Range Rover þakinn 57.412 smápeningum Finnur Thorlacius skrifar 23. mars 2013 11:30 Á einhvern hátt verða menn að fá að greina sig frá fjöldanum í hinum olíuauðugu ríkjum. Hvar annarsstaðar gera menn svona en í Arabalöndunum? Ekki skortir þar að minnsta kosti fé til þessháttar hluta, en eiganda þessa Range Rover munaði lítið um þær 57.412 smámyntir sem þekja ytra byrði hans. Smámyntirnar eru frá Qatar, Kuwait, Oman og Saudi Arabíu og fá fánar þeirra þjóða einnig sess viðsvegar um bílinn. Ekki fylgir sögunni hversu mikið hann þyngist við þennan gjörning, en það hlýtur að vera umtalsvert. Niðurstaðan er hinsvegar einn alljótasti Range Rover sem sögur fara af og mikil synd að fara svona með fallegan bíl. En á einhvern hátt verða menn að fá að greina sig frá fjöldanum í hinum olíuauðugu ríkjum. Í myndskeiðinu hér að ofan má virða betur fyrir sér afrakstur þessarar sérstæðu límingarvinnu. Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent
Á einhvern hátt verða menn að fá að greina sig frá fjöldanum í hinum olíuauðugu ríkjum. Hvar annarsstaðar gera menn svona en í Arabalöndunum? Ekki skortir þar að minnsta kosti fé til þessháttar hluta, en eiganda þessa Range Rover munaði lítið um þær 57.412 smámyntir sem þekja ytra byrði hans. Smámyntirnar eru frá Qatar, Kuwait, Oman og Saudi Arabíu og fá fánar þeirra þjóða einnig sess viðsvegar um bílinn. Ekki fylgir sögunni hversu mikið hann þyngist við þennan gjörning, en það hlýtur að vera umtalsvert. Niðurstaðan er hinsvegar einn alljótasti Range Rover sem sögur fara af og mikil synd að fara svona með fallegan bíl. En á einhvern hátt verða menn að fá að greina sig frá fjöldanum í hinum olíuauðugu ríkjum. Í myndskeiðinu hér að ofan má virða betur fyrir sér afrakstur þessarar sérstæðu límingarvinnu.
Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent