeiðinu verður framhaldið á morgun og þá verður hinn formlegi Stelpuskákdagur Íslands. Sjöunda umferð hefst kl. 13. Þá verður Jón L. Árnason, stórmeistari, með skákskýringar. Ungir snillingar tefldu í 6. umferð, Yu Yangyi og Anish Giri. Ungir keppendur á N1 Reykjavíkurmótinu, Óskar Víkingur og Þorsteinn Magnússon. Svínn Grandelius og íslenski stórmeistarinn Henrik Danielsen. Rúmenska landsliðskonan og skákblaðamaðurinn Alina L´Ami. Allar myndirnar eru úr smiðju Skáksambands Íslands. Reykjavíkurskákmótið Skák Reykjavík Harpa Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Sjá meira
Frábær tilþrif sáust í 6. umferð N1 Reykjavíkurskákmótsins í Hörpu í gær. Mikil spenna er á toppnum og ljóst að lokaumferðirnar verða æsispennandi. Pavel Eljanov frá Úkraínu er einn efstur, en margir eiga möguleika á sigri á mótinu. Alþjóðlegu meistararnir Hjörvar Steinn Grétarsson og Dagur Arngrímsson og stórmeistarinn Henrik Danielsen eru efstir íslenskra skákmeistara að lokinni sjöttu umferð N1 Reykjavíkurskákmótsins sem fram fór í Hörpu í dag. Hjörvar gerði öruggt jafntefli við hinn öfluga úkraínska stórmeistara Vladimir Baklan og Henrik gerði jafntefli við sænska stórmeistarann Nils Grandelius. Dagur Arngrímsson vann stórmeistarann Stefán Kristjánsson. Friðrik Ólafsson er ósigraður eftir sex umferðir. Friðrik Ólafsson, fyrsti stórmeistari Íslendinga, sigraði Kjartan Mack í góðri skák, og er ósigraður með 4 vinninga eftir 6 umferðir. Wesley So, einn fremsti skákmaður heims frá Filipseyjum. Úkraínski stórmeistarinn Pavel Eljanov er einn efstur með 5,5 vinning eftir sigur á Búlgaranum Ivan Cheparinov. Sjö skákmenn hafa 5 vinninga. Þar á meðal eru þrír stigahæstu skákmenn heims undir tvítugu, Anish Giri, Hollandi, Wesley So, Filippseyjum, og Yu Yangyi, Kína. Hinn kornungi Dawid Kolka þungt hugsi. Mikið var um að vera í dag. Fyrr í dag fór fram Reykjavik Barna Blitz, sem er hraðskákkeppni ungra skákmanna. Dawid Kolka hafði þar sigur eftir sigur á Hilmi Frey Heimissyni, sigurvegara síðasta árs, í úrslitaeinvígi. Skákhöllin í Hörpu. Einnig fór fram skáknámskeið fyrir stúlkur þar sem um 60-70 stelpur tóku þátt í tilefni Stelpuskákdagsins, sem stofnað var til í fyrra í tilefni komu Hou Yifan. Námskeiðinu verður framhaldið á morgun og þá verður hinn formlegi Stelpuskákdagur Íslands. Sjöunda umferð hefst kl. 13. Þá verður Jón L. Árnason, stórmeistari, með skákskýringar. Ungir snillingar tefldu í 6. umferð, Yu Yangyi og Anish Giri. Ungir keppendur á N1 Reykjavíkurmótinu, Óskar Víkingur og Þorsteinn Magnússon. Svínn Grandelius og íslenski stórmeistarinn Henrik Danielsen. Rúmenska landsliðskonan og skákblaðamaðurinn Alina L´Ami. Allar myndirnar eru úr smiðju Skáksambands Íslands.
Reykjavíkurskákmótið Skák Reykjavík Harpa Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Sjá meira