Endurheimtu fyrsta bílinn Finnur Thorlacius skrifar 11. mars 2013 09:49 Sonur aldraðra hjóna færði þeim hann aftur í 60 ára brúðkaupsafmælisgjöf. Það muna líklega allir eftir fyrsta bílnum sem þeir eignuðust og böndin sem við hann mynduðust. Það var einmitt raunin með Joe og Beverly Smith frá Bandaríkjunum, en þeirra fyrsti bíll var 1948 árgerð af Plymouth blæjubíl sem þeim þótti afar kært um. Hann var í eigu þeirra er þau giftust en urðu að láta frá sér bílinn þegar Joe var sendur sem hermaður í Kóreustríðið. Það má vel ímynda sér fögnuð þeirra hjóna er sonur þeirra færði þeim aftur samskonar bíl á 60 ára brúðkaupsafmæli hjónanna. Það var þó enginn hægðarleikur að finna slíkan bíl en hann fannst engu að síður hjá 81 árs gömlum manni í Indiana sem var aðeins annar eigandi af bílnum. Sonurinn keypti bílinn og kom honum í fullkomið ástand áður en hann gaf foreldrum sínum hann. Í myndskeiðinu hér að ofan, sem hæglega snertir viðkvæmustu taugar, sést þegar gömlu hjónin endurheimta draumabílinn. Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent
Sonur aldraðra hjóna færði þeim hann aftur í 60 ára brúðkaupsafmælisgjöf. Það muna líklega allir eftir fyrsta bílnum sem þeir eignuðust og böndin sem við hann mynduðust. Það var einmitt raunin með Joe og Beverly Smith frá Bandaríkjunum, en þeirra fyrsti bíll var 1948 árgerð af Plymouth blæjubíl sem þeim þótti afar kært um. Hann var í eigu þeirra er þau giftust en urðu að láta frá sér bílinn þegar Joe var sendur sem hermaður í Kóreustríðið. Það má vel ímynda sér fögnuð þeirra hjóna er sonur þeirra færði þeim aftur samskonar bíl á 60 ára brúðkaupsafmæli hjónanna. Það var þó enginn hægðarleikur að finna slíkan bíl en hann fannst engu að síður hjá 81 árs gömlum manni í Indiana sem var aðeins annar eigandi af bílnum. Sonurinn keypti bílinn og kom honum í fullkomið ástand áður en hann gaf foreldrum sínum hann. Í myndskeiðinu hér að ofan, sem hæglega snertir viðkvæmustu taugar, sést þegar gömlu hjónin endurheimta draumabílinn.
Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent