Þetta verður járn í járn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. apríl 2013 13:00 Mynd/Anton „Það er alltaf fjör þegar þessi tvö lið mætast," segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, fyrir leik sinna manna gegn Stjörnunni í kvöld. Liðin eigast við í Stykkishólmi klukkan 19.15 en það verður fyrsti leikur liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni Domino's-deildar karla. Snæfell hafði betur gegn Njarðvík í spennandi viðureignum í 8-liða úrslitunum. Ingi Þór var fyrst og fremst ánægður með hafa komist í gegnum þá rimmu, þó svo að spilamennskan hafi ekki verið upp á tíu. „Við vorum ekki að spila okkar besta bolta enda að spila gegn góðu liði. En mér fannst rimman gera okkur betri. Við náðum að stíga upp og bæta okkur í hverjum leik." „Við höfum svo nýtt helgina í að skoða okkur sjálfa og gera okkur tilbúna fyrir nýja rimmu. Það er alltaf heilmikið sem hægt er að laga, bæði í vörn og sókn." Hann á ekki von á öðru en að Stjörnumenn mæti grimmir til leiks þrátt fyrir erfiðan slag gegn Keflavík í 8-liða úrslitunum. „Ég á von á að þeir verði mjög vel gíraðir eftir þessa leiki. Stjörnuliðið er svo hlaðið vopnum og er með gríðarlega sterka leikmenn í öllum stöðum. Það sem gildir er að stoppa liðið í heild fremur en að einbeita sér að 1-2 leikmönnum." Justin Shouse, Stjörnunni, gengur ekki heill til skógar eftir að hafa fengið heilahristing fyrir rúmri viku. „Hann spilaði 35 mínútur í síðasta leik. Hann er mikill baráttumaður og ég trúi ekki öðru en að hann verði á fullu í kvöld." „Þeir misstu Jovan [Zdravevski] í leikbann í oddaleiknum gegn Keflavík en unnu samt. Það er styrkleikamerki og sýnir hversu góðan leikmannahóp Stjarnan er með." Hann segir að það séu allir heilir hjá sér. „Það er bara þannig að ef þú ert í búning þá ertu heill. Það er apríl og menn geta bara hvílt sig í sumar." Dominos-deild karla Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Fleiri fréttir Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Sjá meira
„Það er alltaf fjör þegar þessi tvö lið mætast," segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, fyrir leik sinna manna gegn Stjörnunni í kvöld. Liðin eigast við í Stykkishólmi klukkan 19.15 en það verður fyrsti leikur liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni Domino's-deildar karla. Snæfell hafði betur gegn Njarðvík í spennandi viðureignum í 8-liða úrslitunum. Ingi Þór var fyrst og fremst ánægður með hafa komist í gegnum þá rimmu, þó svo að spilamennskan hafi ekki verið upp á tíu. „Við vorum ekki að spila okkar besta bolta enda að spila gegn góðu liði. En mér fannst rimman gera okkur betri. Við náðum að stíga upp og bæta okkur í hverjum leik." „Við höfum svo nýtt helgina í að skoða okkur sjálfa og gera okkur tilbúna fyrir nýja rimmu. Það er alltaf heilmikið sem hægt er að laga, bæði í vörn og sókn." Hann á ekki von á öðru en að Stjörnumenn mæti grimmir til leiks þrátt fyrir erfiðan slag gegn Keflavík í 8-liða úrslitunum. „Ég á von á að þeir verði mjög vel gíraðir eftir þessa leiki. Stjörnuliðið er svo hlaðið vopnum og er með gríðarlega sterka leikmenn í öllum stöðum. Það sem gildir er að stoppa liðið í heild fremur en að einbeita sér að 1-2 leikmönnum." Justin Shouse, Stjörnunni, gengur ekki heill til skógar eftir að hafa fengið heilahristing fyrir rúmri viku. „Hann spilaði 35 mínútur í síðasta leik. Hann er mikill baráttumaður og ég trúi ekki öðru en að hann verði á fullu í kvöld." „Þeir misstu Jovan [Zdravevski] í leikbann í oddaleiknum gegn Keflavík en unnu samt. Það er styrkleikamerki og sýnir hversu góðan leikmannahóp Stjarnan er með." Hann segir að það séu allir heilir hjá sér. „Það er bara þannig að ef þú ert í búning þá ertu heill. Það er apríl og menn geta bara hvílt sig í sumar."
Dominos-deild karla Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Fleiri fréttir Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Sjá meira