Rolls Royce Wraith er allt sem þú þarft… ekki! Finnur Thorlacius skrifar 9. mars 2013 09:30 Þakið í bílnum innanverðum er þakið litlum ljósum sem minna á stjörnurnar í himinhvolfinu. Það er ekki oft sem sagt er frá nýjum bílum frá Rolls Royce, því fram að þessu samanstóð vörulína þeirra af tveimur bílum. Það breytist nú í þrjá. Sá nýjasti hefur fengið nafnið Wraith og er nú kynntur á bílasýningunni í Genf. Wraith, sem þýðir afturganga á okkar ylhýra, er eiginlega "coupe"-gerð af Ghost bíl Rolls Royce og á að vera svar fyrirtækisins við Continental GT bíl Bentley. Hann er samt miklu dýrari og munar þar 12,5 milljón en verðið á Wraith er 40-52 milljónir, eftir því hversu vel hann er búinn. Vélin í bílnum er 12 strokka og 624 hestafla og sjálfskiptingin 8 gíra. Bíllinn er svo hlaðinn búnaði og íburði að annað eins hefur vart sést. Bíllinn er tveggja dyra og þær opnast að framan, ekki aftan eins og í flestum bílum. Þakið í bílnum innanverðum er þakið litlum ljósum sem minna á stjörnurnar í himinhvolfinu. Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent
Þakið í bílnum innanverðum er þakið litlum ljósum sem minna á stjörnurnar í himinhvolfinu. Það er ekki oft sem sagt er frá nýjum bílum frá Rolls Royce, því fram að þessu samanstóð vörulína þeirra af tveimur bílum. Það breytist nú í þrjá. Sá nýjasti hefur fengið nafnið Wraith og er nú kynntur á bílasýningunni í Genf. Wraith, sem þýðir afturganga á okkar ylhýra, er eiginlega "coupe"-gerð af Ghost bíl Rolls Royce og á að vera svar fyrirtækisins við Continental GT bíl Bentley. Hann er samt miklu dýrari og munar þar 12,5 milljón en verðið á Wraith er 40-52 milljónir, eftir því hversu vel hann er búinn. Vélin í bílnum er 12 strokka og 624 hestafla og sjálfskiptingin 8 gíra. Bíllinn er svo hlaðinn búnaði og íburði að annað eins hefur vart sést. Bíllinn er tveggja dyra og þær opnast að framan, ekki aftan eins og í flestum bílum. Þakið í bílnum innanverðum er þakið litlum ljósum sem minna á stjörnurnar í himinhvolfinu.
Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent