Fúkyrðaflaumur í anda unglingspilta hjá Sigurði 25. mars 2013 15:30 Kjartan ætlar að kynna sig fyrir Sigurði á fimmtudag. Samsett mynd/Sylvía Kjartan Atli Kjartansson, leikmaður Stjörnunnar, segist vera hissa á þeim ummælum sem Sigurður Ingimundarson lét hafa eftir sér á Vísi fyrr í dag. "Siggi þarf að skoða liðið okkar betur ef hann veit ekki hver ég er. Það er bull að hann hafi ekki sagt neitt við mig. Hann hefur líka gert þáð áður," sagði Kjartan Atli en skoða má ummæli Sigurðar í fréttinni hér fyrir neðan. "Siggi má alveg drulla yfir mig. Mér er alveg sama. Ég má þá líka segja frá því hvernig hann hagar sér. Hann er eini þjálfarinn sem kemur svona fram," sagði Kjartan en hvernig hagar Sigurður sér? "Hann lætur fáranleg orð falla. Ég hef verið lengi í íslensku rappi en ég heyri ekki svona fúkyrðaflaum nema hjá unglingspiltum. Hann lætur þessi orð falla þegar boltinn er úr leik. "Hann má samt segja það sem hann vill og þykjast ekki vita hver ég sé. Við höfum nú spjallað saman á túrneringum í yngri flokkum. Ef hann þekkir mig samt ekki þá er hann ekkert sérstaklega mannglöggur. Mér er alveg sama hvað honum finnst um mig. Það eina sem ég bið um er virðing milli leikmanna og þjálfara. Ef Sigurður getur ekki "feisað" það sem hann sagði daginn eftir leik þá hlýtur hann að skammast sín fyrir það sem hann sagði." Rapparinn jákvæði furðar sig einnig á því að hann sé einhver skotspónn þjálfara Keflavíkur. "Ég veit alveg hvað ég get og hvaða hlutverk ég hef í Stjörnuliðinu. Ég er alger aukaleikari í þessu liði og get tekið undir það hjá Sigga að ég geti ekki neitt. Það er bara þetta virðingarleysi sem fer í taugarnar á mér. "Ég ætla ekki að segja nákvæmlega frá því hvað hann sagði. Hann var líka með svona stæla í minn garð er hann þjálfaði Njarðvík. Siggi hefur fullan rétt á að segja það sem hann vill en ég hef líka rétt á því að kvarta undan virðingarleysinu. Ég vil að þetta sé á hærra plani." Kjartan vildi að lokum koma því á framfæri að hann ætlaði að kynna sig fyrir Sigurði er liðin mætast í oddaleik á fimmtudag. "Ég verð eiginlega að kynna mig fyrir næsta leik. Kannski verð ég með nafnspjald svo hann viti hver ég sé." Dominos-deild karla Tengdar fréttir Siggi Ingimundar: Var Kjartan inn á vellinum í gær? Kjartan Atli Kjartansson, leikmaður Stjörnunnar, var ekki ánægður með framkomu Sigurðar Ingimundarsonar, þjálfara Keflavíkur, í leik liðanna í gær. "Ég ætla að kasta kveðju á Sigurð Ingimundarson fyrir að segja að ég geti ekki neitt í körfubolta. Það er alltaf gaman þegar fyrrum landsliðsþjálfarar haga sér svona og eru að rífa kjaft við mann. Íþróttinni til sóma," sagði Kjartan Atli við karfan.is í gærkvöld. 25. mars 2013 14:38 Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Sjá meira
Kjartan Atli Kjartansson, leikmaður Stjörnunnar, segist vera hissa á þeim ummælum sem Sigurður Ingimundarson lét hafa eftir sér á Vísi fyrr í dag. "Siggi þarf að skoða liðið okkar betur ef hann veit ekki hver ég er. Það er bull að hann hafi ekki sagt neitt við mig. Hann hefur líka gert þáð áður," sagði Kjartan Atli en skoða má ummæli Sigurðar í fréttinni hér fyrir neðan. "Siggi má alveg drulla yfir mig. Mér er alveg sama. Ég má þá líka segja frá því hvernig hann hagar sér. Hann er eini þjálfarinn sem kemur svona fram," sagði Kjartan en hvernig hagar Sigurður sér? "Hann lætur fáranleg orð falla. Ég hef verið lengi í íslensku rappi en ég heyri ekki svona fúkyrðaflaum nema hjá unglingspiltum. Hann lætur þessi orð falla þegar boltinn er úr leik. "Hann má samt segja það sem hann vill og þykjast ekki vita hver ég sé. Við höfum nú spjallað saman á túrneringum í yngri flokkum. Ef hann þekkir mig samt ekki þá er hann ekkert sérstaklega mannglöggur. Mér er alveg sama hvað honum finnst um mig. Það eina sem ég bið um er virðing milli leikmanna og þjálfara. Ef Sigurður getur ekki "feisað" það sem hann sagði daginn eftir leik þá hlýtur hann að skammast sín fyrir það sem hann sagði." Rapparinn jákvæði furðar sig einnig á því að hann sé einhver skotspónn þjálfara Keflavíkur. "Ég veit alveg hvað ég get og hvaða hlutverk ég hef í Stjörnuliðinu. Ég er alger aukaleikari í þessu liði og get tekið undir það hjá Sigga að ég geti ekki neitt. Það er bara þetta virðingarleysi sem fer í taugarnar á mér. "Ég ætla ekki að segja nákvæmlega frá því hvað hann sagði. Hann var líka með svona stæla í minn garð er hann þjálfaði Njarðvík. Siggi hefur fullan rétt á að segja það sem hann vill en ég hef líka rétt á því að kvarta undan virðingarleysinu. Ég vil að þetta sé á hærra plani." Kjartan vildi að lokum koma því á framfæri að hann ætlaði að kynna sig fyrir Sigurði er liðin mætast í oddaleik á fimmtudag. "Ég verð eiginlega að kynna mig fyrir næsta leik. Kannski verð ég með nafnspjald svo hann viti hver ég sé."
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Siggi Ingimundar: Var Kjartan inn á vellinum í gær? Kjartan Atli Kjartansson, leikmaður Stjörnunnar, var ekki ánægður með framkomu Sigurðar Ingimundarsonar, þjálfara Keflavíkur, í leik liðanna í gær. "Ég ætla að kasta kveðju á Sigurð Ingimundarson fyrir að segja að ég geti ekki neitt í körfubolta. Það er alltaf gaman þegar fyrrum landsliðsþjálfarar haga sér svona og eru að rífa kjaft við mann. Íþróttinni til sóma," sagði Kjartan Atli við karfan.is í gærkvöld. 25. mars 2013 14:38 Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Sjá meira
Siggi Ingimundar: Var Kjartan inn á vellinum í gær? Kjartan Atli Kjartansson, leikmaður Stjörnunnar, var ekki ánægður með framkomu Sigurðar Ingimundarsonar, þjálfara Keflavíkur, í leik liðanna í gær. "Ég ætla að kasta kveðju á Sigurð Ingimundarson fyrir að segja að ég geti ekki neitt í körfubolta. Það er alltaf gaman þegar fyrrum landsliðsþjálfarar haga sér svona og eru að rífa kjaft við mann. Íþróttinni til sóma," sagði Kjartan Atli við karfan.is í gærkvöld. 25. mars 2013 14:38