Kínverskar flugáhafnir selja bíla Finnur Thorlacius skrifar 14. mars 2013 12:30 Sannarlega nýlunda í bílasölu í heiminum Flugáhafnir verða sérþjálfaðar í sölu á kínverskum bílum. Kínverska lággjaldaflugfélagið Spring Airlines ætlar í næsta mánuði að hefja sölu á bílum um borð í flugvélum sínum. Aðeins verður um að ræða kínverska bíla og meðalverð þeirra verður um tvær milljónir króna. Áhafnarmeðlimir verða því að vera færir um að fræða farþegana um þessa bíla og munu vafalaust þurfa talverða menntun til. Sumir hafa eðlilega efast um að salan verði góð þar sem kaupendur bíla skoða þá vanalega með fjögur hjól á jörðinni og prófi þá gjarnan að auki. Tekið verður við greiðslu bílanna með greiðslukortum, en ekki fylgir sögunni hvort aðrar fjármögnunarleiðir verða í boði, svo sem boðgreiðslur. Salan mun hefjast í apríl í flugvélum sem fara frá Shanghai. Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent
Flugáhafnir verða sérþjálfaðar í sölu á kínverskum bílum. Kínverska lággjaldaflugfélagið Spring Airlines ætlar í næsta mánuði að hefja sölu á bílum um borð í flugvélum sínum. Aðeins verður um að ræða kínverska bíla og meðalverð þeirra verður um tvær milljónir króna. Áhafnarmeðlimir verða því að vera færir um að fræða farþegana um þessa bíla og munu vafalaust þurfa talverða menntun til. Sumir hafa eðlilega efast um að salan verði góð þar sem kaupendur bíla skoða þá vanalega með fjögur hjól á jörðinni og prófi þá gjarnan að auki. Tekið verður við greiðslu bílanna með greiðslukortum, en ekki fylgir sögunni hvort aðrar fjármögnunarleiðir verða í boði, svo sem boðgreiðslur. Salan mun hefjast í apríl í flugvélum sem fara frá Shanghai.
Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent