Bílasala í Evrópu féll um 10,2% í febrúar Finnur Thorlacius skrifar 27. mars 2013 08:45 Honda jók söluna um 27% Jókst þó í Bretlandi um 7,9%. Áfram heldur fallið í bílasölu á álfunni og þrátt fyrir að 829.359 bílar hafi selst þá er það ríflega tíund minna en árið á undan, sem ekki var nú gott. Árið í fyrra var versta bílasöluár í Evrópu í 17 ár. Sala Ford féll helmingi meira en meðaltalið, eða um 20,8% og var sala þeirra 53.660 bílar. Næstir á eftir í dræmri sölu voru General Motors með 20,1% minnkun og Fiat með 15,7% minnkun. Ekki er þetta gott ástand í kjölfar heildartaps bílaframleiðenda í Evrópu í fyrra uppá 875 milljarða króna, en þá féll salan um 8,2% niður í 12,05 milljónir bíla. Búist er við 11,4 milljón bíla sölu í Evrópu í ár. Meira að segja Volkswagen tapaði sölu í febrúar um 10% og Audi um 3,8%. Honda og Mazda auka sölu - Bretland sker sig úr Aðeins þrjú bílamerki juku við sig í febrúar í Evrópu, en Honda náði frábærri 27% aukningu, Mazda 13,1% og Hyundai 1,4%. Eitt land sker sig úr, en í Bretlandi var 7,9% aukning í bílasölu í febrúar frá fyrra ári. Fremst í flokki daprar sölu fór Ítalía með 17,4% minnkun, Frakkland með 12,1%, Þýskaland með 10,5% og Spánn með 9,8% Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent
Jókst þó í Bretlandi um 7,9%. Áfram heldur fallið í bílasölu á álfunni og þrátt fyrir að 829.359 bílar hafi selst þá er það ríflega tíund minna en árið á undan, sem ekki var nú gott. Árið í fyrra var versta bílasöluár í Evrópu í 17 ár. Sala Ford féll helmingi meira en meðaltalið, eða um 20,8% og var sala þeirra 53.660 bílar. Næstir á eftir í dræmri sölu voru General Motors með 20,1% minnkun og Fiat með 15,7% minnkun. Ekki er þetta gott ástand í kjölfar heildartaps bílaframleiðenda í Evrópu í fyrra uppá 875 milljarða króna, en þá féll salan um 8,2% niður í 12,05 milljónir bíla. Búist er við 11,4 milljón bíla sölu í Evrópu í ár. Meira að segja Volkswagen tapaði sölu í febrúar um 10% og Audi um 3,8%. Honda og Mazda auka sölu - Bretland sker sig úr Aðeins þrjú bílamerki juku við sig í febrúar í Evrópu, en Honda náði frábærri 27% aukningu, Mazda 13,1% og Hyundai 1,4%. Eitt land sker sig úr, en í Bretlandi var 7,9% aukning í bílasölu í febrúar frá fyrra ári. Fremst í flokki daprar sölu fór Ítalía með 17,4% minnkun, Frakkland með 12,1%, Þýskaland með 10,5% og Spánn með 9,8%
Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent