Hver er Oscar Pistorius? Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 20. febrúar 2013 15:40 Pistorius var ellefu mánaða þegar báðir fætur hans voru fjarlægðir neðan við hné. Mynd/Getty Suður-afríski spretthlauparinn Oscar Pistorius er grunaður um að hafa myrt kærustu sína af yfirlögðu ráði að morgni 14. febrúar. En hver er þessi margumtalaði maður? Hann fæddist í Jóhannesarborg þann 22. nóvember árið 1986 og var gefið nafnið Oscar Leonard Carl Pistorius. Þegar hann var ellefu mánaða voru báðir fætur hans fjarlægðir fyrir neðan hné vegna sjaldgæfs fæðingargalla, en sperrileggi (fibular) vantaði í báða fætur hans. Á unglingsaldri stundaði hann ýmsar íþróttir, þar á meðal rugby, glímu, vatnapóló og tennis. Hann meiddist á hné við rugby-iðkun sumarið 2003 og fór að leggja stund á spretthlaup í endurhæfingunni. Pistorius komst í samband við íslenska stoðtækjaframleiðandann Össur, og keppti á Ólympíumóti fatlaðra í Aþenu árið 2004 þar sem hann hljóp á gervifótum frá Össuri, eins konar blöðkum, og vann til gullverðlauna í 200 metra spretthlaupi. Hann kom í mark á 21.97 sekúndum og setti þar með heimsmet.Pistorius samdi við stoðtækjaframleiðandann Össur árið 2006. Hér er Pistorius ásamt forstjóra fyrirtækisins, Jóni Sigurðssyni.Mynd úr safni.Ólympíugull Árið 2006 hóf hann nám við háskólann í Pretoria þar sem hann lærði viðskiptastjórnun, en samhliða náminu hélt Pistorius áfram að hlaupa. Ári síðar hóf hann að keppa gegn ófötluðum á alþjóðlegum mótum víða um heim, og fljótlega fóru að heyrast gagnrýnisraddir. Héldu menn því fram að blöðkufæturnir veittu honum forskot á aðra keppendur. Var honum í kjölfarið bannað að hlaupa á gervifótunum gegn ófötluðum íþróttamönnum og draumar hans um að keppa á Ólympíuleikunum í Peking 2008 urðu að engu. Keppnisbanninu var aflétt rétt fyrir leikana, eftir áfrýjun Pistoriusar, en það var of seint til þess að hann gæti tekið þátt. Þess í stað keppti hann á Ólympíumóti fatlaðra og vann til þrennra gullverðlauna. Pistorius varð tíður gestur á síðum íþrótta- og lífstílsblaða um allan heim. Fólk dáðist að þrautseigju þessa unga og metnaðarfulla íþróttamanns. Hann skrifaði undir samninga við fjölda fyrirtækja, s.s. fatarisann Nike, símafyrirtækið BT, og ilmvatnsframleiðandann Thierry Mugler.Pistorius prýddi forsíður tímarita af ýmsum toga.Í fyrra varð Pistorius svo fyrsti fótalausi íþróttamaður sögunnar til að keppa á Ólympíuleikum. Hann komst í undanúrslit í 400 metra hlaupi og hljóp alla leið í úrslit með boðhlaupssveit Suður-Afríku. Hann komst ekki á verðlaunapall á Ólympíuleikunum, en var sigursæll á Ólympíumóti fatlaðra sama ár. Vann hann til tveggja gullverðlauna auk silfurs. Í nóvember á síðasta ári stofnaði Pistorius til ástarsambands með Reevu Steenkamp, lögfræðimenntaðri fyrirsætu sem var þremur árum eldri en hlauparinn. Það var síðan á fimmtudagsmorgunn í síðustu viku sem hinn hræðilegi atburður átti sér stað á heimili Pistoriusar.Slys eða kaldrifjað morð? Fyrstu fréttir af málinu voru þær að hann hafi skotið hana fyrir mistök þar sem hann hélt að hún væri innbrotsþjófur. Fljótlega lék þó grunur á að Pistorius hefði skotið Steenkamp viljandi, og var hann handtekinn í kjölfarið og að lokum ákærður fyrir morð.Pistorius var handtekinn þann 14. febrúar vegna gruns um morð.Mynd/APNú kemur það í hlut dómara að ákveða hvort hann verði látinn laus gegn tryggingagjaldi, en Pistorius hefur hágrátið í dómssalnum í hvert sinn sem hann hefur verið leiddur fyrir dómarann. Á morgun mun líklega ráðast hvort honum verði sleppt, en mikill hiti var í verjendum Pistoriusar í dómssalnum í dag. Verjandinn Barry Roux þjarmaði að lögreglumanninum Hilton Botha, en hann fer fyrir rannsókn málsins. Var Botha sakaður um óvönduð vinnubrögð við rannsóknina og viðurkenndi hann að hafa gerst sekur um klaufaskap varðandi nokkur atriði rannsóknarinnar. Það er ljóst að mál Oscars Pistoriusar er flókið og dularfullt, en líklega eru dagar hans sem íþróttahetju liðnir.Samband Pistoriusar og Steenkamp hófst í nóvember á síðasta ári.Mynd/AP Oscar Pistorius Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Suður-afríski spretthlauparinn Oscar Pistorius er grunaður um að hafa myrt kærustu sína af yfirlögðu ráði að morgni 14. febrúar. En hver er þessi margumtalaði maður? Hann fæddist í Jóhannesarborg þann 22. nóvember árið 1986 og var gefið nafnið Oscar Leonard Carl Pistorius. Þegar hann var ellefu mánaða voru báðir fætur hans fjarlægðir fyrir neðan hné vegna sjaldgæfs fæðingargalla, en sperrileggi (fibular) vantaði í báða fætur hans. Á unglingsaldri stundaði hann ýmsar íþróttir, þar á meðal rugby, glímu, vatnapóló og tennis. Hann meiddist á hné við rugby-iðkun sumarið 2003 og fór að leggja stund á spretthlaup í endurhæfingunni. Pistorius komst í samband við íslenska stoðtækjaframleiðandann Össur, og keppti á Ólympíumóti fatlaðra í Aþenu árið 2004 þar sem hann hljóp á gervifótum frá Össuri, eins konar blöðkum, og vann til gullverðlauna í 200 metra spretthlaupi. Hann kom í mark á 21.97 sekúndum og setti þar með heimsmet.Pistorius samdi við stoðtækjaframleiðandann Össur árið 2006. Hér er Pistorius ásamt forstjóra fyrirtækisins, Jóni Sigurðssyni.Mynd úr safni.Ólympíugull Árið 2006 hóf hann nám við háskólann í Pretoria þar sem hann lærði viðskiptastjórnun, en samhliða náminu hélt Pistorius áfram að hlaupa. Ári síðar hóf hann að keppa gegn ófötluðum á alþjóðlegum mótum víða um heim, og fljótlega fóru að heyrast gagnrýnisraddir. Héldu menn því fram að blöðkufæturnir veittu honum forskot á aðra keppendur. Var honum í kjölfarið bannað að hlaupa á gervifótunum gegn ófötluðum íþróttamönnum og draumar hans um að keppa á Ólympíuleikunum í Peking 2008 urðu að engu. Keppnisbanninu var aflétt rétt fyrir leikana, eftir áfrýjun Pistoriusar, en það var of seint til þess að hann gæti tekið þátt. Þess í stað keppti hann á Ólympíumóti fatlaðra og vann til þrennra gullverðlauna. Pistorius varð tíður gestur á síðum íþrótta- og lífstílsblaða um allan heim. Fólk dáðist að þrautseigju þessa unga og metnaðarfulla íþróttamanns. Hann skrifaði undir samninga við fjölda fyrirtækja, s.s. fatarisann Nike, símafyrirtækið BT, og ilmvatnsframleiðandann Thierry Mugler.Pistorius prýddi forsíður tímarita af ýmsum toga.Í fyrra varð Pistorius svo fyrsti fótalausi íþróttamaður sögunnar til að keppa á Ólympíuleikum. Hann komst í undanúrslit í 400 metra hlaupi og hljóp alla leið í úrslit með boðhlaupssveit Suður-Afríku. Hann komst ekki á verðlaunapall á Ólympíuleikunum, en var sigursæll á Ólympíumóti fatlaðra sama ár. Vann hann til tveggja gullverðlauna auk silfurs. Í nóvember á síðasta ári stofnaði Pistorius til ástarsambands með Reevu Steenkamp, lögfræðimenntaðri fyrirsætu sem var þremur árum eldri en hlauparinn. Það var síðan á fimmtudagsmorgunn í síðustu viku sem hinn hræðilegi atburður átti sér stað á heimili Pistoriusar.Slys eða kaldrifjað morð? Fyrstu fréttir af málinu voru þær að hann hafi skotið hana fyrir mistök þar sem hann hélt að hún væri innbrotsþjófur. Fljótlega lék þó grunur á að Pistorius hefði skotið Steenkamp viljandi, og var hann handtekinn í kjölfarið og að lokum ákærður fyrir morð.Pistorius var handtekinn þann 14. febrúar vegna gruns um morð.Mynd/APNú kemur það í hlut dómara að ákveða hvort hann verði látinn laus gegn tryggingagjaldi, en Pistorius hefur hágrátið í dómssalnum í hvert sinn sem hann hefur verið leiddur fyrir dómarann. Á morgun mun líklega ráðast hvort honum verði sleppt, en mikill hiti var í verjendum Pistoriusar í dómssalnum í dag. Verjandinn Barry Roux þjarmaði að lögreglumanninum Hilton Botha, en hann fer fyrir rannsókn málsins. Var Botha sakaður um óvönduð vinnubrögð við rannsóknina og viðurkenndi hann að hafa gerst sekur um klaufaskap varðandi nokkur atriði rannsóknarinnar. Það er ljóst að mál Oscars Pistoriusar er flókið og dularfullt, en líklega eru dagar hans sem íþróttahetju liðnir.Samband Pistoriusar og Steenkamp hófst í nóvember á síðasta ári.Mynd/AP
Oscar Pistorius Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira