Veiðifélög mótmæla Þingvallanefnd 8. apríl 2013 15:00 Veiðiparadísin Þingvallavatn er nú umdeild vegna banns á næturveiði. Mynd / Garðar Landssamband Stangaveiðifélaga harmar bann á næturveiði í Þingvallavatni. Vandséð sé hvernig eftirlit verði hert ef þjóðgarðsvörður segir ekki fé til þess. Stjórn Landssambands Stangaveiðifélaga segist jafnframt harma að verð veiðileyfa hafi verið hækkað. Dagsleyfi eiga að hækka úr 1.500 krónum í 2.000 krónur. Skorar stjórnin á Þingvallanefnd að endurskoða ákvörðun sína. "Þjóðgarðsvörður bendir á að þetta sé eina ráð Þingvallanefndar til að koma í veg fyrir að reglur séu brotnar. Það er nú einu sinni þannig að það eru alltaf svartir sauðir í hverjum hópi og á það við um veiðimenn eins og aðra," segir í yfirlýsingu stjórnarinnar. "Þjóðgarðsvörður talar um að eftirlit verði hert en segir um leið að þjóðgarðurinn hafi ekki efni á að hafa næturvörslu. Það er vandséð hvernig þjóðgarðsvörður ætlar að framfylgja þessum reglum ef hann er ekki með næturvörslu. Eina ráð þjóðgarðsvarðar er aukið eftirlit sem hefur því miður ekki verið nógu gott og því eru þessir svörtu sauðir að eyðileggja fyrir fjöldanum," segir stjórnin áfram. "Þingvallanefnd fellur í þá gryfju að setja reglur sem bitna á fjöldanum og sem er ljóst að þjóðgarðsvörður getur ekki framfylgt m.v. óbreytt fyrirkomulag eftirlits, í stað þess að leita samstarfs við veiðimenn sjálfa og samtök þeirra um lausn á vandanum. Landssamband Stangaveiðifélaga er tilbúið að setjast niður með Þingvallanefnd og ræða málin til að fá þessari ákvörðun breytt."[email protected] Stangveiði Mest lesið Lækkað verð á vatnasvæði Lýsu Veiði Vikulegar veiðitölur heldur lágar víðast hvar Veiði Allar lokatölur komnar úr laxveiðiánum Veiði Urriðaveiðin að toppa á Þingvöllum Veiði Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði Flott opnun í Brunná og Sandá Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði 57 laxar gengnir í gegnum teljarann í Elliðaánum Veiði Barátta við stórfisk í Brunná Veiði Batnandi útlit í Eyjafjarðará Veiði
Landssamband Stangaveiðifélaga harmar bann á næturveiði í Þingvallavatni. Vandséð sé hvernig eftirlit verði hert ef þjóðgarðsvörður segir ekki fé til þess. Stjórn Landssambands Stangaveiðifélaga segist jafnframt harma að verð veiðileyfa hafi verið hækkað. Dagsleyfi eiga að hækka úr 1.500 krónum í 2.000 krónur. Skorar stjórnin á Þingvallanefnd að endurskoða ákvörðun sína. "Þjóðgarðsvörður bendir á að þetta sé eina ráð Þingvallanefndar til að koma í veg fyrir að reglur séu brotnar. Það er nú einu sinni þannig að það eru alltaf svartir sauðir í hverjum hópi og á það við um veiðimenn eins og aðra," segir í yfirlýsingu stjórnarinnar. "Þjóðgarðsvörður talar um að eftirlit verði hert en segir um leið að þjóðgarðurinn hafi ekki efni á að hafa næturvörslu. Það er vandséð hvernig þjóðgarðsvörður ætlar að framfylgja þessum reglum ef hann er ekki með næturvörslu. Eina ráð þjóðgarðsvarðar er aukið eftirlit sem hefur því miður ekki verið nógu gott og því eru þessir svörtu sauðir að eyðileggja fyrir fjöldanum," segir stjórnin áfram. "Þingvallanefnd fellur í þá gryfju að setja reglur sem bitna á fjöldanum og sem er ljóst að þjóðgarðsvörður getur ekki framfylgt m.v. óbreytt fyrirkomulag eftirlits, í stað þess að leita samstarfs við veiðimenn sjálfa og samtök þeirra um lausn á vandanum. Landssamband Stangaveiðifélaga er tilbúið að setjast niður með Þingvallanefnd og ræða málin til að fá þessari ákvörðun breytt."[email protected]
Stangveiði Mest lesið Lækkað verð á vatnasvæði Lýsu Veiði Vikulegar veiðitölur heldur lágar víðast hvar Veiði Allar lokatölur komnar úr laxveiðiánum Veiði Urriðaveiðin að toppa á Þingvöllum Veiði Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði Flott opnun í Brunná og Sandá Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði 57 laxar gengnir í gegnum teljarann í Elliðaánum Veiði Barátta við stórfisk í Brunná Veiði Batnandi útlit í Eyjafjarðará Veiði