Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Fram 21-32 | Fram mætir Val í úrslitum bikarsins Sigmar Sigfússon í Laugardalshöll skrifar 9. mars 2013 00:01 Mynd/Vilhelm Fram vann afar sannfærandi ellefu marka sigur, 21 - 32, á Gróttu í seinni undanúrslitaleiknum Símabikarsins í Laugardalshöllinni í dag. Það verða því Valur og Fram sem mætast á morgun í úrslitaleik Símabikarsins. Leikurinn var jafn og spennandi til að byrja með og liðin skiptust á skora og jafna. Á 15 mínútu leiksins var staðan 5 – 5 og markmenn beggja liða búnir að eiga ágætis spretti fyrir sín lið. Þá gáfu stelpurnar úr Safamýrinni í og byrjuðu að spila grimma vörn sem skilaði sér í hverju hraðarupphlaupinu á eftir öðru. Forystan jókst jafnt og þétt og endaði hálfleikurinn 8 – 15 fyrir Fram og þægilegur sjö marka munur staðreynd. Fram hélt uppteknum hætti í upphafi seinni hálfleiks og leikurinn var vægast sagt óspennandi. Grótta átti aldrei möguleika og Safamýrastelpur bættu við forystuna hægt og rólega. Birna Berg Haraldsdóttir og Stella Sigurðardóttir voru virkilega öflugar fyrir Fram og skoruðu sjö mörk hvor eða saman um helming marka Fram. Fram er með virkilega vel spilandi lið og því má segja að það verði hálfgerður drauma úrslitaleikur þegar þær taka á móti Val. Fram er með stóran og breiðan hóp og það skilaði þessum sigri ásamt miklum tæknifeilum Gróttu. Halldór: Þægilegt að hafa breiðan hóp„Við bjuggust alveg hörkuleik og að þær myndu gefa allt í þetta sem og þær gerðu. Lið Gróttu er á uppleið þannig að við vissum að við þyrftum að taka leikinn mjög alvarlega og á fullum krafti. Við unnum leikinn á 10 mínútna kafla í fyrri hálfleik og ég er virkilega ánægður með þann kafla hjá okkur,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Fram eftir leikinn. „Leikurinn var gríðalega jafn í upphafi en þá setti ég Steinunni Björnsdóttir í miðjuna í vörnina hjá okkur og þetta small, þannig að það er þægilegt að hafa breiðan hóp og geta gert svona breytingar ef manni finnst eitthvað vanta upp á. „Leikurinn á morgun verður bara stál í stál, gömlu Reykjavíkurstórveldin mætast. Við verðum bara að taka þann slag, þegar maður er kominn í úrslit í bikar er þetta bara helmingslíkur. Sá leikur mun ráðast á fleiri fráköstum, fleiri vörðum boltum og færri feilsendingum og öllu því, gamla klisjan. Liðin eru mjög jöfn Valur og Fram, Valsstelpurnar eru gríðalega vel mannaðar en við ættum að eiga góðan möguleika á móti þeim ef við mætum vel skipulögð og á fullu.“ sagði Halldór að lokum. Sunna María Einarsdóttir var öflugust í liði Gróttu með níu mörk og átti fínan leik og það hefði mátt koma meira frá fleiri leikmönnum Gróttu í þessum leik. Sunna: Það er alltaf fúlt að tapa„Við er auðvitað mjög svekktar en að sama skapi mjög ánægðar með það að komast í undanúrslitin í Höllinni. En það kom þarna 7-0 kafli hjá þeim í fyrri hálfleik sem slóg okkur alveg út af laginu,“ sagði Sunna María „Við áttum að vera mun ágengari í vörninni á móti þeim og gera mun færri tæknifeila ásamt því að fleiri leikmenn þurftu að skila sínu fyrir félagið. Við köstuðum boltanum svona tíu sinnum í hendurnar á þeim sem skilaði sér ótal mörgum hraðaupphlaupum í bakið á okkur“ „Fram og Valur eru vissulega sterkustu liðin á landinu en hin liðin eiga alveg að geta strítt þeim. En ef við spilum eins og við gerðum í dag eigum við ekki séns í þau, það er alveg ljóst“ „Það er alltaf fúlt að tapa og ég veit ekki hvernig stemningin er inn í klefa núna en þetta fer í reynslubankann“. Sagði Sunna að lokum Olís-deild kvenna Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira
Fram vann afar sannfærandi ellefu marka sigur, 21 - 32, á Gróttu í seinni undanúrslitaleiknum Símabikarsins í Laugardalshöllinni í dag. Það verða því Valur og Fram sem mætast á morgun í úrslitaleik Símabikarsins. Leikurinn var jafn og spennandi til að byrja með og liðin skiptust á skora og jafna. Á 15 mínútu leiksins var staðan 5 – 5 og markmenn beggja liða búnir að eiga ágætis spretti fyrir sín lið. Þá gáfu stelpurnar úr Safamýrinni í og byrjuðu að spila grimma vörn sem skilaði sér í hverju hraðarupphlaupinu á eftir öðru. Forystan jókst jafnt og þétt og endaði hálfleikurinn 8 – 15 fyrir Fram og þægilegur sjö marka munur staðreynd. Fram hélt uppteknum hætti í upphafi seinni hálfleiks og leikurinn var vægast sagt óspennandi. Grótta átti aldrei möguleika og Safamýrastelpur bættu við forystuna hægt og rólega. Birna Berg Haraldsdóttir og Stella Sigurðardóttir voru virkilega öflugar fyrir Fram og skoruðu sjö mörk hvor eða saman um helming marka Fram. Fram er með virkilega vel spilandi lið og því má segja að það verði hálfgerður drauma úrslitaleikur þegar þær taka á móti Val. Fram er með stóran og breiðan hóp og það skilaði þessum sigri ásamt miklum tæknifeilum Gróttu. Halldór: Þægilegt að hafa breiðan hóp„Við bjuggust alveg hörkuleik og að þær myndu gefa allt í þetta sem og þær gerðu. Lið Gróttu er á uppleið þannig að við vissum að við þyrftum að taka leikinn mjög alvarlega og á fullum krafti. Við unnum leikinn á 10 mínútna kafla í fyrri hálfleik og ég er virkilega ánægður með þann kafla hjá okkur,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Fram eftir leikinn. „Leikurinn var gríðalega jafn í upphafi en þá setti ég Steinunni Björnsdóttir í miðjuna í vörnina hjá okkur og þetta small, þannig að það er þægilegt að hafa breiðan hóp og geta gert svona breytingar ef manni finnst eitthvað vanta upp á. „Leikurinn á morgun verður bara stál í stál, gömlu Reykjavíkurstórveldin mætast. Við verðum bara að taka þann slag, þegar maður er kominn í úrslit í bikar er þetta bara helmingslíkur. Sá leikur mun ráðast á fleiri fráköstum, fleiri vörðum boltum og færri feilsendingum og öllu því, gamla klisjan. Liðin eru mjög jöfn Valur og Fram, Valsstelpurnar eru gríðalega vel mannaðar en við ættum að eiga góðan möguleika á móti þeim ef við mætum vel skipulögð og á fullu.“ sagði Halldór að lokum. Sunna María Einarsdóttir var öflugust í liði Gróttu með níu mörk og átti fínan leik og það hefði mátt koma meira frá fleiri leikmönnum Gróttu í þessum leik. Sunna: Það er alltaf fúlt að tapa„Við er auðvitað mjög svekktar en að sama skapi mjög ánægðar með það að komast í undanúrslitin í Höllinni. En það kom þarna 7-0 kafli hjá þeim í fyrri hálfleik sem slóg okkur alveg út af laginu,“ sagði Sunna María „Við áttum að vera mun ágengari í vörninni á móti þeim og gera mun færri tæknifeila ásamt því að fleiri leikmenn þurftu að skila sínu fyrir félagið. Við köstuðum boltanum svona tíu sinnum í hendurnar á þeim sem skilaði sér ótal mörgum hraðaupphlaupum í bakið á okkur“ „Fram og Valur eru vissulega sterkustu liðin á landinu en hin liðin eiga alveg að geta strítt þeim. En ef við spilum eins og við gerðum í dag eigum við ekki séns í þau, það er alveg ljóst“ „Það er alltaf fúlt að tapa og ég veit ekki hvernig stemningin er inn í klefa núna en þetta fer í reynslubankann“. Sagði Sunna að lokum
Olís-deild kvenna Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira